Bandarísk bókmenntaverðlaun 27. nóvember 2008 06:00 peter matthiessen Peter Matthiessen, rithöfundur og stofnandi Paris Review, hlaut á miðvikudag National Book Award fyrir skáldsögu sína Wednesday night for Shadow Country sem er endurritun á verki hans frá áttunda áratugnum. Hann hefur áður fengið þessi verðlaun fyrir eitt sitt frægasta verk, The Snow Leopard. Baráttumaðurinn og umhverfisverndarsinninn er á áttugasta og fyrsta aldursári. Sagan er steypt úr þremur skáldsögum sem gerast í Flórída-fenjunum í Shadow County og lýsir hnignun á plantekru frá borgarastyrjöldinni til kreppuáranna í fjölskylduhögum, atvinnu- og umhverfismálum. Það tók hann sex ár að umskrifa verkið, stytta það og breyta og loks að skrifa það að nýju. Önnur verk sem voru tilnefnd voru Home eftir Marilynne Robinson, The Lazarus Project eftir Aleksandar Hemon, The End eftir Salvatore Scibona, Telex from Cuba eftir Rachel Kushner. Vinningsverkið í almennum flokki var The Hemingses of Monticello sem er líka fjölskyldusaga sem rekur örlög afkomenda Sally Hemings sem var ambátt á heimili Thomasar Jefferson. Höfundur hennar er Annette Gordon-Reed, lagaprófessor við New York Law School og prófessor í sögu við Rutgers-háskólann. Þetta er önnur bók hennar um efnið; hún kannaði samband þeirra Jeffersons og Hemings í verkinu Thomas Jefferson and Sally Hemings: An American Controversy. Barnabókaverðlaunin vann Judy Blundell, sem skrifar undir nafninu Jude Watson. Saga hennar heitir What I Saw and How I Lied, sem lýsir ungri konu sem rýfur blekkingavef þegar faðir hennar kemur heim með ókunnan mann frá vígvöllum seinna stríðs. Ljóðabók ársins er safn úr fyrri ljóðabókum Marks Doty, Fire to Fire, Each winner of the awards founded in 1950 and sponsored by the non-profit National Book Foundation gets $10,000. Verðlaunin voru sett á stofn 1950 og fylgir hverri viðurkenningu peningaupphæð sem nú eru tíu þúsund dalir. Verðlaunaafhendingin var tilfinningaþrungin því margir ræðumenn lýstu von sinni um breytta tíma undir nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna. Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Peter Matthiessen, rithöfundur og stofnandi Paris Review, hlaut á miðvikudag National Book Award fyrir skáldsögu sína Wednesday night for Shadow Country sem er endurritun á verki hans frá áttunda áratugnum. Hann hefur áður fengið þessi verðlaun fyrir eitt sitt frægasta verk, The Snow Leopard. Baráttumaðurinn og umhverfisverndarsinninn er á áttugasta og fyrsta aldursári. Sagan er steypt úr þremur skáldsögum sem gerast í Flórída-fenjunum í Shadow County og lýsir hnignun á plantekru frá borgarastyrjöldinni til kreppuáranna í fjölskylduhögum, atvinnu- og umhverfismálum. Það tók hann sex ár að umskrifa verkið, stytta það og breyta og loks að skrifa það að nýju. Önnur verk sem voru tilnefnd voru Home eftir Marilynne Robinson, The Lazarus Project eftir Aleksandar Hemon, The End eftir Salvatore Scibona, Telex from Cuba eftir Rachel Kushner. Vinningsverkið í almennum flokki var The Hemingses of Monticello sem er líka fjölskyldusaga sem rekur örlög afkomenda Sally Hemings sem var ambátt á heimili Thomasar Jefferson. Höfundur hennar er Annette Gordon-Reed, lagaprófessor við New York Law School og prófessor í sögu við Rutgers-háskólann. Þetta er önnur bók hennar um efnið; hún kannaði samband þeirra Jeffersons og Hemings í verkinu Thomas Jefferson and Sally Hemings: An American Controversy. Barnabókaverðlaunin vann Judy Blundell, sem skrifar undir nafninu Jude Watson. Saga hennar heitir What I Saw and How I Lied, sem lýsir ungri konu sem rýfur blekkingavef þegar faðir hennar kemur heim með ókunnan mann frá vígvöllum seinna stríðs. Ljóðabók ársins er safn úr fyrri ljóðabókum Marks Doty, Fire to Fire, Each winner of the awards founded in 1950 and sponsored by the non-profit National Book Foundation gets $10,000. Verðlaunin voru sett á stofn 1950 og fylgir hverri viðurkenningu peningaupphæð sem nú eru tíu þúsund dalir. Verðlaunaafhendingin var tilfinningaþrungin því margir ræðumenn lýstu von sinni um breytta tíma undir nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira