Seldi myndlistarsýningu í heilu lagi til Danmerkur 17. desember 2008 04:00 Seldi heila sýningu til Danmerkur og fagnar því að verkin fái að fylgjast að.fréttablaðið/vilhelm „Þetta er voðalega gaman. Myndirnar fjalla meðal annars um stríð, svik og sorg," segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarmaður sem nýverið seldi heila myndlistarsýningu til Danmerkur. Kristín Ragna hélt í september sýningu í Þjóðminjasafninu á myndverkum sem eru í bókinni Örlögum guðanna sem er eftir Kristínu við texta Ingunnar Ásdísardóttur. Daninn Ib Hessov rambaði þar inn, hreifst svo mjög af myndunum að heim kominn setti hann sig í samband við Kristínu. Kom þá á daginn að hann er innkaupastjóri fyrir virt listaverkasafn í eigu spítala í Árósum - Kunstudvalget v/ Århus Sygehus. Safnið einbeitir sér að nútímalist og er virt í sinni sveit. Hann hafði engar vöflur á og keypti alla sýninguna. „Já, þetta var sölusýning," segir Krisín Ragna sem fagnar því að myndirnar fái að fylgjast að. Um er að ræða 21 mynd af um 60 myndum sem prýða bókina Örlög guðanna sem hlaut á dögunum tilnefningu til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. Kristín sérvaldi myndirnar á sýninguna þannig að þær mynda eina heild. „Ég eyddi miklum tíma í að velja myndirnar saman og texti Ingunnar, sem nú er verið að þýða yfir á dönsku, lýsir stemningum þeirra. Þær byggja á sögum úr norrænni goðafræði, fjalla um sköpunina, þegar svo heimurinn hefur tortímst og vonin vaknar á ný." Myndirnar, sem hver um sig er 63x39 og leggja því undir sig góðan vegg saman, hafa verið sendar til Danmerkur og er verið að taka þær upp þar. Kristín segir að gaman væri að fara út til að vera við opnunina en veit ekki hvað verður í kreppunni. Hún svarar ábendingu blaðamanns um að ekki ætti að vera mikið mál fyrir danskinn að standa undir kostnaði vegna þess í ljósi gengismála hlær Kristín og segir: „Já, við erum víst á útsölu." Og ekki er hægt að segja að þessi gullfallegu myndverk hafi verið dýr en Kristín verðlagði þær hverja um sig á 24 þúsund krónur. „Með það fyrir augum að fólk gæti eignast myndirnar," segir hún. En þetta þýðir að Ib Hessov hefur greitt fyrir verkin rúma hálfa milljón. En líklega leggst einhver kostnaður þar á.jakob@frettabladid.is Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er voðalega gaman. Myndirnar fjalla meðal annars um stríð, svik og sorg," segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarmaður sem nýverið seldi heila myndlistarsýningu til Danmerkur. Kristín Ragna hélt í september sýningu í Þjóðminjasafninu á myndverkum sem eru í bókinni Örlögum guðanna sem er eftir Kristínu við texta Ingunnar Ásdísardóttur. Daninn Ib Hessov rambaði þar inn, hreifst svo mjög af myndunum að heim kominn setti hann sig í samband við Kristínu. Kom þá á daginn að hann er innkaupastjóri fyrir virt listaverkasafn í eigu spítala í Árósum - Kunstudvalget v/ Århus Sygehus. Safnið einbeitir sér að nútímalist og er virt í sinni sveit. Hann hafði engar vöflur á og keypti alla sýninguna. „Já, þetta var sölusýning," segir Krisín Ragna sem fagnar því að myndirnar fái að fylgjast að. Um er að ræða 21 mynd af um 60 myndum sem prýða bókina Örlög guðanna sem hlaut á dögunum tilnefningu til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. Kristín sérvaldi myndirnar á sýninguna þannig að þær mynda eina heild. „Ég eyddi miklum tíma í að velja myndirnar saman og texti Ingunnar, sem nú er verið að þýða yfir á dönsku, lýsir stemningum þeirra. Þær byggja á sögum úr norrænni goðafræði, fjalla um sköpunina, þegar svo heimurinn hefur tortímst og vonin vaknar á ný." Myndirnar, sem hver um sig er 63x39 og leggja því undir sig góðan vegg saman, hafa verið sendar til Danmerkur og er verið að taka þær upp þar. Kristín segir að gaman væri að fara út til að vera við opnunina en veit ekki hvað verður í kreppunni. Hún svarar ábendingu blaðamanns um að ekki ætti að vera mikið mál fyrir danskinn að standa undir kostnaði vegna þess í ljósi gengismála hlær Kristín og segir: „Já, við erum víst á útsölu." Og ekki er hægt að segja að þessi gullfallegu myndverk hafi verið dýr en Kristín verðlagði þær hverja um sig á 24 þúsund krónur. „Með það fyrir augum að fólk gæti eignast myndirnar," segir hún. En þetta þýðir að Ib Hessov hefur greitt fyrir verkin rúma hálfa milljón. En líklega leggst einhver kostnaður þar á.jakob@frettabladid.is
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira