Þjóðin þarf krútt og ljóð 3. nóvember 2008 02:00 Gerður Kristný gefur nú út fimmtándu bókina sína, barnasöguna Garðurinn.Fréttablaðið/anton „Ég hef þá kenningu að krúttin séu ekki dauð heldur eru þau bara farin að lúlla," segir Gerður Kristný rithöfundur, sem kom krútt-hugtakinu upphaflega á koppinn í Mannlífsgrein sem hún fékk Ragnar Pétursson til að skrifa. Nokkur umræða hefur farið fram um krúttkynslóðina að undanförnu, hvort hún sé lifandi eða dauð og hvort kreppan muni breyta henni. „Það hefur alltaf verið kreppa hjá krúttunum. Þau hafa verið í lopapeysu í um áratug," segir Gerður. „Þetta er áberandi hópur fólks, aðallega tónlistarmanna, með ákveðin lífsviðhorf, tala fyrir náttúruvernd og eru rólynd og fylgin sér. Krútt eiga að vera stolt af því að vera krútt því þau eru það sem þjóðin þarf á að halda núna." Gerður „krútt-mamma" segist ekki eiga von á að fútt færist í krúttin í kreppunni. „Nei, læti fara krúttunum ekki. Og ég sé ekki heldur að nýr hópur uppreisnargjarnari listafólks sé í deiglunni. Hvaða fólk ætti það að vera? FM Belfast?" Sjálf hefur Gerður gert ljóðadisk með einu krúttinu, tónlistarkonunni Kiru Kiru. „Ég les ljóð úr ljóðabókunum mínum þremur og hún býr til ákaflega falleg og um leið krúttleg stef þar sem þó er eitthvað hættulegt undirliggjandi. Ég býst við að diskurinn seljist í bílförmum, enda þarf þjóðin á ljóðum að halda þessi misserin." Aðkoma Gerðar í jólabókaflóðinu í ár er svo barnabókin Garðurinn. „Þetta er spennandi draugasaga fyrir 9-14 ára krakka sem gerist í nútímanum. Ógn steðjar að fjölskyldu í Vesturbænum og spíritismi og spænska veikin fléttast inn í söguna. Þetta er fimmtánda bókin mín. Maður verður að framfleyta sér og sínum. Það er ekki eins og maður fái frítt í strætó." Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég hef þá kenningu að krúttin séu ekki dauð heldur eru þau bara farin að lúlla," segir Gerður Kristný rithöfundur, sem kom krútt-hugtakinu upphaflega á koppinn í Mannlífsgrein sem hún fékk Ragnar Pétursson til að skrifa. Nokkur umræða hefur farið fram um krúttkynslóðina að undanförnu, hvort hún sé lifandi eða dauð og hvort kreppan muni breyta henni. „Það hefur alltaf verið kreppa hjá krúttunum. Þau hafa verið í lopapeysu í um áratug," segir Gerður. „Þetta er áberandi hópur fólks, aðallega tónlistarmanna, með ákveðin lífsviðhorf, tala fyrir náttúruvernd og eru rólynd og fylgin sér. Krútt eiga að vera stolt af því að vera krútt því þau eru það sem þjóðin þarf á að halda núna." Gerður „krútt-mamma" segist ekki eiga von á að fútt færist í krúttin í kreppunni. „Nei, læti fara krúttunum ekki. Og ég sé ekki heldur að nýr hópur uppreisnargjarnari listafólks sé í deiglunni. Hvaða fólk ætti það að vera? FM Belfast?" Sjálf hefur Gerður gert ljóðadisk með einu krúttinu, tónlistarkonunni Kiru Kiru. „Ég les ljóð úr ljóðabókunum mínum þremur og hún býr til ákaflega falleg og um leið krúttleg stef þar sem þó er eitthvað hættulegt undirliggjandi. Ég býst við að diskurinn seljist í bílförmum, enda þarf þjóðin á ljóðum að halda þessi misserin." Aðkoma Gerðar í jólabókaflóðinu í ár er svo barnabókin Garðurinn. „Þetta er spennandi draugasaga fyrir 9-14 ára krakka sem gerist í nútímanum. Ógn steðjar að fjölskyldu í Vesturbænum og spíritismi og spænska veikin fléttast inn í söguna. Þetta er fimmtánda bókin mín. Maður verður að framfleyta sér og sínum. Það er ekki eins og maður fái frítt í strætó."
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira