Tónlist

Andrúmsloftið skiptir máli

Ólafur heldur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld. Sérstakur gestur verður Ólöf Arnalds.
Ólafur heldur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld. Sérstakur gestur verður Ólöf Arnalds.

Mosfellingurinn Ólafur Arnalds heldur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld. Hann er nýkominn úr hálfs­árs tónleikaferðalagi um heiminn þar sem hann fylgdi eftir sinni fyrstu plötu, Eulogy for Evolution. Platan, sem hefur fengið mjög góða dóma, hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum og hefur Ólafur fyllt tónleikahallir í yfir tuttugu löndum, þar á meðal Barbican Hall í London.

„Ég hlakka ótrúlega til enda spila ég sjaldan á Íslandi," segir hann um tónleikana í kvöld. „Við erum búnir að selja vel af miðum og höfum lagt mikið í undirbúning. Ég held að þetta verði gaman."

Hann segir að tónleikaferðin um heiminn hafi gengið ótrúlega vel. „Ég er búinn að fara út um allt. Þetta gekk ekkert áfallalaust fyrir sig og ég bjóst kannski ekki við því. En ég gat séð frá byrjun til enda hvernig áhorfendahópurinn stækkaði smám saman."

Ólafur hefur áður leikið í kirkjum á ferðalögum sínum og segir þær uppáhaldstónleikastaði sína ásamt leikhúsum. „Hljómburðurinn er yfirleitt fallegur og hann gerir mikið fyrir stemninguna. Þar er líka gott andrúmsloft ef þetta eru flottir staðir. Svona tónlist gengur mikið út á andrúmsloftið í salnum," segir hann.

Fram undan hjá þessum 22 ára tónlistarmanni eru upptökur á næstu breiðskífu sem hefjast í byrjun næsta árs. Að auki hefur hann rift samningi við útgáfufyrirtæki sitt í Bretlandi og er í viðræðum við stærri útgáfufyrirtæki um nýjan samning.

Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og sérstakur gestur verður Ólöf Arnalds, frænka Ólafs. Miðaverð er 1.000 krónur.

- fb












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.