Kalmar meistari - Sundsvall féll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2008 15:59 Leikmenn Kalmar fagna marki. Nordic Photos / AFP Kalmar varð í dag sænskur meistari í knattspyrnu eftir að liðið gerði jafntefli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Íslendingaliðin GIF Sundsvall og Norrköping féllu úr úrvalsdeildinni. Kalmar gerði jafntefli við Halmstad í dag, 2-2. Þar með varð liðið einu stigi á undan Helga Val Daníelssyni og félögum í Elfsborg sem unnu sinn leik í dag. Það hefði þó engu breytt ef Kalmar hefði tapað þar sem liðið er með betra markahlutfall en Elfsborg. Elfsborg lagði Gefle á útivelli, 2-1, en Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði Elfsborg í dag eins og hann hefur langoftast gert allt tímabilið. Sundsvall tapaði í dag fyrir Malmö, 6-0, á útivelli og tókst þar með ekki að bjarga sér frá falli. Hefði Sundsvall unnið í dag hefði það dugað til að koma liðinu í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Sundsvall í dag. Sverrir Garðarsson sat á varamannabekk liðsins og Hannes Þ. Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum en báðir hafa þeir átt við meiðsli að stríða að undanförnu. IFK Gautaborg varð í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig, tíu stigum á eftir meisturunum. Liðið tapaði fyrir Helsingborg í dag, 2-1, sem jafnaði þar með Gautaborg að stigum en er með lakara markahlutfall. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar í dag en Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Né heldur Ólafur Ingi Skúlason hjá Helsingborg sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Norrköping var þegar fallið fyrir lokaumferðina í dag en liðið varð í neðsta sæti deildarinnar. Norrköping kvaddi þó úrvalsdeildina með 5-2 sigri á Hammarby. Gunnar Þór Gunnarsson, sem áður lék með Hammarby, kom inn á sem varamaður í hálfleik í liði Norrköping, og lagði upp eitt mark sinna manna. Þetta var ekki nema fjórði sigur Norrköping á tímabilinu. Djurgården, lið Sigurðar Jónssonar þjálfara, tapaði í dag fyrir Trelleborg, 3-1 á heimavelli, og lauk keppni í tólfta sæti deildarinnar. GAIS tapaði fyrir AIK í dag, 2-0. Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi GAIS sem varð í ellefta sæti deildarinnar. Örgryte og Häcken tryggðu sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum og þá mætir Ljungskile, sem varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, liði Brommapojkarna sem varð í þriðja sæti B-deildarinnar, í tveimur leikjum um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Kalmar varð í dag sænskur meistari í knattspyrnu eftir að liðið gerði jafntefli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Íslendingaliðin GIF Sundsvall og Norrköping féllu úr úrvalsdeildinni. Kalmar gerði jafntefli við Halmstad í dag, 2-2. Þar með varð liðið einu stigi á undan Helga Val Daníelssyni og félögum í Elfsborg sem unnu sinn leik í dag. Það hefði þó engu breytt ef Kalmar hefði tapað þar sem liðið er með betra markahlutfall en Elfsborg. Elfsborg lagði Gefle á útivelli, 2-1, en Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði Elfsborg í dag eins og hann hefur langoftast gert allt tímabilið. Sundsvall tapaði í dag fyrir Malmö, 6-0, á útivelli og tókst þar með ekki að bjarga sér frá falli. Hefði Sundsvall unnið í dag hefði það dugað til að koma liðinu í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Sundsvall í dag. Sverrir Garðarsson sat á varamannabekk liðsins og Hannes Þ. Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum en báðir hafa þeir átt við meiðsli að stríða að undanförnu. IFK Gautaborg varð í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig, tíu stigum á eftir meisturunum. Liðið tapaði fyrir Helsingborg í dag, 2-1, sem jafnaði þar með Gautaborg að stigum en er með lakara markahlutfall. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar í dag en Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Né heldur Ólafur Ingi Skúlason hjá Helsingborg sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Norrköping var þegar fallið fyrir lokaumferðina í dag en liðið varð í neðsta sæti deildarinnar. Norrköping kvaddi þó úrvalsdeildina með 5-2 sigri á Hammarby. Gunnar Þór Gunnarsson, sem áður lék með Hammarby, kom inn á sem varamaður í hálfleik í liði Norrköping, og lagði upp eitt mark sinna manna. Þetta var ekki nema fjórði sigur Norrköping á tímabilinu. Djurgården, lið Sigurðar Jónssonar þjálfara, tapaði í dag fyrir Trelleborg, 3-1 á heimavelli, og lauk keppni í tólfta sæti deildarinnar. GAIS tapaði fyrir AIK í dag, 2-0. Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi GAIS sem varð í ellefta sæti deildarinnar. Örgryte og Häcken tryggðu sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum og þá mætir Ljungskile, sem varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, liði Brommapojkarna sem varð í þriðja sæti B-deildarinnar, í tveimur leikjum um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira