Bretarnir vilja meira kynlíf 28. október 2008 04:00 Breskir gagnrýnendur segja nýjustu Bond-myndina ekki jafngóða og þá síðustu, Casino Royale. Breskir gagnrýnendur eru á einu máli um að nýjasta James Bond-myndin, Quantum of Solace, sé ekki eins góð og sú síðasta, Casino Royale. Segja þeir Bond ekki nógu kvensaman og heldur ekki nógu breskan í háttum. Nýja Bond-myndin er beint framhald af Casino Royale, sem fékk frábærar viðtökur fyrir tveimur árum, og eru Bretarnir ekki á eitt sáttir með útkomuna. „Þeir sem hafa ekki séð fyrri myndina eiga hugsanlega eftir að ruglast vegna söguþráðarins og eldri persóna," segir í dómi The Sun. „Hérna sést hann miklu oftar með byssuna á lofti heldur en á rúmstokknum. Aðeins einu sinni sjáum við hann beran að ofan, því miður stúlkur. Tvær kynþokkafullar Bond-stúlkur eru í myndinni en aðeins í einu örstuttu atriði í hinni 105 mínútna löngu mynd sést í beran kvenmann. Myndin er ekki eins góð og Casino Royale en hún er samt miklu betri en aðrar hasarmyndir í bíó." Bond leitar hefndaSöguþráður Quantum of Solace er á þann veg að Bond reynir að stöðva viðskiptajöfurinn Dominic Greene sem ætlar að leggja undir sig allar vatnsbirgðir Suður-Ameríku. Á sama tíma reynir okkar maður að hefna þeirra sem drápu kærustu hans Vesper Lynd í síðustu mynd. Meira kynlíf, takkSunday Times gefur myndinni aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum og segir hana mögulega vera leiðinlegustu Bond-mynd sögunnar. „Það var vitað mál að það yrði erfitt að feta í fótspor Casino Royale en leikstjóranum Marc Forster hefur tekist að brotlenda þessu vinsæla vörumerki," segir í umsögninni. Telur gagnrýnandinn allan sjarma vanta í Daniel Craig sem Bond og að kvensemi hans sé ekki sú sama og áður. „Bond-leikstjórar takið eftir: meira kynlíf, takk, við erum breskir." Nefnir hann Craig sem veikasta hlekk myndarinnar. „Hann lítur vel út í kjólfötum og er frábær í hasaratriðum en þegar hann á að sýna mannlegu hliðina er hann kuldalegur og vélrænn að hætti Schwarzeneggers í Terminator. Hann er ekki lengur sérstaklega breskur í háttum eða nútímalegur." Ekkert „Bond, James Bond“Kvikmyndasíðan Empire Online er ekki á sama máli og gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Þar segir að myndin sé hröð og að útlitið sé flott. „Hugsanlega var það skynsamlegt að reyna ekki að vera stærri og betri en Casino Royale. Maður fær það á tilfinninguna að verkefni Bonds séu rétt að hefjast og að hann þurfi nokkrar myndir í viðbót til að stöðva Quantum-samtökin." The Mirror segir að myndin valdi ekki vonbrigðum en nái þó ekki að fanga snilld Casino Royale. „Hún lítur eiginlega ekki út fyrir að vera Bond-mynd. Craig segir aldrei: „Ég heiti Bond, James Bond", Q er ekki til staðar og hann fær engin flott vopn úr vopnabúrinu. Við sjáum Bond meira að segja í peysu." Craig stendur sig velThe Guardian gefur myndinni þrjár stjörnur af fimm mögulegum og segir að meira daður, fleiri samtöl og betri persónusköpun hafi vantað. Engu að síður sé um góða hasarmynd að ræða og að Daniel Craig haldi myndinni uppi. „Þetta er ótrúlega erfitt verkefni fyrir leikara og Craig stendur undir því." Quantum of Solace verður frumsýnd í Bretlandi á föstudaginn og hérlendis viku síðar, eða 7. nóvember. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Breskir gagnrýnendur eru á einu máli um að nýjasta James Bond-myndin, Quantum of Solace, sé ekki eins góð og sú síðasta, Casino Royale. Segja þeir Bond ekki nógu kvensaman og heldur ekki nógu breskan í háttum. Nýja Bond-myndin er beint framhald af Casino Royale, sem fékk frábærar viðtökur fyrir tveimur árum, og eru Bretarnir ekki á eitt sáttir með útkomuna. „Þeir sem hafa ekki séð fyrri myndina eiga hugsanlega eftir að ruglast vegna söguþráðarins og eldri persóna," segir í dómi The Sun. „Hérna sést hann miklu oftar með byssuna á lofti heldur en á rúmstokknum. Aðeins einu sinni sjáum við hann beran að ofan, því miður stúlkur. Tvær kynþokkafullar Bond-stúlkur eru í myndinni en aðeins í einu örstuttu atriði í hinni 105 mínútna löngu mynd sést í beran kvenmann. Myndin er ekki eins góð og Casino Royale en hún er samt miklu betri en aðrar hasarmyndir í bíó." Bond leitar hefndaSöguþráður Quantum of Solace er á þann veg að Bond reynir að stöðva viðskiptajöfurinn Dominic Greene sem ætlar að leggja undir sig allar vatnsbirgðir Suður-Ameríku. Á sama tíma reynir okkar maður að hefna þeirra sem drápu kærustu hans Vesper Lynd í síðustu mynd. Meira kynlíf, takkSunday Times gefur myndinni aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum og segir hana mögulega vera leiðinlegustu Bond-mynd sögunnar. „Það var vitað mál að það yrði erfitt að feta í fótspor Casino Royale en leikstjóranum Marc Forster hefur tekist að brotlenda þessu vinsæla vörumerki," segir í umsögninni. Telur gagnrýnandinn allan sjarma vanta í Daniel Craig sem Bond og að kvensemi hans sé ekki sú sama og áður. „Bond-leikstjórar takið eftir: meira kynlíf, takk, við erum breskir." Nefnir hann Craig sem veikasta hlekk myndarinnar. „Hann lítur vel út í kjólfötum og er frábær í hasaratriðum en þegar hann á að sýna mannlegu hliðina er hann kuldalegur og vélrænn að hætti Schwarzeneggers í Terminator. Hann er ekki lengur sérstaklega breskur í háttum eða nútímalegur." Ekkert „Bond, James Bond“Kvikmyndasíðan Empire Online er ekki á sama máli og gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Þar segir að myndin sé hröð og að útlitið sé flott. „Hugsanlega var það skynsamlegt að reyna ekki að vera stærri og betri en Casino Royale. Maður fær það á tilfinninguna að verkefni Bonds séu rétt að hefjast og að hann þurfi nokkrar myndir í viðbót til að stöðva Quantum-samtökin." The Mirror segir að myndin valdi ekki vonbrigðum en nái þó ekki að fanga snilld Casino Royale. „Hún lítur eiginlega ekki út fyrir að vera Bond-mynd. Craig segir aldrei: „Ég heiti Bond, James Bond", Q er ekki til staðar og hann fær engin flott vopn úr vopnabúrinu. Við sjáum Bond meira að segja í peysu." Craig stendur sig velThe Guardian gefur myndinni þrjár stjörnur af fimm mögulegum og segir að meira daður, fleiri samtöl og betri persónusköpun hafi vantað. Engu að síður sé um góða hasarmynd að ræða og að Daniel Craig haldi myndinni uppi. „Þetta er ótrúlega erfitt verkefni fyrir leikara og Craig stendur undir því." Quantum of Solace verður frumsýnd í Bretlandi á föstudaginn og hérlendis viku síðar, eða 7. nóvember.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira