Einn með íslenskri náttúru 29. ágúst 2008 05:15 Stefan sækir í einveruna. Mynd/Erdmann Stefan Erdmann er ástfanginn af Íslandi. Svo ástfanginn að hann hefur helgað sig landinu og kvikmynd um það seinustu ár. Myndin heitir Island 63°66° og er sýnd á Shorts and Docs. „Ég hætti aldrei að elska Ísland. Ég kom til landsins árið 2001 og kolféll fyrir því. Þá ákvað ég að gera mynd um Ísland, en ekki mynd eins og allar hinar, þar sem farið er Gullna hringinn og á aðra ferðamannastaði. Ég vildi sýna fólki hvernig mér líður þegar ég er hérna og hvernig ég ferðast um landið. Þetta er mjög persónuleg mynd," segir Stefan. „Ég hef eytt mörgum árum í að mynda hvern stað fyrir sig, nákvæmlega eins og mér finnst hann eigi að vera. Sumir staðir eru leiðinlegir ef veðrið er ekki skýjað, eða engin þoka er yfir svæðinu." Hann segir viðbrögð Íslendinga skipta sig miklu. „Ómar Ragnarsson kom til mín eftir sýningu og sagði að sér fyndist virkilega mikið til myndarinnar koma. Þegar Ómar hrósar manni, þá veit maður að maður hefur staðið sig vel. Þegar ég sýndi hana í Þýskalandi kom fólk til mín grátandi og þakkaði mér fyrir." Island 63°66° er fyrsta mynd Stefans. Hann sér um alla þætti myndarinnar sjálfur, en tónlistarkonan Isgaard sér um hluta tónlistarinnar. Hann býr í Þýskalandi. Af hverju flyst hann ekki til landsins? „Það er góð spurning. Markmið mitt er að selja nóg af DVD-diskum með myndinni og kaupa svo hús á Vestfjörðum. Þar er Ísland, vindurinn, fuglarnir, hrá náttúran og ekkert fólk. Ég vil vera í einmanaleikanum," segir Stefan með glampa ástfangins manns í augunum. Myndina má nálgast í bókabúðum. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Stefan Erdmann er ástfanginn af Íslandi. Svo ástfanginn að hann hefur helgað sig landinu og kvikmynd um það seinustu ár. Myndin heitir Island 63°66° og er sýnd á Shorts and Docs. „Ég hætti aldrei að elska Ísland. Ég kom til landsins árið 2001 og kolféll fyrir því. Þá ákvað ég að gera mynd um Ísland, en ekki mynd eins og allar hinar, þar sem farið er Gullna hringinn og á aðra ferðamannastaði. Ég vildi sýna fólki hvernig mér líður þegar ég er hérna og hvernig ég ferðast um landið. Þetta er mjög persónuleg mynd," segir Stefan. „Ég hef eytt mörgum árum í að mynda hvern stað fyrir sig, nákvæmlega eins og mér finnst hann eigi að vera. Sumir staðir eru leiðinlegir ef veðrið er ekki skýjað, eða engin þoka er yfir svæðinu." Hann segir viðbrögð Íslendinga skipta sig miklu. „Ómar Ragnarsson kom til mín eftir sýningu og sagði að sér fyndist virkilega mikið til myndarinnar koma. Þegar Ómar hrósar manni, þá veit maður að maður hefur staðið sig vel. Þegar ég sýndi hana í Þýskalandi kom fólk til mín grátandi og þakkaði mér fyrir." Island 63°66° er fyrsta mynd Stefans. Hann sér um alla þætti myndarinnar sjálfur, en tónlistarkonan Isgaard sér um hluta tónlistarinnar. Hann býr í Þýskalandi. Af hverju flyst hann ekki til landsins? „Það er góð spurning. Markmið mitt er að selja nóg af DVD-diskum með myndinni og kaupa svo hús á Vestfjörðum. Þar er Ísland, vindurinn, fuglarnir, hrá náttúran og ekkert fólk. Ég vil vera í einmanaleikanum," segir Stefan með glampa ástfangins manns í augunum. Myndina má nálgast í bókabúðum.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein