Miðnæturbörn á tjaldið 9. nóvember 2008 04:00 Salman Rushdie vinnur kvikmyndahandrit upp úr skáldsögunni Miðnæturbörn. Þær fregnir berast erlendis frá að skáldsaga Salmans Rushdie, Miðnæturbörn, sem upphaflega kom út árið 1981, verði fljótlega kvikmynduð. Þetta þykir heyra til nokkurra tíðinda, enda hefur bókin fram að þessu ekki beint þótt henta kvikmyndamiðlinum, enda tekur hún yfir langan tíma og stórt persónugallerí. Leikstjóri myndarinnar verður Deepa Metha, en hún er einna þekktust fyrir Elements-þríleik sinn sem kafar undir yfirborð ýmissa viðkvæmra málefna sem hrjá indverskt samfélag. Metha og Rushdie hyggjast sameinast um að vinna handrit upp úr skáldsögunni, enda slíkt verkefni varla við hæfi einnar manneskju. Þau gera svo ráð fyrir að hefja tökur á myndinni árið 2010. Miðnæturbörn var fremur nýlega í fréttum vegna annars máls. Hún varð í sumar fyrir valinu sem besta Booker-verðlaunabók allra tíma, en valið fór fram í tilefni af 40 ára afmæli verðlaunanna. Það þótti því ekki síður fréttnæmt þegar nokkrum mánuðum síðar var tilkynnt um að nýjasta skáldsaga Rushdies, Enchantress of Florence, þótti ekki nægilega góð til þess að hljóta tilnefningu til þessarra sömu verðlauna nú í ár. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þær fregnir berast erlendis frá að skáldsaga Salmans Rushdie, Miðnæturbörn, sem upphaflega kom út árið 1981, verði fljótlega kvikmynduð. Þetta þykir heyra til nokkurra tíðinda, enda hefur bókin fram að þessu ekki beint þótt henta kvikmyndamiðlinum, enda tekur hún yfir langan tíma og stórt persónugallerí. Leikstjóri myndarinnar verður Deepa Metha, en hún er einna þekktust fyrir Elements-þríleik sinn sem kafar undir yfirborð ýmissa viðkvæmra málefna sem hrjá indverskt samfélag. Metha og Rushdie hyggjast sameinast um að vinna handrit upp úr skáldsögunni, enda slíkt verkefni varla við hæfi einnar manneskju. Þau gera svo ráð fyrir að hefja tökur á myndinni árið 2010. Miðnæturbörn var fremur nýlega í fréttum vegna annars máls. Hún varð í sumar fyrir valinu sem besta Booker-verðlaunabók allra tíma, en valið fór fram í tilefni af 40 ára afmæli verðlaunanna. Það þótti því ekki síður fréttnæmt þegar nokkrum mánuðum síðar var tilkynnt um að nýjasta skáldsaga Rushdies, Enchantress of Florence, þótti ekki nægilega góð til þess að hljóta tilnefningu til þessarra sömu verðlauna nú í ár.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein