Fjórum dönsum betur 18. október 2008 05:30 Úr verki Gunnlaugs Egilssonar, Djöflafúgunni, sem þau Aðalheiður Halldórsdóttir og Steve Lorens fluttu á sviði og í skuggamyndum á tjaldi eftir Sverri Kristjánsson.Mynd: Íd/ Golli Sýning Íslenska dansflokksins á fimmtudagskvöld á fjórum nýjum dúettum - tvídönsum - er um flest markverður vitnisburður um stöðu dansins hér. Innan dansflokksins eru flinkir dansarar, konurnar sterkari en karlarnir, efni flokksins til að gera sýningar sæmilega úr garði felast fyrst og fremst í tíma til æfinga og vinnu. Hann hefur takmörkuð fjárráð til að skapa sýningum fjölbreytileika í útliti. Það er stundum talað um að flokkurinn hafi skýran stíl sem er ofmat. Þrátt fyrir að yfir honum hafi verið sama listræna forystan um langt skeið, bregður jafnan fyrir nýjum brögðum þegar nýir höfundar koma flokknum til liðveislu. Dansarnir fjórir sem sýndir voru á fimmtudag féllu í tvö horn, einkum fyrir misskýra sýn höfunda á efniviðinn. Fyrstur var dans Gunnlaugs Egilssonar og hafði á sér skýran og einfaldan stíl. Hann var unninn af þéttri tilfinningu fyrir stígandi, útsjónarsemi í átökum danspars á gólfi og skuggaleiks á tjaldi, snjallri en einfaldri hugmynd sem varð að æ þéttara neti höfundarins um efniviðinn - klár sýn unnin af ökonómíu - fumlaus tök og fullkomlega fagmannleg með styrkri byggingu sem slúttaði með glæsibrag. Verulega gleðileg aðkoma Gunnlaugs Egilssonar sem höfundar og Aðalheiður og Steve Lorens voru óaðfinnanleg í flutningnum. Framlag Peter Anderson var brogaðra: hann hefur sýnt það í dönsum sínum að hann vill brjóta form, rjúfa hefðir og hér byggðist það á nánast skopstælingu sem var rofin úr sal með aðkomu Katrínar Johnson sem truflaði Hjördísi Lilju og fékk sér til hjálpar Björn Inga og Unni Birnu Björnsdóttur fiðluleikara. Þetta var kyndugt spaug en heldur rislítill dans - fókusinn var á öðru. En í dagskránni var þetta ágætis uppbrot og léttir og þjónaði vel þeim tilgangi. Óljóst erindi var einkenni á dansi Sveinbjargar Þórhallsdóttur eins og oft áður. Íd á að vinna meira með dramatúrga sem liðsinni höfundum sem hafa tæknilega getu til danssmíða en veika tilfinningu fyrir uppbyggingu. Það örlaði víða í túlkun Lovísu Óskar á harmi sem manni virtist að gæti verið áhrifaríkt efnissvið í hugleiðingu um skekkju í sambandi milli fólks. Ekki sannfærandi verk en það er alltaf gaman að sjá Cameron á sviði. Síðastur var dans milli þeirra Emilíu Benediktu og Hannesar Þórs eftir Láru Stefánsdóttur sem með fulltingi Filippíu Elísdóttur, hönnuðar sviðsmyndar og búninga, varð að eftirminnilegu atriði. Loksins varð rýmið dramatískt umhverfi með sáraeinföldum brögðum: dufti á gólfi sem teiknaði nýtt svið, fáeinum glanskúlum, einni rólu og búningi Emilíu. Sagan var ljós, dansinn studdi sig loks við umhverfi, myndsýn sem var úr annarri átt en þau minimalísku leiðindi sem fátækt flokksins hefur jafnan í för með sér. Hér var öllu stillt innarlega á sviðinu svo myndin varð heil, kompósisjónin naut sín sem heild í fallega tjásaðri endurminningu. Þannig komu upphafs- og endaatriðið skemmtilega á óvart. Í báðum var heildin, myndin það sem réði úrslitum og gerði gæfumuninn. Næstu sýningar á þessum fjórum dönsum verða 24., 25., og 26. október. Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira
