Sökudólgar og blórabögglar Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 12. desember 2008 06:00 Rækileg rannsókn hlýtur að fara fram á aðdraganda íslenska bankahrunsins, eins og Davíð Oddsson krafðist á Viðskiptaþingi á dögunum. Erfitt er að fela hana íslenskum mönnum vegna návígis og tengsla. Ef rannsóknin leiðir í ljós lögbrot, mistök eða stórfelld og vítavert gáleysi, ber að bregðast við samkvæmt því, höfða mál gegn lögbrjótum og víkja þeim, sem mistök gerðu eða voru sekir um gáleysi. Eftir slíka rannsókn geta kjósendur metið ábyrgð stjórnmálamanna, fremur en við æsingar síðustu vikna. Hins vegar gleymist að örlagavaldar hrunsins voru flestir utan landsteina. Lánsfjárkreppan er alþjóðleg. Í öðru lagi vildu seðlabankar í öðrum EES-löndum ekki liðsinna Íslendingum þegar á reyndi. Í þriðja lagi gerði Gordon Brown endanlega út af við íslensku bankana með beitingu hryðjuverkalaga. Sumir, sem æsingamenn nefna til sögu, eru frekar blórabögglar en sökudólgar. Einn blóraböggullinn er Seðlabanki Íslands. Vitaskuld má deila um peningastefnu hans frá 2001, en óvíst er að önnur peningastefna hefði afstýrt vandanum. Ekki hefur orðið bankahrun í Nýja-Sjálandi, sem fylgdi sömu peningastefnu. Ákvörðunin um að leggja hlutafé í Glitni í stað þess að veita honum lán hefur einnig verið nefnd. Það ákvað ríkisstjórnin, ekki seðlabankinn. En þeir, sem skoðað hafa málið, vita að það hefði verið óðs manns æði að lána bankanum 80 milljarða af almannafé. Þá segja sumir, að seðlabankinn íslenski hafi vanrækt að standa vörð um fjármálalegan stöðugleika. En Davíð Oddsson varaði hvað eftir annað við miklum skuldum bankanna erlendis síðustu tvö árin fyrir bankahrunið, þótt hann gæti auðvitað ekki talað á þann veg opinberlega og leitt yfir þá áhlaup. Ég get sjálfur borið vitni um ótal viðvaranir og ábendingar Davíðs, auk þess sem næg önnur gögn eru til um þau. Annar blóraböggullinn er Íslendingar sjálfir. Sagt er að þeir hafi eytt of miklu. Velmegun þeirra hafa verið í krafti greiðslukorta. Þetta er hæpið. Íslendingar spöruðu talsvert meira en aðrar þjóðir á tveimur sviðum. Þeir áttu flestir húsnæði sitt sjálfir og greiddu hátt hlutfall launa í lífeyrissjóði. Þess vegna var ekki óeðlilegt, að þeir notuðu afganginn af tekjunum til að njóta lífsins. Hefðu bankarnir látið sér nægja útlán hér á landi þá hefðu þeir ekki hrunið. Hér er komið að hinum íslenska þætti bankahrunsins og verðugu rannsóknarefni. Íslensku bankarnir höfðu tekið stór lán erlendis í því skyni að endurlána nokkrum íslenskum auðjöfrum. Hvernig stendur á því að þessir auðjöfrar gátu safnað í bönkunum þúsund milljarða skuldum, sem þeir notuðu ekki aðeins í lystisnekkjur sínar og einkaþotur, heldur líka í margvísleg kostnaðarsöm ævintýri erlendis? Hvers vegna veittu fjölmiðlar, embættismenn og stjórnmálamenn þeim ekki aðhald? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun
Rækileg rannsókn hlýtur að fara fram á aðdraganda íslenska bankahrunsins, eins og Davíð Oddsson krafðist á Viðskiptaþingi á dögunum. Erfitt er að fela hana íslenskum mönnum vegna návígis og tengsla. Ef rannsóknin leiðir í ljós lögbrot, mistök eða stórfelld og vítavert gáleysi, ber að bregðast við samkvæmt því, höfða mál gegn lögbrjótum og víkja þeim, sem mistök gerðu eða voru sekir um gáleysi. Eftir slíka rannsókn geta kjósendur metið ábyrgð stjórnmálamanna, fremur en við æsingar síðustu vikna. Hins vegar gleymist að örlagavaldar hrunsins voru flestir utan landsteina. Lánsfjárkreppan er alþjóðleg. Í öðru lagi vildu seðlabankar í öðrum EES-löndum ekki liðsinna Íslendingum þegar á reyndi. Í þriðja lagi gerði Gordon Brown endanlega út af við íslensku bankana með beitingu hryðjuverkalaga. Sumir, sem æsingamenn nefna til sögu, eru frekar blórabögglar en sökudólgar. Einn blóraböggullinn er Seðlabanki Íslands. Vitaskuld má deila um peningastefnu hans frá 2001, en óvíst er að önnur peningastefna hefði afstýrt vandanum. Ekki hefur orðið bankahrun í Nýja-Sjálandi, sem fylgdi sömu peningastefnu. Ákvörðunin um að leggja hlutafé í Glitni í stað þess að veita honum lán hefur einnig verið nefnd. Það ákvað ríkisstjórnin, ekki seðlabankinn. En þeir, sem skoðað hafa málið, vita að það hefði verið óðs manns æði að lána bankanum 80 milljarða af almannafé. Þá segja sumir, að seðlabankinn íslenski hafi vanrækt að standa vörð um fjármálalegan stöðugleika. En Davíð Oddsson varaði hvað eftir annað við miklum skuldum bankanna erlendis síðustu tvö árin fyrir bankahrunið, þótt hann gæti auðvitað ekki talað á þann veg opinberlega og leitt yfir þá áhlaup. Ég get sjálfur borið vitni um ótal viðvaranir og ábendingar Davíðs, auk þess sem næg önnur gögn eru til um þau. Annar blóraböggullinn er Íslendingar sjálfir. Sagt er að þeir hafi eytt of miklu. Velmegun þeirra hafa verið í krafti greiðslukorta. Þetta er hæpið. Íslendingar spöruðu talsvert meira en aðrar þjóðir á tveimur sviðum. Þeir áttu flestir húsnæði sitt sjálfir og greiddu hátt hlutfall launa í lífeyrissjóði. Þess vegna var ekki óeðlilegt, að þeir notuðu afganginn af tekjunum til að njóta lífsins. Hefðu bankarnir látið sér nægja útlán hér á landi þá hefðu þeir ekki hrunið. Hér er komið að hinum íslenska þætti bankahrunsins og verðugu rannsóknarefni. Íslensku bankarnir höfðu tekið stór lán erlendis í því skyni að endurlána nokkrum íslenskum auðjöfrum. Hvernig stendur á því að þessir auðjöfrar gátu safnað í bönkunum þúsund milljarða skuldum, sem þeir notuðu ekki aðeins í lystisnekkjur sínar og einkaþotur, heldur líka í margvísleg kostnaðarsöm ævintýri erlendis? Hvers vegna veittu fjölmiðlar, embættismenn og stjórnmálamenn þeim ekki aðhald?
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun