Ólympíuandi Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 14. ágúst 2008 06:00 Ólympíuleikar í núverandi mynd eru ekki bara stefnulausir og tilgangslausir, heldur einnig þrautleiðinlegir áhorfs. Ef við teljum saman greinar þar sem fólk er annaðhvort að synda eða skokka eftir fyrirfram ákveðnum brautum erum við fljót að fara yfir 60. Sextíu greinar sem snúast eingöngu um hver er fljótastur á láði eða legi, þar sem eina breytan er yfirleitt vegalengd. Þetta er auðvitað út í hött. Ef við ættum að bera þetta saman við aðrar íþróttir væri þetta keimlíkt því að fótboltamóti væri skipt í nokkra tugi greina eftir tímalengd. Þannig væru veitt gullverðlaun fyrir bestu frammistöðu í 10 mínútna knattspyrnuleik, önnur gullverðlaun fyrir 15 mínútna leik og svo framvegis. Vitaskuld í kvenna- og karlaútgáfum og endurtekið á mismunandi stórum völlum. Það kæmi svo stórkostlega á óvart ef eitthvað af þessum fjölmörgu gullverðlaunum féllu einu og sama liðinu í skaut. Ekki að ég ætli að gera lítið úr sundafrekum Michael Phelps. Greinarnar á leikunum geta heldur aldrei verið öllum að skapi. Einhverjum finnst of mikil áhersla á sund og of lítil á simbabveska kjúklingaglímu - og öfugt. Það verður aldrei fullkomin sátt um greinarnar á leikunum, einungis viðleitni sem leiðir af sér fleiri sundgreinar. Ég legg því til algjörlega nýja leið sem felst í því að finna upp frumlegar greinar sem bara er keppt í á Ólympíuleikum. Það er algjör óþarfi að keppa í sömu hlutunum á Ólympíuleikum og keppt er í á sjálfstæðum heimsmeistaramótum þess á milli. Tilgangslaust. Miklu nær væri að hvert land sendi lið til að taka þátt í frumlegum óvissugreinum sem reyna á almenna hreysti og íþróttamennsku. Greinarnar gætu tengst sögu og menningu gestgjafaborgarinnar. Þannig hefðu Ólympíuleikarnir í Peking e.t.v. boðið upp á flúðasiglingu þar sem skotið er á uppblásna pandabirni á leiðinni, boðhlaup með postulínsvasa eða kafsund gegnum hrísgrjónaakur. Ég myndi jafnvel íhuga að vakna um miðja nótt til að horfa á útsendingu frá slíkum leikum. En eins og staðan er núna sef ég með góðri samvisku af mér allt sem gerist milli opnunar- og lokunarhátíðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Ólympíuleikar í núverandi mynd eru ekki bara stefnulausir og tilgangslausir, heldur einnig þrautleiðinlegir áhorfs. Ef við teljum saman greinar þar sem fólk er annaðhvort að synda eða skokka eftir fyrirfram ákveðnum brautum erum við fljót að fara yfir 60. Sextíu greinar sem snúast eingöngu um hver er fljótastur á láði eða legi, þar sem eina breytan er yfirleitt vegalengd. Þetta er auðvitað út í hött. Ef við ættum að bera þetta saman við aðrar íþróttir væri þetta keimlíkt því að fótboltamóti væri skipt í nokkra tugi greina eftir tímalengd. Þannig væru veitt gullverðlaun fyrir bestu frammistöðu í 10 mínútna knattspyrnuleik, önnur gullverðlaun fyrir 15 mínútna leik og svo framvegis. Vitaskuld í kvenna- og karlaútgáfum og endurtekið á mismunandi stórum völlum. Það kæmi svo stórkostlega á óvart ef eitthvað af þessum fjölmörgu gullverðlaunum féllu einu og sama liðinu í skaut. Ekki að ég ætli að gera lítið úr sundafrekum Michael Phelps. Greinarnar á leikunum geta heldur aldrei verið öllum að skapi. Einhverjum finnst of mikil áhersla á sund og of lítil á simbabveska kjúklingaglímu - og öfugt. Það verður aldrei fullkomin sátt um greinarnar á leikunum, einungis viðleitni sem leiðir af sér fleiri sundgreinar. Ég legg því til algjörlega nýja leið sem felst í því að finna upp frumlegar greinar sem bara er keppt í á Ólympíuleikum. Það er algjör óþarfi að keppa í sömu hlutunum á Ólympíuleikum og keppt er í á sjálfstæðum heimsmeistaramótum þess á milli. Tilgangslaust. Miklu nær væri að hvert land sendi lið til að taka þátt í frumlegum óvissugreinum sem reyna á almenna hreysti og íþróttamennsku. Greinarnar gætu tengst sögu og menningu gestgjafaborgarinnar. Þannig hefðu Ólympíuleikarnir í Peking e.t.v. boðið upp á flúðasiglingu þar sem skotið er á uppblásna pandabirni á leiðinni, boðhlaup með postulínsvasa eða kafsund gegnum hrísgrjónaakur. Ég myndi jafnvel íhuga að vakna um miðja nótt til að horfa á útsendingu frá slíkum leikum. En eins og staðan er núna sef ég með góðri samvisku af mér allt sem gerist milli opnunar- og lokunarhátíðanna.