Heimur heyrnarlausra 26. september 2008 04:45 Döff-leikhús Atriði úr leikritinu Viðtalið. Í tilefni af degi heyrnarlausra verður leikritið Viðtalið sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Viðtalið hefur áður verið sýnt við góðar viðtökur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Í leikritinu er fylgst með uppgjöri mæðgna; dóttirin er heyrnarlaus og er jafnframt fræg leikkona. Til stendur að blaðamaður taki viðtal við hana og er því fenginn táknmálstúlkur til þess að gera viðtalið mögulegt. Á meðan mæðgurnar bíða eftir blaðamanninum fara þær, með aðstoð túlksins, að eiga í einlægum samskiptum í fyrsta skipti á ævinni. Laila Margrét Arnþórsdóttir er, ásamt Margréti Pétursdóttur, höfundur leikgerðarinnar. Laila starfar jafnframt sem ráðgjafi hjá Félagi heyrnarlausra og segist í því starfi hafa kynnst sögu heyrnarlausra hér á landi. „Heyrnarlausir eru miklir sögumenn og hafa frá mörgu að segja. Þegar ég hafði heyrt margar sögur, og allar áhugaverðar, langaði mig til að fara að vinna úr þeim. Þannig varð Viðtalið til, en í því steypti ég brotum úr sögum margra saman í sögu þessarar einu konu." Leikritið er leikið bæði á íslensku og á íslensku táknmáli og gerir því bæði heyrandi og heyrnarlausum kleift að njóta þess á jöfnum grundvelli. Leikritið tilheyrir þannig leikhúshefð sem kallast döff-leikhús, eða leikhús heyrnarlausra. Að sögn Lailu er döff-leikhús í sókn hér á landi. „Til stendur að hefja samstarf við Þjóðleikhúsið um uppsetningu fleiri döff-leikverka. Við verðum þó að taka tillit til þess að hér á landi er samfélag heyrnarlausra svo lítið að döff-sýningar verða að geta höfðað jafnt til heyrnarlausra og heyrandi." Viðtalið hefur þegar verið selt til Danmerkur þar sem leikhús heyrnarlausra vinnur nú að þýðingu þess. Einnig hefur skoska leikhúsið Solarbear, sem sérhæfir sig í sýningum fyrir heyrnarlausa og daufblinda, sýnt því áhuga að setja verkið upp. Það er því ljóst að íslenskt döff-leikhús er í sókn á fleiri vígstöðvum en hér heima. Viðtalið verður sýnt í Kúlunni, sviði Þjóðleikhússins, í kvöld kl. 20. Draumasmiðjan setur sýninguna upp. Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í tilefni af degi heyrnarlausra verður leikritið Viðtalið sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Viðtalið hefur áður verið sýnt við góðar viðtökur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Í leikritinu er fylgst með uppgjöri mæðgna; dóttirin er heyrnarlaus og er jafnframt fræg leikkona. Til stendur að blaðamaður taki viðtal við hana og er því fenginn táknmálstúlkur til þess að gera viðtalið mögulegt. Á meðan mæðgurnar bíða eftir blaðamanninum fara þær, með aðstoð túlksins, að eiga í einlægum samskiptum í fyrsta skipti á ævinni. Laila Margrét Arnþórsdóttir er, ásamt Margréti Pétursdóttur, höfundur leikgerðarinnar. Laila starfar jafnframt sem ráðgjafi hjá Félagi heyrnarlausra og segist í því starfi hafa kynnst sögu heyrnarlausra hér á landi. „Heyrnarlausir eru miklir sögumenn og hafa frá mörgu að segja. Þegar ég hafði heyrt margar sögur, og allar áhugaverðar, langaði mig til að fara að vinna úr þeim. Þannig varð Viðtalið til, en í því steypti ég brotum úr sögum margra saman í sögu þessarar einu konu." Leikritið er leikið bæði á íslensku og á íslensku táknmáli og gerir því bæði heyrandi og heyrnarlausum kleift að njóta þess á jöfnum grundvelli. Leikritið tilheyrir þannig leikhúshefð sem kallast döff-leikhús, eða leikhús heyrnarlausra. Að sögn Lailu er döff-leikhús í sókn hér á landi. „Til stendur að hefja samstarf við Þjóðleikhúsið um uppsetningu fleiri döff-leikverka. Við verðum þó að taka tillit til þess að hér á landi er samfélag heyrnarlausra svo lítið að döff-sýningar verða að geta höfðað jafnt til heyrnarlausra og heyrandi." Viðtalið hefur þegar verið selt til Danmerkur þar sem leikhús heyrnarlausra vinnur nú að þýðingu þess. Einnig hefur skoska leikhúsið Solarbear, sem sérhæfir sig í sýningum fyrir heyrnarlausa og daufblinda, sýnt því áhuga að setja verkið upp. Það er því ljóst að íslenskt döff-leikhús er í sókn á fleiri vígstöðvum en hér heima. Viðtalið verður sýnt í Kúlunni, sviði Þjóðleikhússins, í kvöld kl. 20. Draumasmiðjan setur sýninguna upp.
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira