Tilnefndar til Norðurlandaverðlauna 2. desember 2008 06:00 Bókmenntir Auður A. Ólafsdóttir, listfræðingur og rithöfundur. Fréttablaðið/Völundur Í gær var tilkynnt hvaða íslensk skáldverk eru tilnefnd til úrskurðar dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2009. Íslensku valnefndina skipuðu þau Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur og Aðalsteinn Ásberg rithöfundur, en varamaður nefndarinnar var Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur. Af Íslands hálfu hljóta tilnefningu skáldsagan Afleggjarinn eftir Auði Ólafsdóttur listfræðing sem kom út hjá Sölku 2007 og ljóðabókin Blysfarir eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sem kom út árið 2007 hjá Forlaginu-JPV útgáfu. Afleggjarinn er þriðja skáldsaga Auðar en áður hafa komið út eftir hana bækurnar Upphækkuð jörð árið 1998, og Rigning í nóvember árið 2004 en hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum, auk þess sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir þá bók. Afleggjarinn kom út árið 2007 og hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum, auk Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlaun kvenna. Framleiðslufyrirtækið WhiteRiver Productions vinnur nú við gerð kvikmyndahandrits upp úr Afleggjaranum og munu bæði íslenskir og erlendir aðilar koma að gerð kvikmyndarinnar. Auður A. Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1958. Hún er lektor í listfræði við Háskóla Íslands. Áður hefur hún starfað sem listfræðingur og kennari í listasögu, meðal annars við Leiklistarskóla Íslands og verið forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands, sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasöguleg efni í ýmsa fjölmiðla. Blysfarir eftir Sigurbjörgu leikur á mörkum ljóðs og skáldsögu; úr kröftugum ljóðum er smíðuð saga af eiturslungnu sambandi, hvítum dreka í íslenskri sumarnótt, flugmiðum vonarinnar, fegurðinni í kirkjugörðum og handleggjum sem reyna að tengjast á meðan þeim blæðir. Þetta er texti með einstakt aðdráttarafl enda hlaut bókin afar lofsamlegar umsagnir þegar hún kom út. Guðni Elísson, dósent við Háskóla Íslands, komst svo að orði um verkið í erindi á Hugvísindaþingi HÍ: „… ekki [hefur] birst jafn áhrifamikil lýsing í íslenskum bókmenntum á tortímandi ástarsambandi frá því að Tímaþjófur Steinunnar Sigurðardóttur kom fyrst út á prenti fyrir rúmum tuttugu árum." „Þeir sem lesa [þessa bók] og segja svo að ljóðið sé dautt eru sálarlausir!" sagði Þröstur Helgason síðan í Morgunblaðinu og er auðvelt að taka undir það. Auk ljóðsögunnar Blysfarir hefur Sigurbjörg sent frá sér fjórar ljóðabækur Blálogaland (1999), Hnattflug (2000), Túlípanafallhlífar (2003) og To bleed straight (2008, tvímála bók með þýðingum Bernards Scudder) og skáldsöguna Sólar sögu (2002). Þá hefur meðal annars komið út eftir hana ljóðaúrval á sænsku, Fallskärmsresor (2004), auk þess sem hún hefur samið fjögur leikverk og ritað fjölda blaðagreina og pistla. John Swedenmark þýddir Blysfarir á sænsku. Dómnefndin sem velur verðlaunahafann mun á fundi sínum í Kaupmannahöfn þann 3. apríl 2009 kveða upp úr um það hver hlýtur verðlaunin árið 2009. Þau verða afhent á 61. þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Stokkhólmi dagana 26.-28. október 2009 og nema 350.000 dönskum krónum. - pbb Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í gær var tilkynnt hvaða íslensk skáldverk eru tilnefnd til úrskurðar dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2009. Íslensku valnefndina skipuðu þau Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur og Aðalsteinn Ásberg rithöfundur, en varamaður nefndarinnar var Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur. Af Íslands hálfu hljóta tilnefningu skáldsagan Afleggjarinn eftir Auði Ólafsdóttur listfræðing sem kom út hjá Sölku 2007 og ljóðabókin Blysfarir eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sem kom út árið 2007 hjá Forlaginu-JPV útgáfu. Afleggjarinn er þriðja skáldsaga Auðar en áður hafa komið út eftir hana bækurnar Upphækkuð jörð árið 1998, og Rigning í nóvember árið 2004 en hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum, auk þess sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir þá bók. Afleggjarinn kom út árið 2007 og hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum, auk Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlaun kvenna. Framleiðslufyrirtækið WhiteRiver Productions vinnur nú við gerð kvikmyndahandrits upp úr Afleggjaranum og munu bæði íslenskir og erlendir aðilar koma að gerð kvikmyndarinnar. Auður A. Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1958. Hún er lektor í listfræði við Háskóla Íslands. Áður hefur hún starfað sem listfræðingur og kennari í listasögu, meðal annars við Leiklistarskóla Íslands og verið forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands, sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasöguleg efni í ýmsa fjölmiðla. Blysfarir eftir Sigurbjörgu leikur á mörkum ljóðs og skáldsögu; úr kröftugum ljóðum er smíðuð saga af eiturslungnu sambandi, hvítum dreka í íslenskri sumarnótt, flugmiðum vonarinnar, fegurðinni í kirkjugörðum og handleggjum sem reyna að tengjast á meðan þeim blæðir. Þetta er texti með einstakt aðdráttarafl enda hlaut bókin afar lofsamlegar umsagnir þegar hún kom út. Guðni Elísson, dósent við Háskóla Íslands, komst svo að orði um verkið í erindi á Hugvísindaþingi HÍ: „… ekki [hefur] birst jafn áhrifamikil lýsing í íslenskum bókmenntum á tortímandi ástarsambandi frá því að Tímaþjófur Steinunnar Sigurðardóttur kom fyrst út á prenti fyrir rúmum tuttugu árum." „Þeir sem lesa [þessa bók] og segja svo að ljóðið sé dautt eru sálarlausir!" sagði Þröstur Helgason síðan í Morgunblaðinu og er auðvelt að taka undir það. Auk ljóðsögunnar Blysfarir hefur Sigurbjörg sent frá sér fjórar ljóðabækur Blálogaland (1999), Hnattflug (2000), Túlípanafallhlífar (2003) og To bleed straight (2008, tvímála bók með þýðingum Bernards Scudder) og skáldsöguna Sólar sögu (2002). Þá hefur meðal annars komið út eftir hana ljóðaúrval á sænsku, Fallskärmsresor (2004), auk þess sem hún hefur samið fjögur leikverk og ritað fjölda blaðagreina og pistla. John Swedenmark þýddir Blysfarir á sænsku. Dómnefndin sem velur verðlaunahafann mun á fundi sínum í Kaupmannahöfn þann 3. apríl 2009 kveða upp úr um það hver hlýtur verðlaunin árið 2009. Þau verða afhent á 61. þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Stokkhólmi dagana 26.-28. október 2009 og nema 350.000 dönskum krónum. - pbb
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira