Styttist í Shorts&Docs 22. júlí 2008 06:00 Yfirtaka austurbæ Shorts&Docs kvikmyndahátíðin fer fram í Austurbæjarbíói í ágúst, og eru framkvæmdastjórinn Guðrún Ragnarsdóttir og verkefnastjórinn Lára Marteins afar ánægðar með undirtektir. fréttablaðið/arnþór Óðum styttist í stuttmyndahátíðina Reykjavik Shorts&Docs, sem að þessu sinni stendur yfir vikuna 22. til 29. ágúst. Frestur til að skila inn myndum rann út í gær, og segir Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, að þátttakan lofi afar góðu. „Myndirnar hafa rúllað inn og við erum mjög kátar með þetta," segir hún. Í ár mun Shorts&Docs yfirtaka Austurbæjarbíó, þar sem allar sýningar fara fram. „Það er frábært húsnæði að hafa. Það hafa ekki verið alveg skýrar línur að undanförnu með hvað á að vera þarna, en vonandi getur það í framtíðinni orðið eitthvað svona „art house"-bíó, ásamt öðru," segir Guðrún. Myndirnar verða einnig sýndar á gömlu bíótímunum - fimm, sjö og níu. „Við sýnum líka heimildarmynd sem heitir Sýnd klukkan 5, 7 og 9, eftir Agnar Einarsson, sem er einn af síðustu sýningarstjórunum úr gömlu bíóunum," segir Guðrún. Hátíðin er nú haldin í sjöunda skiptið, en í ár verða í fyrsta skipti afhent sérstök verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina og heimildarmyndina. „Verðlaunin heita Silfurrefurinn, svona til heiðurs fyrsta landnámsdýrinu. Í ár er það myndlistarkonan Sara Riel sem gerir verðlaunagripinn, en við ætlum að vera með nýjan grip á hverju ári," útskýrir Guðrún. Auk þeirra íslensku stuttmynda og heimildarmynda sem verða frumsýndar á hátíðinni gefst gestum kostur á að sjá stuttmyndir sem sýndar hafa verið á hátíðum á borð við hinar virtu Cannes og Sundance. Þá mun „leynigestur" sækja hátíðina heim, en Guðrún segir leynd verða að hvíla yfir því hver það er enn um stund. Nánari upplýsingar um hátíðina má sjá á www.shortsdocs.info. - sun Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Óðum styttist í stuttmyndahátíðina Reykjavik Shorts&Docs, sem að þessu sinni stendur yfir vikuna 22. til 29. ágúst. Frestur til að skila inn myndum rann út í gær, og segir Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, að þátttakan lofi afar góðu. „Myndirnar hafa rúllað inn og við erum mjög kátar með þetta," segir hún. Í ár mun Shorts&Docs yfirtaka Austurbæjarbíó, þar sem allar sýningar fara fram. „Það er frábært húsnæði að hafa. Það hafa ekki verið alveg skýrar línur að undanförnu með hvað á að vera þarna, en vonandi getur það í framtíðinni orðið eitthvað svona „art house"-bíó, ásamt öðru," segir Guðrún. Myndirnar verða einnig sýndar á gömlu bíótímunum - fimm, sjö og níu. „Við sýnum líka heimildarmynd sem heitir Sýnd klukkan 5, 7 og 9, eftir Agnar Einarsson, sem er einn af síðustu sýningarstjórunum úr gömlu bíóunum," segir Guðrún. Hátíðin er nú haldin í sjöunda skiptið, en í ár verða í fyrsta skipti afhent sérstök verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina og heimildarmyndina. „Verðlaunin heita Silfurrefurinn, svona til heiðurs fyrsta landnámsdýrinu. Í ár er það myndlistarkonan Sara Riel sem gerir verðlaunagripinn, en við ætlum að vera með nýjan grip á hverju ári," útskýrir Guðrún. Auk þeirra íslensku stuttmynda og heimildarmynda sem verða frumsýndar á hátíðinni gefst gestum kostur á að sjá stuttmyndir sem sýndar hafa verið á hátíðum á borð við hinar virtu Cannes og Sundance. Þá mun „leynigestur" sækja hátíðina heim, en Guðrún segir leynd verða að hvíla yfir því hver það er enn um stund. Nánari upplýsingar um hátíðina má sjá á www.shortsdocs.info. - sun
Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira