Timo Glock: Frábært að vera fljótastur 10. október 2008 17:27 Timo Glock ræddi við blaðamenn eftir góðan árangur á Fuji brautinni í dag. Mynd: Getty Images Timo Glock frá Þýskalandi sem náði besta tíma á æfingum Formúlu 1 keppnisliða í Japan í dag er ekki vel þekktur hérlendis, en hann varð heimsmeistari í fyrra í annarri mótaröð. "Þetta var góður dagur og í fyrsta skpti sem ég keyri brautina og ég þurfti að læra inn á brautina í morgun", sagði Timo Glock eftir æfinguna í morgun. Fuji er í eigu Toyota og árangur Glock kætti því heimamenn með akstri sínum í dag. Glock varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni 2007 sem er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1. Það er sama mótaröð og Lewis Hamilton vann 2006, áður en hann gekk til liðs við McLaren Mercedes. Glock er með samning við Toyota a næsta ári og náði fjórða sæti í Singapúr á dögunum. Hann stóðst ásókn Kimi Raikkönen, sem keyrði á endanum á vegg. "Það er mjög vandasamt að stilla bílnum upp fyrir brautina og finna réttan samræmi á milli langa beina kaflans og beygjanna. Við náðum að stilla strengina fyrir aðra æfingu dagsins. Það var frábært að ná besta tíma dagsins, en það væri skemmtilegast að halda þessari stöðu alla helgina. Vonandi mun það styrkja okkur að vera á heimavelli Toyota. Toyota hefur veirð í Formúlu 1 í sjö ár, en hefur ekki náð þeim árangri sem liðið setti sér. Toyota er í fimmta sæti í stigakeppni bílasmiða og ökumenn liðsins eiga ekki möguleika í stigakeppni ökumanna. En liðið stefnir á góðan árangur á Fuji brautinni. Tímatakan í nótt verður geysilega mikilvæg, þar sem örfá sekúndubrot skildu ökumenn að á æfingum í dag. Tímatkan á Fuji brautinni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Timo Glock frá Þýskalandi sem náði besta tíma á æfingum Formúlu 1 keppnisliða í Japan í dag er ekki vel þekktur hérlendis, en hann varð heimsmeistari í fyrra í annarri mótaröð. "Þetta var góður dagur og í fyrsta skpti sem ég keyri brautina og ég þurfti að læra inn á brautina í morgun", sagði Timo Glock eftir æfinguna í morgun. Fuji er í eigu Toyota og árangur Glock kætti því heimamenn með akstri sínum í dag. Glock varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni 2007 sem er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1. Það er sama mótaröð og Lewis Hamilton vann 2006, áður en hann gekk til liðs við McLaren Mercedes. Glock er með samning við Toyota a næsta ári og náði fjórða sæti í Singapúr á dögunum. Hann stóðst ásókn Kimi Raikkönen, sem keyrði á endanum á vegg. "Það er mjög vandasamt að stilla bílnum upp fyrir brautina og finna réttan samræmi á milli langa beina kaflans og beygjanna. Við náðum að stilla strengina fyrir aðra æfingu dagsins. Það var frábært að ná besta tíma dagsins, en það væri skemmtilegast að halda þessari stöðu alla helgina. Vonandi mun það styrkja okkur að vera á heimavelli Toyota. Toyota hefur veirð í Formúlu 1 í sjö ár, en hefur ekki náð þeim árangri sem liðið setti sér. Toyota er í fimmta sæti í stigakeppni bílasmiða og ökumenn liðsins eiga ekki möguleika í stigakeppni ökumanna. En liðið stefnir á góðan árangur á Fuji brautinni. Tímatakan í nótt verður geysilega mikilvæg, þar sem örfá sekúndubrot skildu ökumenn að á æfingum í dag. Tímatkan á Fuji brautinni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira