Alonso vann í flóðljósunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2008 14:21 Fernando Alonso frá Spáni vann sinn fyrsta sigur síðan í fyrra. Spánverjinn Fernando Alonso á Renault gerði sér lítið fyrir og vann Formúlu 1-mótið í Síngapor í dag. Þetta er fyrsti sigur Alonso síðan á Ítalíu í fyrra og fyrsti sigur Renault síðan í Japan árið 2006. Keppnin fór fram að næturlagi í Síngapor og fór því fram í flóðljósum sem er í fyrsta sinn í sögu Formúlunnar. Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji og þar sem að Ferrari-ökuþórinn Felipe Massa náði ekki í stig í dag er nú munur þeirra í stigakeppni ökumanna orðinn sjö stig. Massa var með forystuna í upphafi en varð að sætta sig við þrettánda sætið eftir vandræðagang á viðgerðarsvæðinu. Massa ók af stað þegar að bensíndælan var enn föst á bílnum. Þetta var kærkominn sigur fyrir Alonso sem hafði verið hraður á æfingum um helgina en vandræðagangur í tímatökunum gerði það að verkum að hann var fimmtándi á ráspól í dag. Alonso var á léttum bíl í upphafi sem gerði það að verkum að hann komst upp í ellefta sætið áður en að hann fór á viðgerðarsvæðið á tólfta hring. Hins vegar gerðist það á fimmtánda hring að Nelson Piquet lenti í árekstri sem þýddi að það þurfti að kalla út öryggisbílinn. Alonso var þá eini ökumaðurinn sem þurfti ekki að stoppa til að fá bensín og ný dekk. Eftir að allir höfðu stoppað var Alonso í fimmta sæti og náði að vinna sig upp í það fyrsta eftir það. Kimi Raikkönen á Ferrari klessukeyrði sinn bíl þegar fjórir hringir voru eftir. Nico Rosberg hafnaði í öðru sæti og Timo Glock í því fjórða. Sebastian Vettel varð fimmti, Nick Heidfeld sjötti og David Coulthard sjöundi. Formúla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso á Renault gerði sér lítið fyrir og vann Formúlu 1-mótið í Síngapor í dag. Þetta er fyrsti sigur Alonso síðan á Ítalíu í fyrra og fyrsti sigur Renault síðan í Japan árið 2006. Keppnin fór fram að næturlagi í Síngapor og fór því fram í flóðljósum sem er í fyrsta sinn í sögu Formúlunnar. Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji og þar sem að Ferrari-ökuþórinn Felipe Massa náði ekki í stig í dag er nú munur þeirra í stigakeppni ökumanna orðinn sjö stig. Massa var með forystuna í upphafi en varð að sætta sig við þrettánda sætið eftir vandræðagang á viðgerðarsvæðinu. Massa ók af stað þegar að bensíndælan var enn föst á bílnum. Þetta var kærkominn sigur fyrir Alonso sem hafði verið hraður á æfingum um helgina en vandræðagangur í tímatökunum gerði það að verkum að hann var fimmtándi á ráspól í dag. Alonso var á léttum bíl í upphafi sem gerði það að verkum að hann komst upp í ellefta sætið áður en að hann fór á viðgerðarsvæðið á tólfta hring. Hins vegar gerðist það á fimmtánda hring að Nelson Piquet lenti í árekstri sem þýddi að það þurfti að kalla út öryggisbílinn. Alonso var þá eini ökumaðurinn sem þurfti ekki að stoppa til að fá bensín og ný dekk. Eftir að allir höfðu stoppað var Alonso í fimmta sæti og náði að vinna sig upp í það fyrsta eftir það. Kimi Raikkönen á Ferrari klessukeyrði sinn bíl þegar fjórir hringir voru eftir. Nico Rosberg hafnaði í öðru sæti og Timo Glock í því fjórða. Sebastian Vettel varð fimmti, Nick Heidfeld sjötti og David Coulthard sjöundi.
Formúla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira