Kántrímessa annan í jólum 1. desember 2008 04:00 Séra Guðmundur Karl vonast til að sem flestir láti sjá sig í sveitamessunni sem verður haldin á öðrum degi jóla. „Þetta verður ekkert Country Road eða Devil Went Down To Georgia. Þarna verður amerísk jólastemning sem er ekki verri jólastemning en hver önnur," segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi, um sveitamessu sem þar verður haldin annan í jólum. „Við vorum með sams konar messu í fyrra sem mældist mjög vel fyrir. Þá voru bara jólasálmarnir, þessir hefðbundnu, fluttir í kántrístíl. Organistinn Keith Reed sem er Bandaríkjamaður átti hugmyndina að þessu og mér fannst þetta nógu klikkað til að prófa þetta," segir Guðmundur Karl. „Þetta var mjög fjölsótt í fyrra og virkilega hátíðleg stund. Fólk sagði við mann á eftir að það hefði skynjað jólasálmana á alveg nýjan hátt." Til að skapa réttu sveitastemninguna var hey hluti af messunni í fyrra og verður vafalítið aftur í ár. Spurður hvort hestar verði ekki líka hluti af „showinu" segist Guðmundur efast um það. „Þetta eru engin fíflalæti. Þetta er hátíðleg jólaguðsþjónusta en tónlistin er bara flutt með þessum hætti." Lindarkirkja hefur hingað til verið með jólahelgihald í Linda- og Salaskóla en fjórtánda desember verður breyting þar á þegar nýr og glæsilegur safnaðarsalur verður vígður. Óvissa er aftur á móti um byggingu nýrrar kirkju. „Það er óvissuástand hjá okkur eins og gagnvart öllu í þessu þjóðfélagi," segir Guðmundur og bætir við að aðsókn í messur hafi aukist mikið í haust. „Það er búið að gerast einu sinni í haust að við höfum farið undir 200 manns á sunnudögum," segir hann. Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira
„Þetta verður ekkert Country Road eða Devil Went Down To Georgia. Þarna verður amerísk jólastemning sem er ekki verri jólastemning en hver önnur," segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi, um sveitamessu sem þar verður haldin annan í jólum. „Við vorum með sams konar messu í fyrra sem mældist mjög vel fyrir. Þá voru bara jólasálmarnir, þessir hefðbundnu, fluttir í kántrístíl. Organistinn Keith Reed sem er Bandaríkjamaður átti hugmyndina að þessu og mér fannst þetta nógu klikkað til að prófa þetta," segir Guðmundur Karl. „Þetta var mjög fjölsótt í fyrra og virkilega hátíðleg stund. Fólk sagði við mann á eftir að það hefði skynjað jólasálmana á alveg nýjan hátt." Til að skapa réttu sveitastemninguna var hey hluti af messunni í fyrra og verður vafalítið aftur í ár. Spurður hvort hestar verði ekki líka hluti af „showinu" segist Guðmundur efast um það. „Þetta eru engin fíflalæti. Þetta er hátíðleg jólaguðsþjónusta en tónlistin er bara flutt með þessum hætti." Lindarkirkja hefur hingað til verið með jólahelgihald í Linda- og Salaskóla en fjórtánda desember verður breyting þar á þegar nýr og glæsilegur safnaðarsalur verður vígður. Óvissa er aftur á móti um byggingu nýrrar kirkju. „Það er óvissuástand hjá okkur eins og gagnvart öllu í þessu þjóðfélagi," segir Guðmundur og bætir við að aðsókn í messur hafi aukist mikið í haust. „Það er búið að gerast einu sinni í haust að við höfum farið undir 200 manns á sunnudögum," segir hann.
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira