Merzedes Club var pönk 15. desember 2008 07:00 Ceres 4 fékk borgað stórfé fyrir að segja hó hó og hardcore. Ljóðabók Ceres 4 er hugsjónaútgáfa sem fæst bara í betri Bónusbúðum. MYND/fréttablaðið/arnþór Listamaðurinn Ceres 4 (Hlynur Áskelsson) hefur komið víða við. Pönkað á plötum og hnyklað vöðvana í Merzedes Club. Hann hóf listaferilinn á ljóðaplötunni Kaldastríðsljóðin árið 2000 og hefur nú gefið þau ljóð út á glæsilegri bók, sem Þorvaldur Jónsson og Davíð Hólm myndskreyta. „Þetta eru hörð, köld og kynþokkafull ljóð," segir Ceres 4. „Kaldastríðið var þungavigtartímabil í uppeldi okkar sem ólumst upp í því. Ljóðin skýra sig sjálf og ættu að vera hjartnæm upprifjun fyrir þá sem upplifðu tímabilið. Fyrir hina eru ljóðin sagnfræðileg heimild." Höfundur segir gamla ljóðadiskinn orðinn „költ" og bókina sigla hraðbyri í sama „költ-status". „Upplagið er lítið og það verða bara þeir heppnu sem ná sér í eintak. Bókin verður bara til í betri Bónus-búðum. Hún er seld á kostnaðarverði svo ég græði ekkert á henni. Þeir einu sem græða eru Bónus sem fær smásöluálagninguna og ríkissjóður sem fær vaskinn. Þetta er hugsjónaútgáfa." Ceres 4 segir ekki lokum fyrir það skotið að bankahrunið verði tekið fyrir í næstu ljóðabók. „Hver veit? Það þarf þó einhver tími að líða svo maður fái yfirsýn til að greina kjarnann frá hisminu. Síðustu misseri og komandi ár eru efni í rosalega eldfim listaverk. Þetta eru skemmtilegir tímar þótt fólk kvarti núna. Það verður gaman að líta til baka og sjá hvað stendur eftir þegar púðurrykið hefur sest." Ceresi finnst þetta viðtal gríðarlega djúpt miðað við viðtölin sem hann fór í vegna Merzedes Club. „Þá var bara talað um brúnkukrem. Þetta er samt búið að vera frábært ár með Merzedes Club. Það er mesta pönkið sem ég hef gert. Pönk snýst um að hía á kerfið og koma aftan að því. Ég, smurður og ber að ofan, að segja „hó hó" og „hardcore" og fá borgað stórfé fyrir það frá fyrirtækjum sem eru ekki einu sinni til ennþá, mörg hver, var algjört pönk." En er Merzedes Club-fyrirbærið dautt? „Nei, enda deyja hljómsveitir aldrei, leggjast bara í híði. Ég heyrði í umbanum um daginn og þá var verið að setja inn nýjar raddir við einhver lög. Ég sit bara við símann og ef það verður hringt þá spreyjar maður sig með brúnkuspreyinu. Hvað gerir maður ekki fyrir peninginn á þessum síðustu og verstu?" drgunni@frettabladid.is Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Listamaðurinn Ceres 4 (Hlynur Áskelsson) hefur komið víða við. Pönkað á plötum og hnyklað vöðvana í Merzedes Club. Hann hóf listaferilinn á ljóðaplötunni Kaldastríðsljóðin árið 2000 og hefur nú gefið þau ljóð út á glæsilegri bók, sem Þorvaldur Jónsson og Davíð Hólm myndskreyta. „Þetta eru hörð, köld og kynþokkafull ljóð," segir Ceres 4. „Kaldastríðið var þungavigtartímabil í uppeldi okkar sem ólumst upp í því. Ljóðin skýra sig sjálf og ættu að vera hjartnæm upprifjun fyrir þá sem upplifðu tímabilið. Fyrir hina eru ljóðin sagnfræðileg heimild." Höfundur segir gamla ljóðadiskinn orðinn „költ" og bókina sigla hraðbyri í sama „költ-status". „Upplagið er lítið og það verða bara þeir heppnu sem ná sér í eintak. Bókin verður bara til í betri Bónus-búðum. Hún er seld á kostnaðarverði svo ég græði ekkert á henni. Þeir einu sem græða eru Bónus sem fær smásöluálagninguna og ríkissjóður sem fær vaskinn. Þetta er hugsjónaútgáfa." Ceres 4 segir ekki lokum fyrir það skotið að bankahrunið verði tekið fyrir í næstu ljóðabók. „Hver veit? Það þarf þó einhver tími að líða svo maður fái yfirsýn til að greina kjarnann frá hisminu. Síðustu misseri og komandi ár eru efni í rosalega eldfim listaverk. Þetta eru skemmtilegir tímar þótt fólk kvarti núna. Það verður gaman að líta til baka og sjá hvað stendur eftir þegar púðurrykið hefur sest." Ceresi finnst þetta viðtal gríðarlega djúpt miðað við viðtölin sem hann fór í vegna Merzedes Club. „Þá var bara talað um brúnkukrem. Þetta er samt búið að vera frábært ár með Merzedes Club. Það er mesta pönkið sem ég hef gert. Pönk snýst um að hía á kerfið og koma aftan að því. Ég, smurður og ber að ofan, að segja „hó hó" og „hardcore" og fá borgað stórfé fyrir það frá fyrirtækjum sem eru ekki einu sinni til ennþá, mörg hver, var algjört pönk." En er Merzedes Club-fyrirbærið dautt? „Nei, enda deyja hljómsveitir aldrei, leggjast bara í híði. Ég heyrði í umbanum um daginn og þá var verið að setja inn nýjar raddir við einhver lög. Ég sit bara við símann og ef það verður hringt þá spreyjar maður sig með brúnkuspreyinu. Hvað gerir maður ekki fyrir peninginn á þessum síðustu og verstu?" drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira