Þögull meirihluti Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 1. júlí 2008 06:30 Ég var í hópi þeirra sem beið í ofvæni eftir úrslitaleik EM á sunnudaginn. Þó hafði ég samt afrekað að missa af öllum leikjum mótsins. Ástæða tilhlökkunarinnar var enda fremur bundin við endalok mótsins en úrslitaleikinn sjálfan. Til er þögull hópur landsmanna sem engan áhuga hafði á mótinu. Hann þagði mótið af sér því ekki vildi hann eyðileggja gleðina fyrir öðrum frekar en að skemma jólahátíðina fyrir börnunum og harkar þess vegna jólaböllin af sér. Hinn þögli hópur, hvort sem hann er nú í meirihluta eða ekki, hrósar nú sigri þegar mótinu er blessunarlega lokið. Meðan fótboltinn tók yfir var heilögustu stund hversdagshetjunnar fórnað án þess að nokkur hreyfði við mótmælum. Fréttatíminn hvarf og Kastljósið var sent i frí. Við getum hins vegar sjálfum okkur um kennt, því það vantar í okkur baráttuþrekið. Aðdáendur sápuóperunnar Guiding Light hringja umsvifalaust og þáttur fellur niður og hella sér yfir símastúlkur Ríkissjónvarpsins. Þetta gera íþróttamenn að sama skapi þegar að á þeim er brotið. En ekki við. Kyrrlátt og reglusamt líf hins venjulega borgara er nú aftur á dagskrá. Á eftir kvöldmat koma fréttir. Kaffitíminn í vinnunni hefur verið endurheimtur og nú er hægt að smjatta á fréttunum í stað þess að hlusta á hjal um það hvort að Tyrkland muni koma a óvart og sigra Þjóðverja. Mér hefur reyndar gengið illa að fanga þá speki að það geti komið mjög á óvart í tveggja liða leik að annað liðið sigri. Jafnvel þó að áhuginn á fótbolta sé ekki sérstaklega mikill er nú samt merkilegt að skynja stöðu hans í samfélaginu og getu til að umbreyta fólki. Kjaftastéttirnar sem eru harðari af sér en þöglu borgararnir hafa einfaldlega komið sér að í íþróttaþáttunum og náð að smeygja inn glósum um efnahagsástandið í hálfleik. Stjórnmalamennirnir hafa sömuleiðis séð sér leik á borði þótt þingið sé í fríi og engir fréttatímar. Nú segja þeir þjóðinni hvernig hún á að skilja fótboltann go birtast sem fullskapaðir sérfræðingar um boltatækni Evrópuþjóðanna. Það er svo á lokadegi mítsins sem hinir áhugalausu slást í hópinn og bíða í ofvæni eftir leiknum. Mestu skiptir svo að samgleðjast og loks að óska sigurvegurunum til hamingju með árangurinn, hverjir sem það nú voru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Ég var í hópi þeirra sem beið í ofvæni eftir úrslitaleik EM á sunnudaginn. Þó hafði ég samt afrekað að missa af öllum leikjum mótsins. Ástæða tilhlökkunarinnar var enda fremur bundin við endalok mótsins en úrslitaleikinn sjálfan. Til er þögull hópur landsmanna sem engan áhuga hafði á mótinu. Hann þagði mótið af sér því ekki vildi hann eyðileggja gleðina fyrir öðrum frekar en að skemma jólahátíðina fyrir börnunum og harkar þess vegna jólaböllin af sér. Hinn þögli hópur, hvort sem hann er nú í meirihluta eða ekki, hrósar nú sigri þegar mótinu er blessunarlega lokið. Meðan fótboltinn tók yfir var heilögustu stund hversdagshetjunnar fórnað án þess að nokkur hreyfði við mótmælum. Fréttatíminn hvarf og Kastljósið var sent i frí. Við getum hins vegar sjálfum okkur um kennt, því það vantar í okkur baráttuþrekið. Aðdáendur sápuóperunnar Guiding Light hringja umsvifalaust og þáttur fellur niður og hella sér yfir símastúlkur Ríkissjónvarpsins. Þetta gera íþróttamenn að sama skapi þegar að á þeim er brotið. En ekki við. Kyrrlátt og reglusamt líf hins venjulega borgara er nú aftur á dagskrá. Á eftir kvöldmat koma fréttir. Kaffitíminn í vinnunni hefur verið endurheimtur og nú er hægt að smjatta á fréttunum í stað þess að hlusta á hjal um það hvort að Tyrkland muni koma a óvart og sigra Þjóðverja. Mér hefur reyndar gengið illa að fanga þá speki að það geti komið mjög á óvart í tveggja liða leik að annað liðið sigri. Jafnvel þó að áhuginn á fótbolta sé ekki sérstaklega mikill er nú samt merkilegt að skynja stöðu hans í samfélaginu og getu til að umbreyta fólki. Kjaftastéttirnar sem eru harðari af sér en þöglu borgararnir hafa einfaldlega komið sér að í íþróttaþáttunum og náð að smeygja inn glósum um efnahagsástandið í hálfleik. Stjórnmalamennirnir hafa sömuleiðis séð sér leik á borði þótt þingið sé í fríi og engir fréttatímar. Nú segja þeir þjóðinni hvernig hún á að skilja fótboltann go birtast sem fullskapaðir sérfræðingar um boltatækni Evrópuþjóðanna. Það er svo á lokadegi mítsins sem hinir áhugalausu slást í hópinn og bíða í ofvæni eftir leiknum. Mestu skiptir svo að samgleðjast og loks að óska sigurvegurunum til hamingju með árangurinn, hverjir sem það nú voru.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun