Heimur heyrnarlausra 26. september 2008 04:45 Döff-leikhús Atriði úr leikritinu Viðtalið. Í tilefni af degi heyrnarlausra verður leikritið Viðtalið sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Viðtalið hefur áður verið sýnt við góðar viðtökur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Í leikritinu er fylgst með uppgjöri mæðgna; dóttirin er heyrnarlaus og er jafnframt fræg leikkona. Til stendur að blaðamaður taki viðtal við hana og er því fenginn táknmálstúlkur til þess að gera viðtalið mögulegt. Á meðan mæðgurnar bíða eftir blaðamanninum fara þær, með aðstoð túlksins, að eiga í einlægum samskiptum í fyrsta skipti á ævinni. Laila Margrét Arnþórsdóttir er, ásamt Margréti Pétursdóttur, höfundur leikgerðarinnar. Laila starfar jafnframt sem ráðgjafi hjá Félagi heyrnarlausra og segist í því starfi hafa kynnst sögu heyrnarlausra hér á landi. „Heyrnarlausir eru miklir sögumenn og hafa frá mörgu að segja. Þegar ég hafði heyrt margar sögur, og allar áhugaverðar, langaði mig til að fara að vinna úr þeim. Þannig varð Viðtalið til, en í því steypti ég brotum úr sögum margra saman í sögu þessarar einu konu." Leikritið er leikið bæði á íslensku og á íslensku táknmáli og gerir því bæði heyrandi og heyrnarlausum kleift að njóta þess á jöfnum grundvelli. Leikritið tilheyrir þannig leikhúshefð sem kallast döff-leikhús, eða leikhús heyrnarlausra. Að sögn Lailu er döff-leikhús í sókn hér á landi. „Til stendur að hefja samstarf við Þjóðleikhúsið um uppsetningu fleiri döff-leikverka. Við verðum þó að taka tillit til þess að hér á landi er samfélag heyrnarlausra svo lítið að döff-sýningar verða að geta höfðað jafnt til heyrnarlausra og heyrandi." Viðtalið hefur þegar verið selt til Danmerkur þar sem leikhús heyrnarlausra vinnur nú að þýðingu þess. Einnig hefur skoska leikhúsið Solarbear, sem sérhæfir sig í sýningum fyrir heyrnarlausa og daufblinda, sýnt því áhuga að setja verkið upp. Það er því ljóst að íslenskt döff-leikhús er í sókn á fleiri vígstöðvum en hér heima. Viðtalið verður sýnt í Kúlunni, sviði Þjóðleikhússins, í kvöld kl. 20. Draumasmiðjan setur sýninguna upp. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í tilefni af degi heyrnarlausra verður leikritið Viðtalið sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Viðtalið hefur áður verið sýnt við góðar viðtökur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Í leikritinu er fylgst með uppgjöri mæðgna; dóttirin er heyrnarlaus og er jafnframt fræg leikkona. Til stendur að blaðamaður taki viðtal við hana og er því fenginn táknmálstúlkur til þess að gera viðtalið mögulegt. Á meðan mæðgurnar bíða eftir blaðamanninum fara þær, með aðstoð túlksins, að eiga í einlægum samskiptum í fyrsta skipti á ævinni. Laila Margrét Arnþórsdóttir er, ásamt Margréti Pétursdóttur, höfundur leikgerðarinnar. Laila starfar jafnframt sem ráðgjafi hjá Félagi heyrnarlausra og segist í því starfi hafa kynnst sögu heyrnarlausra hér á landi. „Heyrnarlausir eru miklir sögumenn og hafa frá mörgu að segja. Þegar ég hafði heyrt margar sögur, og allar áhugaverðar, langaði mig til að fara að vinna úr þeim. Þannig varð Viðtalið til, en í því steypti ég brotum úr sögum margra saman í sögu þessarar einu konu." Leikritið er leikið bæði á íslensku og á íslensku táknmáli og gerir því bæði heyrandi og heyrnarlausum kleift að njóta þess á jöfnum grundvelli. Leikritið tilheyrir þannig leikhúshefð sem kallast döff-leikhús, eða leikhús heyrnarlausra. Að sögn Lailu er döff-leikhús í sókn hér á landi. „Til stendur að hefja samstarf við Þjóðleikhúsið um uppsetningu fleiri döff-leikverka. Við verðum þó að taka tillit til þess að hér á landi er samfélag heyrnarlausra svo lítið að döff-sýningar verða að geta höfðað jafnt til heyrnarlausra og heyrandi." Viðtalið hefur þegar verið selt til Danmerkur þar sem leikhús heyrnarlausra vinnur nú að þýðingu þess. Einnig hefur skoska leikhúsið Solarbear, sem sérhæfir sig í sýningum fyrir heyrnarlausa og daufblinda, sýnt því áhuga að setja verkið upp. Það er því ljóst að íslenskt döff-leikhús er í sókn á fleiri vígstöðvum en hér heima. Viðtalið verður sýnt í Kúlunni, sviði Þjóðleikhússins, í kvöld kl. 20. Draumasmiðjan setur sýninguna upp.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira