Abba selst og selst 22. júlí 2008 09:00 Sænsku poppararnir ásamt söngkonum sínum og um tíma eiginkonum á þeim tíma þegar frægð þeirra stóð sem hæst. Diskur með sönglögum Benny Anderson og Björn Ulveaus úr kvikmyndinni Mamma mia! þaut upp Billboard-listann í vikunni sem leið og kom inn á listann í sjöunda sæti en myndin var frumsýnd vestanhafs hinn 11. júlí. Hefur þessum herrum ekki tekist eins vel í sölu áður. Abba Gold er líka stokkin upp listann en hún var á sínum tíma í tvö ár á listanum. Velgengni laganna sem Benny Anderson stýrði nýjum upptökum á eykur verulega líkurnar á að þeim félögum takist að koma söngleik sínum eftir sögum Vilhelm Moberg, Kristínu frá Duvemala, á svið vestanhafs sem þeir hafa stefnt leynt og ljóst að um margra ára skeið. Sölukippurinn og velgengni Mamma mia! vestanhafs glæða vonir um að Abba slái loksins í gegn í Ameríku sem þeim gekk aldrei þrátt fyrir sterka stöðu á flestum öðrum mörkuðum. Mamma mia! situr nú í efsta sæti vinsældalistans í kvikmyndahúsum hér á landi en myndina höfðu ríflega 30 þúsund gestir séð eftir helgina. Athygli vekur að konur eru víða í miklum meirihluta gesta og fara í hópum, jafnvel fleiri en ein kynslóð. Þá er þegar tekið að gæta þess að ungir áhorfendur sjái myndina oftar en einu sinni.- pbb Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Diskur með sönglögum Benny Anderson og Björn Ulveaus úr kvikmyndinni Mamma mia! þaut upp Billboard-listann í vikunni sem leið og kom inn á listann í sjöunda sæti en myndin var frumsýnd vestanhafs hinn 11. júlí. Hefur þessum herrum ekki tekist eins vel í sölu áður. Abba Gold er líka stokkin upp listann en hún var á sínum tíma í tvö ár á listanum. Velgengni laganna sem Benny Anderson stýrði nýjum upptökum á eykur verulega líkurnar á að þeim félögum takist að koma söngleik sínum eftir sögum Vilhelm Moberg, Kristínu frá Duvemala, á svið vestanhafs sem þeir hafa stefnt leynt og ljóst að um margra ára skeið. Sölukippurinn og velgengni Mamma mia! vestanhafs glæða vonir um að Abba slái loksins í gegn í Ameríku sem þeim gekk aldrei þrátt fyrir sterka stöðu á flestum öðrum mörkuðum. Mamma mia! situr nú í efsta sæti vinsældalistans í kvikmyndahúsum hér á landi en myndina höfðu ríflega 30 þúsund gestir séð eftir helgina. Athygli vekur að konur eru víða í miklum meirihluta gesta og fara í hópum, jafnvel fleiri en ein kynslóð. Þá er þegar tekið að gæta þess að ungir áhorfendur sjái myndina oftar en einu sinni.- pbb
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“