Sýning Íslenska dansflokksins á fimmtudagskvöld á fjórum nýjum dúettum - tvídönsum - er um flest markverður vitnisburður um stöðu dansins hér. Innan dansflokksins eru flinkir dansarar, konurnar sterkari en karlarnir, efni flokksins til að gera sýningar sæmilega úr garði felast fyrst og fremst í tíma til æfinga og vinnu. Hann hefur takmörkuð fjárráð til að skapa sýningum fjölbreytileika í útliti. Það er stundum talað um að flokkurinn hafi skýran stíl sem er ofmat. Þrátt fyrir að yfir honum hafi verið sama listræna forystan um langt skeið, bregður jafnan fyrir nýjum brögðum þegar nýir höfundar koma flokknum til liðveislu. Dansarnir fjórir sem sýndir voru á fimmtudag féllu í tvö horn, einkum fyrir misskýra sýn höfunda á efniviðinn. Fyrstur var dans Gunnlaugs Egilssonar og hafði á sér skýran og einfaldan stíl. Hann var unninn af þéttri tilfinningu fyrir stígandi, útsjónarsemi í átökum danspars á gólfi og skuggaleiks á tjaldi, snjallri en einfaldri hugmynd sem varð að æ þéttara neti höfundarins um efniviðinn - klár sýn unnin af ökonómíu - fumlaus tök og fullkomlega fagmannleg með styrkri byggingu sem slúttaði með glæsibrag. Verulega gleðileg aðkoma Gunnlaugs Egilssonar sem höfundar og Aðalheiður og Steve Lorens voru óaðfinnanleg í flutningnum. Framlag Peter Anderson var brogaðra: hann hefur sýnt það í dönsum sínum að hann vill brjóta form, rjúfa hefðir og hér byggðist það á nánast skopstælingu sem var rofin úr sal með aðkomu Katrínar Johnson sem truflaði Hjördísi Lilju og fékk sér til hjálpar Björn Inga og Unni Birnu Björnsdóttur fiðluleikara. Þetta var kyndugt spaug en heldur rislítill dans - fókusinn var á öðru. En í dagskránni var þetta ágætis uppbrot og léttir og þjónaði vel þeim tilgangi. Óljóst erindi var einkenni á dansi Sveinbjargar Þórhallsdóttur eins og oft áður. Íd á að vinna meira með dramatúrga sem liðsinni höfundum sem hafa tæknilega getu til danssmíða en veika tilfinningu fyrir uppbyggingu. Það örlaði víða í túlkun Lovísu Óskar á harmi sem manni virtist að gæti verið áhrifaríkt efnissvið í hugleiðingu um skekkju í sambandi milli fólks. Ekki sannfærandi verk en það er alltaf gaman að sjá Cameron á sviði. Síðastur var dans milli þeirra Emilíu Benediktu og Hannesar Þórs eftir Láru Stefánsdóttur sem með fulltingi Filippíu Elísdóttur, hönnuðar sviðsmyndar og búninga, varð að eftirminnilegu atriði. Loksins varð rýmið dramatískt umhverfi með sáraeinföldum brögðum: dufti á gólfi sem teiknaði nýtt svið, fáeinum glanskúlum, einni rólu og búningi Emilíu. Sagan var ljós, dansinn studdi sig loks við umhverfi, myndsýn sem var úr annarri átt en þau minimalísku leiðindi sem fátækt flokksins hefur jafnan í för með sér. Hér var öllu stillt innarlega á sviðinu svo myndin varð heil, kompósisjónin naut sín sem heild í fallega tjásaðri endurminningu. Þannig komu upphafs- og endaatriðið skemmtilega á óvart. Í báðum var heildin, myndin það sem réði úrslitum og gerði gæfumuninn. Næstu sýningar á þessum fjórum dönsum verða 24., 25., og 26. október. Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira