Einar Áskell stígur fram 29. ágúst 2008 06:00 Einar Áskell birtist í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn. Það eru rétt tuttugu ár síðan Einar Áskell birtist fyrst á íslensku leiksviði og naut þegar mikillar hylli yngstu kynslóðarinnar sem hafði alist upp með þessum sænska velferðardreng. Nú birtist hann enn á sviðinu og að þessu sinni í útgáfu brúðumeistarans Bernd Ogrodnik. Á laugardag frumsýnir Þjóðleikhúsið, í samvinnu við Fígúru - leikhús Bernds Ogrodniks, brúðuleiksýninguna Klókur ertu, Einar Áskell. Gestaleikur þessi er verk brúðugerðarmannsins Bernds Ogrodniks sem byggir á sögum Gunillu Bergström um þennan uppátækjasama snáða. Sýnt verður í Kúlunni, barnasviði Þjóðleikhússins á Lindargötu 7, og hefst sýningin kl. 15. Einar Áskell hefur verið aufúsugestur á íslenskum heimilum hátt í fjóra áratugi. Bækurnar um hann hafa komið út reglulega og sumar í fleiri en einni prentun. Þær yngstu af hálfu Gunillu taka á brýnum umhugsunar- og þroskaefnum barna, síðast skelfilegri fortíð nýbúa. Ogrodnik sækir í sögu af Einari þar sem hann fær að leika við föður sinn og kemst í verkfærakassann hans. Brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik hefur sett upp sýningar víða um heim en auk þess að semja og sýna brúðusýningar þá býr hann til brúður, gerir leikmynd og semur og flytur tónlist. Bernd hefur gert brúður af ýmsu tagi, bæði fyrir leikhús og kvikmyndir. Hér í Þjóðleikhúsinu hefur hann meðal annars sett upp sýningarnar Pétur og úlfinn og Umbreytingu - ljóð á hreyfingu. Rithöfundurinn Gunilla Bergström hafði samband við Bernd og hafði áhuga á að vinna með honum að skemmtilegu verkefni tengdu Einari Áskeli. Afraksturinn er sýningin Klókur ertu, Einar Áskell en sýningin er byggð á bókunum Svei-attan, Einar Áskell og Góða nótt, Einar Áskell. Bernd hannar og stýrir brúðum í sýningunni auk þess að gera leikmynd hennar, leikstjóri er Kristján Ingimarsson en búninga hannar Helga Björt Möller. Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það eru rétt tuttugu ár síðan Einar Áskell birtist fyrst á íslensku leiksviði og naut þegar mikillar hylli yngstu kynslóðarinnar sem hafði alist upp með þessum sænska velferðardreng. Nú birtist hann enn á sviðinu og að þessu sinni í útgáfu brúðumeistarans Bernd Ogrodnik. Á laugardag frumsýnir Þjóðleikhúsið, í samvinnu við Fígúru - leikhús Bernds Ogrodniks, brúðuleiksýninguna Klókur ertu, Einar Áskell. Gestaleikur þessi er verk brúðugerðarmannsins Bernds Ogrodniks sem byggir á sögum Gunillu Bergström um þennan uppátækjasama snáða. Sýnt verður í Kúlunni, barnasviði Þjóðleikhússins á Lindargötu 7, og hefst sýningin kl. 15. Einar Áskell hefur verið aufúsugestur á íslenskum heimilum hátt í fjóra áratugi. Bækurnar um hann hafa komið út reglulega og sumar í fleiri en einni prentun. Þær yngstu af hálfu Gunillu taka á brýnum umhugsunar- og þroskaefnum barna, síðast skelfilegri fortíð nýbúa. Ogrodnik sækir í sögu af Einari þar sem hann fær að leika við föður sinn og kemst í verkfærakassann hans. Brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik hefur sett upp sýningar víða um heim en auk þess að semja og sýna brúðusýningar þá býr hann til brúður, gerir leikmynd og semur og flytur tónlist. Bernd hefur gert brúður af ýmsu tagi, bæði fyrir leikhús og kvikmyndir. Hér í Þjóðleikhúsinu hefur hann meðal annars sett upp sýningarnar Pétur og úlfinn og Umbreytingu - ljóð á hreyfingu. Rithöfundurinn Gunilla Bergström hafði samband við Bernd og hafði áhuga á að vinna með honum að skemmtilegu verkefni tengdu Einari Áskeli. Afraksturinn er sýningin Klókur ertu, Einar Áskell en sýningin er byggð á bókunum Svei-attan, Einar Áskell og Góða nótt, Einar Áskell. Bernd hannar og stýrir brúðum í sýningunni auk þess að gera leikmynd hennar, leikstjóri er Kristján Ingimarsson en búninga hannar Helga Björt Möller.
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira