Djasshátíð haldin í ágúst 24. júlí 2008 10:00 Stórhljómsveit Reykjavíkur flytur tónlist eftir Björk Guðmundsdóttur á Jazzhátíðinni í ágústlok. Nítjánda Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin í borginni dagana 26.-30. ágúst. Að þessu sinni verða á þriðja tug tónleika á þeim fimm dögum sem djassinn dunar í borginni og koma nálægt eitt hundrað listamenn að hátíðinni að þessu sinni. Tónleikastaðirnir verða nokkrir: þrír tónleikar hátíðarinnar fara fram í Háskólabíói. Auk þess verða tónleikar í Iðnó (bæði uppi og niðri), Fríkirkjunni, Organ, Nasa, Rúbín, Norræna húsinu og í tónleikasal SÁÁ við Efstaleiti, en sá glæsti Vonarsalur skartar einum magnaðasta flygli landsins, Bösendorfer af bestu gerð. Auk þessa verður boðið upp á ókeypis tónleika í miðborginni í hádeginu frá miðvikudegi til föstudags. Jazzhátíð Reykjavíkur hefur undanfarið unnið að framtíðaráætlun, nokkurs konar aðalskipulagi, sem gilda á til 2011. Í þeirri vinnu er tekið tillit til mikilvægis þess að hátíðin sé sýnileg allt árið og standi fyrir atburðum sem tefli fram listamönnum sem hér starfa á djasssviðinu og stuðli auk þess að hingaðkomu listamanna og áheyrenda sem auðga megi djasslífið í borginni. Jazzhátíðin nýtur þess að hafa undanfarin ár verið með samstarfssamning við menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar og freistar þess nú að koma á þríhliða samningi við menntamálaráðuneytið auk borgarinnar, til að ná fram þeim markmiðum sem unnið er að. Úr einkageiranum nýtur Jazzhátíð fulltingis Bókaverslunar Eymundsson, Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, Extón hljóðs og þessa dagana er verið að leggja drög að samstarfssamningi við Iceland Express. Ekki má gleyma því að Menningarsjóður FÍH hefur ætíð stutt við bakið á hátíðinni. Síðast en ekki síst er mikilvægt samstarf við Ríkisútvarpið sem ætíð útvarpar nokkrum tónleikum hátíðarinnar. Jazzdagurinn 2008 verður lokadagur Jazzhátíðar Reykjavíkur, en þá verður boðið upp á margslungna dagskrá allan daginn. Stórsveit Reykjavíkur ríður á vaðið með tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur í útsetningum - og undir stjórn Travis Sullivan, sem rekur sína eigin Bjorkestra í New York. Söngkonurnar Sigríður Thorlacius, María Magnúsdóttir og Dísa sjá um sönginn. Thórshavnar Stórband frá Færeyjum leikur síðan dagskrá byggða á færeyskri tónlist í Norræna húsinu kl. 19 og þar verður Haukur Gröndal sérstakur gestaleikari, en hljómsveitin er á leið til Grænlands í tónleikaferð. Stórtónleikar Jazzdagsins verða í Háskólabíói kl. 21 þegar meistaratrommarinn Ed Thigpen leikur ásamt Scantet sínum. Thigpen er þekktastur fyrir að vera meðlimur tríós Oscars Peterson, en þeir tveir ásamt bassaleikaranum Ray Brown eru tvímælalaust áhrifamestu djassleikarar sögunnar. Jazzdeginum lýkur svo á Nasa með útgáfutónleikum Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu sem gefur út nýja blússkotna svíngplötu í aðdraganda hátíðarinnar. Auk Kristjönu mun bandoneonleikarinn Olivier Manoury koma fram ásamt kvartett sínum sem skipaður er nokkrum athyglisverðustu tólistarmönnunum á frönsku djasssenunni þessa dagana. Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á vefsíðum hátíðarinnar: http://www.myspace.com/reykjavikjazzfestival http://www.jazz.is/festival/ Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nítjánda Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin í borginni dagana 26.-30. ágúst. Að þessu sinni verða á þriðja tug tónleika á þeim fimm dögum sem djassinn dunar í borginni og koma nálægt eitt hundrað listamenn að hátíðinni að þessu sinni. Tónleikastaðirnir verða nokkrir: þrír tónleikar hátíðarinnar fara fram í Háskólabíói. Auk þess verða tónleikar í Iðnó (bæði uppi og niðri), Fríkirkjunni, Organ, Nasa, Rúbín, Norræna húsinu og í tónleikasal SÁÁ við Efstaleiti, en sá glæsti Vonarsalur skartar einum magnaðasta flygli landsins, Bösendorfer af bestu gerð. Auk þessa verður boðið upp á ókeypis tónleika í miðborginni í hádeginu frá miðvikudegi til föstudags. Jazzhátíð Reykjavíkur hefur undanfarið unnið að framtíðaráætlun, nokkurs konar aðalskipulagi, sem gilda á til 2011. Í þeirri vinnu er tekið tillit til mikilvægis þess að hátíðin sé sýnileg allt árið og standi fyrir atburðum sem tefli fram listamönnum sem hér starfa á djasssviðinu og stuðli auk þess að hingaðkomu listamanna og áheyrenda sem auðga megi djasslífið í borginni. Jazzhátíðin nýtur þess að hafa undanfarin ár verið með samstarfssamning við menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar og freistar þess nú að koma á þríhliða samningi við menntamálaráðuneytið auk borgarinnar, til að ná fram þeim markmiðum sem unnið er að. Úr einkageiranum nýtur Jazzhátíð fulltingis Bókaverslunar Eymundsson, Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, Extón hljóðs og þessa dagana er verið að leggja drög að samstarfssamningi við Iceland Express. Ekki má gleyma því að Menningarsjóður FÍH hefur ætíð stutt við bakið á hátíðinni. Síðast en ekki síst er mikilvægt samstarf við Ríkisútvarpið sem ætíð útvarpar nokkrum tónleikum hátíðarinnar. Jazzdagurinn 2008 verður lokadagur Jazzhátíðar Reykjavíkur, en þá verður boðið upp á margslungna dagskrá allan daginn. Stórsveit Reykjavíkur ríður á vaðið með tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur í útsetningum - og undir stjórn Travis Sullivan, sem rekur sína eigin Bjorkestra í New York. Söngkonurnar Sigríður Thorlacius, María Magnúsdóttir og Dísa sjá um sönginn. Thórshavnar Stórband frá Færeyjum leikur síðan dagskrá byggða á færeyskri tónlist í Norræna húsinu kl. 19 og þar verður Haukur Gröndal sérstakur gestaleikari, en hljómsveitin er á leið til Grænlands í tónleikaferð. Stórtónleikar Jazzdagsins verða í Háskólabíói kl. 21 þegar meistaratrommarinn Ed Thigpen leikur ásamt Scantet sínum. Thigpen er þekktastur fyrir að vera meðlimur tríós Oscars Peterson, en þeir tveir ásamt bassaleikaranum Ray Brown eru tvímælalaust áhrifamestu djassleikarar sögunnar. Jazzdeginum lýkur svo á Nasa með útgáfutónleikum Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu sem gefur út nýja blússkotna svíngplötu í aðdraganda hátíðarinnar. Auk Kristjönu mun bandoneonleikarinn Olivier Manoury koma fram ásamt kvartett sínum sem skipaður er nokkrum athyglisverðustu tólistarmönnunum á frönsku djasssenunni þessa dagana. Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á vefsíðum hátíðarinnar: http://www.myspace.com/reykjavikjazzfestival http://www.jazz.is/festival/
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira