Lögin eru háð geðsveiflum 28. nóvember 2008 06:45 Þormóður Dagsson, Svavar Pétur Eysteinsson, Berglind Häsler og Örn Ingi Ágústsson skipa hljómsveitina Skakkamanage sem gefur út aðra plötu sína í dag. mynd/orri jónsson Önnur plata hljómsveitarinnar Skakkamanage kemur út í dag. Á ýmsu gekk við upptökurnar. Upptökur á nýjustu plötu Skakkamanage, All Over the Face, reyndu svo mjög á taugar forsprakkans Svavars Péturs Eysteinssonar að hann þurfti að leggjast inn á heilsuhæli í miðjum upptökum. „Þetta tók svo mikið á að ég þurfti að leggjast inn til að ná mér niður og til að endurforrita mig fyrir framtíðina," segir Svavar. „Þetta er frægt heilsuhæli í útjaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem fólk á öllum aldri getur hvílt sig og komið út sem betri manneskjur. Það er meira en að segja það að klambra saman heilli plötu í einni lotu." Platan var tekin upp „live" á frekar skömmum tíma og var keyrslan því mikil í hljóðverinu. Svo mikil að upptökustjórinn Orri Jónsson úr Slowblow hefur tekið þá ákvörðun að hljóðrita ekki fleiri hljómsveitir í framtíðinni, hvorki meira né minna. All Over the Face hefur að geyma ljúfsárar ballöður í bland við hávaðarokk. „Lögin eru háð okkar geðsveiflum og fara úr miklum rólegheitum í miklar öfgar," segir Svavar, sem fyrr á árinu barðist hvað harðast fyrir húsafriðun í miðborg Reykjavíkur. Krafðist hann þess meðal annars að barinn Sirkus yrði látinn vera, en án árangurs. Hann vill þó ekki meina að textarnir á plötunni feli í sér þennan boðskap. „Ég held að það sé frekar að pirringurinn í garð Reykjavíkurborgar, skipulagsyfirvalda og útþenslu kapítalismans hafi skilað sér í lögin frekar en textana." Hann býr nú á Seyðisfirði ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Häsler, sem er líka í Skakkamanage. „Það hefur gengið á ýmsu í þessu bandi. Maður er búinn að stökkbreytast algjörlega, fluttur út á land og búinn að hvíla sig á Reykjavík í bili. Ég tek henni fagnandi aftur þegar ég verð búinn að sættast við hana á ný." Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Önnur plata hljómsveitarinnar Skakkamanage kemur út í dag. Á ýmsu gekk við upptökurnar. Upptökur á nýjustu plötu Skakkamanage, All Over the Face, reyndu svo mjög á taugar forsprakkans Svavars Péturs Eysteinssonar að hann þurfti að leggjast inn á heilsuhæli í miðjum upptökum. „Þetta tók svo mikið á að ég þurfti að leggjast inn til að ná mér niður og til að endurforrita mig fyrir framtíðina," segir Svavar. „Þetta er frægt heilsuhæli í útjaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem fólk á öllum aldri getur hvílt sig og komið út sem betri manneskjur. Það er meira en að segja það að klambra saman heilli plötu í einni lotu." Platan var tekin upp „live" á frekar skömmum tíma og var keyrslan því mikil í hljóðverinu. Svo mikil að upptökustjórinn Orri Jónsson úr Slowblow hefur tekið þá ákvörðun að hljóðrita ekki fleiri hljómsveitir í framtíðinni, hvorki meira né minna. All Over the Face hefur að geyma ljúfsárar ballöður í bland við hávaðarokk. „Lögin eru háð okkar geðsveiflum og fara úr miklum rólegheitum í miklar öfgar," segir Svavar, sem fyrr á árinu barðist hvað harðast fyrir húsafriðun í miðborg Reykjavíkur. Krafðist hann þess meðal annars að barinn Sirkus yrði látinn vera, en án árangurs. Hann vill þó ekki meina að textarnir á plötunni feli í sér þennan boðskap. „Ég held að það sé frekar að pirringurinn í garð Reykjavíkurborgar, skipulagsyfirvalda og útþenslu kapítalismans hafi skilað sér í lögin frekar en textana." Hann býr nú á Seyðisfirði ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Häsler, sem er líka í Skakkamanage. „Það hefur gengið á ýmsu í þessu bandi. Maður er búinn að stökkbreytast algjörlega, fluttur út á land og búinn að hvíla sig á Reykjavík í bili. Ég tek henni fagnandi aftur þegar ég verð búinn að sættast við hana á ný."
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira