Stigvaxandi sala 7. nóvember 2008 05:30 Stieg Larson er að leggja undir sig enskumælandi markaði. Breska forlagið Quercus er að skipuleggja stærstu markaðsherferð sem þeir nokkru sinni hafa skipulagt, fyrir aðra bók Stiegs Larsson, Stúlkan sem lék sér að eldi, en fyrsta bók hans, Karlar sem hata konur, er nýkomin út hjá Bjarti. Quercus gefur bókina út innbundna í janúar á næsta ári. Markaðsherferðin mun leggja áherslu á kvenhetju bókarinnar Lisbeth Salander með það fyrir augum að „stækka núverandi aðdáendahóp með því að beina athyglinni að yngri kvenlesendum," einsog bókaútgefendur á meginlandinu og í Bandaríkjunum hafa þegar gert. Þegar bókin kemur út innbundin í janúar ætlar breska forlagið að gefa 75 þúsund kiljur með dagblaðinu Evening Standard til þess að koma af stað „orðinu á götunni" til þess að „auka stórvægilega" þegar frábærar sölutölur á innbundnu bókinni. Mark Smith, framkvæmdastjóri Quercus, segir að takmarkið sé að selja milljón eintök af Millenium-trílógíu Stiegs Larsson. „Rúmlega 8 milljón eintök af bókinni hafa verið seld um alla Evrópu og fyrsta bókin, Karlar sem hata konur, hefur fengið glimrandi viðtökur í enskumælandi löndum, svo það er okkur heiður að fylgja í fótspor kollega okkar og byggja á velgengni þeirra með bókina," sagði hann. Karlar sem hata konur hefur þegar selst í nær hundrað þúsund eintökum á Englandi. - pbb Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Breska forlagið Quercus er að skipuleggja stærstu markaðsherferð sem þeir nokkru sinni hafa skipulagt, fyrir aðra bók Stiegs Larsson, Stúlkan sem lék sér að eldi, en fyrsta bók hans, Karlar sem hata konur, er nýkomin út hjá Bjarti. Quercus gefur bókina út innbundna í janúar á næsta ári. Markaðsherferðin mun leggja áherslu á kvenhetju bókarinnar Lisbeth Salander með það fyrir augum að „stækka núverandi aðdáendahóp með því að beina athyglinni að yngri kvenlesendum," einsog bókaútgefendur á meginlandinu og í Bandaríkjunum hafa þegar gert. Þegar bókin kemur út innbundin í janúar ætlar breska forlagið að gefa 75 þúsund kiljur með dagblaðinu Evening Standard til þess að koma af stað „orðinu á götunni" til þess að „auka stórvægilega" þegar frábærar sölutölur á innbundnu bókinni. Mark Smith, framkvæmdastjóri Quercus, segir að takmarkið sé að selja milljón eintök af Millenium-trílógíu Stiegs Larsson. „Rúmlega 8 milljón eintök af bókinni hafa verið seld um alla Evrópu og fyrsta bókin, Karlar sem hata konur, hefur fengið glimrandi viðtökur í enskumælandi löndum, svo það er okkur heiður að fylgja í fótspor kollega okkar og byggja á velgengni þeirra með bókina," sagði hann. Karlar sem hata konur hefur þegar selst í nær hundrað þúsund eintökum á Englandi. - pbb
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira