Vel heppnað hliðarspor 31. júlí 2008 05:15 Á morgun hefur að geyma nýjar útgáfur Megasar og hljómsveitarinnar Senuþjófanna á sextán gömlum lögum, tólf þeirra eru íslensk, en fjögur erlend við íslenska texta. Lagavalið er fjölbreytt, en lögin eiga það sameiginlegt að Megas ólst upp með þeim og hefur á þeim dálæti. Þarna eru m.a. lög við texta eftir Hannes Hafstein og Halldór Laxness og sígild dægurlög, flest frá sjötta áratugnum. Eins og við er að búast eiga þessi lög það líka flest sameiginlegt að textarnir eru góðir. Flest lögin hljóma kunnuglega. Þarna eru m.a. Hagavagninn, Litla stúlkan, Brúnaljósin brúnu, Á morgun, Játning, Æskuminning, Manstu gamla daga, Selja litla og Stína, ó Stína og svo kvöldvökuslagarar eins og Þórsmerkurljóð og Þórður kakali. Senuþjófarnir er mjög öflug hljómsveit og meðlimir hennar fara létt með að flytja þessi gömlu lög og ljá þeim karakter með mismunandi hljóðfærasamsetningu og útsetningum. Megas fer mislangt frá upprunalegu útgáfum laganna. Sumum þeirra breytir hann talsvert, en önnur eru mjög lík frumgerðunum. Hljómurinn er samt að sjálfsögðu annar og svo er sérstaklega gaman að hlusta eftir því hvernig Megas syngur lögin. Í sumum þeirra skælir hann röddina eins og honum einum er lagið, t.d. í Þórsmerkurljóði, Þórði kakala og Þegar hnígur húm að þorra sem öll eru á meðal minna uppáhaldslaga á plötunni. Önnur umgengst hann af meiri nærgætni, t.d. Játningu og Hvert örstutt spor. Platan staðfestir það sem lengi hefur verið vitað: Megas er frábær söngvari. Á morgun verður að teljast vel heppnuð. Hún er full af flottum lögum og textum, vel fluttum og útsetningar eru nógu fjölbreyttar til að platan renni vel í gegn. Þetta er allt mjög smekklega gert, næstum því of smekklega á köflum og persónulega hefði ég alveg verið til í aðeins meiri stæla og vesen, en ég virði samt þann ásetning Megasar að vera lögunum trúr. Á morgun er önnur plata Megasar með tökulögum. Sú fyrri var barnaplatan Nú er ég klæddur og kominn á ról sem kom út fyrir þrjátíu árum. Sú plata var stórmerkileg fyrir flott konsept og nýstárlegar og djarfar útsetningar. Við hlið hennar virkar Á morgun léttvæg. Hún er samt skemmtileg og góð viðbót við glæsilegan katalóg Megasar. Fínt hliðarspor sem á víst sæti í spilaranum á meðan maður bíður eftir næstu alvöru Megasarplötu. -Trausti Júlíusson Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Á morgun hefur að geyma nýjar útgáfur Megasar og hljómsveitarinnar Senuþjófanna á sextán gömlum lögum, tólf þeirra eru íslensk, en fjögur erlend við íslenska texta. Lagavalið er fjölbreytt, en lögin eiga það sameiginlegt að Megas ólst upp með þeim og hefur á þeim dálæti. Þarna eru m.a. lög við texta eftir Hannes Hafstein og Halldór Laxness og sígild dægurlög, flest frá sjötta áratugnum. Eins og við er að búast eiga þessi lög það líka flest sameiginlegt að textarnir eru góðir. Flest lögin hljóma kunnuglega. Þarna eru m.a. Hagavagninn, Litla stúlkan, Brúnaljósin brúnu, Á morgun, Játning, Æskuminning, Manstu gamla daga, Selja litla og Stína, ó Stína og svo kvöldvökuslagarar eins og Þórsmerkurljóð og Þórður kakali. Senuþjófarnir er mjög öflug hljómsveit og meðlimir hennar fara létt með að flytja þessi gömlu lög og ljá þeim karakter með mismunandi hljóðfærasamsetningu og útsetningum. Megas fer mislangt frá upprunalegu útgáfum laganna. Sumum þeirra breytir hann talsvert, en önnur eru mjög lík frumgerðunum. Hljómurinn er samt að sjálfsögðu annar og svo er sérstaklega gaman að hlusta eftir því hvernig Megas syngur lögin. Í sumum þeirra skælir hann röddina eins og honum einum er lagið, t.d. í Þórsmerkurljóði, Þórði kakala og Þegar hnígur húm að þorra sem öll eru á meðal minna uppáhaldslaga á plötunni. Önnur umgengst hann af meiri nærgætni, t.d. Játningu og Hvert örstutt spor. Platan staðfestir það sem lengi hefur verið vitað: Megas er frábær söngvari. Á morgun verður að teljast vel heppnuð. Hún er full af flottum lögum og textum, vel fluttum og útsetningar eru nógu fjölbreyttar til að platan renni vel í gegn. Þetta er allt mjög smekklega gert, næstum því of smekklega á köflum og persónulega hefði ég alveg verið til í aðeins meiri stæla og vesen, en ég virði samt þann ásetning Megasar að vera lögunum trúr. Á morgun er önnur plata Megasar með tökulögum. Sú fyrri var barnaplatan Nú er ég klæddur og kominn á ról sem kom út fyrir þrjátíu árum. Sú plata var stórmerkileg fyrir flott konsept og nýstárlegar og djarfar útsetningar. Við hlið hennar virkar Á morgun léttvæg. Hún er samt skemmtileg og góð viðbót við glæsilegan katalóg Megasar. Fínt hliðarspor sem á víst sæti í spilaranum á meðan maður bíður eftir næstu alvöru Megasarplötu. -Trausti Júlíusson
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“