Vettel yngsti sigurvegari í sögu Formúlunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2008 13:39 Sebastian Vettel á brautinni í dag. Nordic Photos / AFP Sebastian Vettel frá Þýskalandi varð í dag yngsti ökuþórinn sem vinnur mót í Formúlu 1. Hann bar sigur úr býtum í ítalska kappakstrinum á Monza-brautinni. Vettel var á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Hann er 21 árs og 74 daga gamall í dag en gamla metið átti Fernando Alonso sem hann setti 22 ára og 26 daga gamall í ágúst árið 2003. Heikki Kovalainen á McLaren varð í öðru sæti og Robert Kubica á BMW-Sauber í því þriðja. Lewis Hamilton náði sjöunda sæti og er efstur í stigakeppni ökuþóra með 78 stig. Felipe Massa varð sjötti og er í öðru sæti með 77 stig. Þetta er einnig fyrsti sigur Toro Rosso í Formúlunni en Vettel mun á næsta ári ganga til liðs við Red Bull. Vettel náði tíu sekúndna forystu á Kovalainen strax eftir átján hringi er hann fór í sitt fyrsta viðgerðarhlé. Eftir það náði enginn að ógna forystu hans og Þjóðverjinn kláraði keppnina með stæl. Úrslit: 1. Sebastian Vettel, Toro Rosso 2. Heikki Kovalainen, McLaren 3. Robert Kubica, McLaren 4. Fernando Alonso, Renault 5. Nick Heidfeld, BMW 6. Felipe Massa, Ferrari 7. Lewis Hamilton, McLaren 8. Mark Webber, Red Bull 9. Kimi Raikkönen, Ferrari 10. Nelson Piquet, Renault Stigakeppni ökuþóra: 1. Hamilton 78 stig 2. Massa 77 3. Kubica 64 4. Raikkönen 57 5. Heidfeld 53 6. Kovalainen 51 7. Alonso 28 8. Jarno Trulli, Toyota 26 9. Vettel 23 10. Webber 20 Stigakeppni bílasmiða: 1. Ferrari 131 stig 2. McLaren 119 3. BMW 107 4. Toyota 41 5. Renault 36 6. Red Bull 25 7. Williams 17 8. Toro Rosso 17 9. Honda 14 10. Force India 0 Formúla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel frá Þýskalandi varð í dag yngsti ökuþórinn sem vinnur mót í Formúlu 1. Hann bar sigur úr býtum í ítalska kappakstrinum á Monza-brautinni. Vettel var á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Hann er 21 árs og 74 daga gamall í dag en gamla metið átti Fernando Alonso sem hann setti 22 ára og 26 daga gamall í ágúst árið 2003. Heikki Kovalainen á McLaren varð í öðru sæti og Robert Kubica á BMW-Sauber í því þriðja. Lewis Hamilton náði sjöunda sæti og er efstur í stigakeppni ökuþóra með 78 stig. Felipe Massa varð sjötti og er í öðru sæti með 77 stig. Þetta er einnig fyrsti sigur Toro Rosso í Formúlunni en Vettel mun á næsta ári ganga til liðs við Red Bull. Vettel náði tíu sekúndna forystu á Kovalainen strax eftir átján hringi er hann fór í sitt fyrsta viðgerðarhlé. Eftir það náði enginn að ógna forystu hans og Þjóðverjinn kláraði keppnina með stæl. Úrslit: 1. Sebastian Vettel, Toro Rosso 2. Heikki Kovalainen, McLaren 3. Robert Kubica, McLaren 4. Fernando Alonso, Renault 5. Nick Heidfeld, BMW 6. Felipe Massa, Ferrari 7. Lewis Hamilton, McLaren 8. Mark Webber, Red Bull 9. Kimi Raikkönen, Ferrari 10. Nelson Piquet, Renault Stigakeppni ökuþóra: 1. Hamilton 78 stig 2. Massa 77 3. Kubica 64 4. Raikkönen 57 5. Heidfeld 53 6. Kovalainen 51 7. Alonso 28 8. Jarno Trulli, Toyota 26 9. Vettel 23 10. Webber 20 Stigakeppni bílasmiða: 1. Ferrari 131 stig 2. McLaren 119 3. BMW 107 4. Toyota 41 5. Renault 36 6. Red Bull 25 7. Williams 17 8. Toro Rosso 17 9. Honda 14 10. Force India 0
Formúla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira