Fótbolti

Ekki búnir að gleyma Ronaldo

NordicPhotos/GettyImages

Stuðningsmenn Real Madrid virðast ekki vera búnir að gleyma Cristiano Ronaldo hjá Manchester United þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi ákveðið að vera um kyrrt á Englandi.

Spænska blaðið Marca setti af stað könnun í vikunni þar sem lesendur voru spurðir út í eitt og annað varðandi framtíð liðsins.

Þar kom fram að 42% þeirra 20,000 manns sem tóku þátt í könnuninni hefðu viljað að félagið nældi í Ronaldo í sumar. 16% af þeim sem svöruðu vildu fá Robinho aftur til Madrid.

Tölfræðin sem stóð upp úr í könnuninni var þó tvímælalaust þau 89% svarenda sem vildu að Real Madrid kaupi fleiri leikmenn í janúarglugganum, en það eru bein skilaboð til Predrag Mijatovic yfirmanns knattspyrnumála sem nýverið lýsti því yfir að engir leikmenn yrðu keyptir í janúar.

Þessi yfirlýsing hefur ekki fallið vel í grjótharða stuðningsmenn Real, sem sætta sig ekki við neitt nema góðan árangur og meistaratitla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×