Þröstur endurheimti Edduna 30. nóvember 2008 10:00 Þröstur hefur loksins fengið styttuna í sínar hendur. Dóttir hans fékk síðan styttuna að gjöf. „Já, ég er loksins búinn að fá hana," segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson sem endurheimti Eddu-verðlaunin fyrir leik sinn í Brúðgumanum á miðvikudagskvöldið. Þröstur átti ekki heimangengt á Edduhátíðina sem haldin var 19. nóvember. Hann var þá að sýna Vestrið eina í Þjóðleikhúsinu og fékk tilkynninguna um sigurinn í SMS-skeyti frá systur sinni. Félagar Þrastar og mótleikarar úr Brúðgumanum, þeir Jóhann Sigurðarson og Ólafur Darri Ólafsson, tóku við styttunni fyrir hans hönd en eins og Fréttablaðið hafði greint frá þá gengu gífuryrðin milli „stórleikaranna" og Þrastar fyrir verðlaunaafhendinguna. Svo fór að þeir Ólafur og Jóhann „týndu" óvart styttunni eftir verðlaunaafhendinguna og höfðu ekki hugmynd um hvar hún var niðurkomin. Heimsókn þeirra félaga kom því Þresti skemmtilega á óvart. „Það komu hingað tveir ægilega lúpulegir menn og bönkuðu upp á hjá mér," útskýrir Þröstur og vísar þar í samstarfsfélaga sína Ólaf og Jóhann. „Þeir höfðu engar skýringar á því hvar styttan hafði verið, báru við minnisleysi. Ég get svo sem vel skilið að þeir hafi drekkt sorgum sínum þetta kvöld eftir tapið fyrir mér," heldur Þröstur áfram og hlær. Hann segir heimsóknina hafa verið ósköp stutta, þeir hafi reyndar búist við því að fá smáskjól frá rigningunni þetta kvöld en fengu það svo sannarlega ekki hjá keppinauti sínum. Þröstur viðurkennir síðan að sama kvöld hafi hann gefið styttuna sína. Reyndar ekki langt því dóttir hans fékk hana til vörslu. „Ég gef alla verðlaunagripi sem ég fæ. Ég hef ekki pláss fyrir þá alla."- fgg Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Já, ég er loksins búinn að fá hana," segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson sem endurheimti Eddu-verðlaunin fyrir leik sinn í Brúðgumanum á miðvikudagskvöldið. Þröstur átti ekki heimangengt á Edduhátíðina sem haldin var 19. nóvember. Hann var þá að sýna Vestrið eina í Þjóðleikhúsinu og fékk tilkynninguna um sigurinn í SMS-skeyti frá systur sinni. Félagar Þrastar og mótleikarar úr Brúðgumanum, þeir Jóhann Sigurðarson og Ólafur Darri Ólafsson, tóku við styttunni fyrir hans hönd en eins og Fréttablaðið hafði greint frá þá gengu gífuryrðin milli „stórleikaranna" og Þrastar fyrir verðlaunaafhendinguna. Svo fór að þeir Ólafur og Jóhann „týndu" óvart styttunni eftir verðlaunaafhendinguna og höfðu ekki hugmynd um hvar hún var niðurkomin. Heimsókn þeirra félaga kom því Þresti skemmtilega á óvart. „Það komu hingað tveir ægilega lúpulegir menn og bönkuðu upp á hjá mér," útskýrir Þröstur og vísar þar í samstarfsfélaga sína Ólaf og Jóhann. „Þeir höfðu engar skýringar á því hvar styttan hafði verið, báru við minnisleysi. Ég get svo sem vel skilið að þeir hafi drekkt sorgum sínum þetta kvöld eftir tapið fyrir mér," heldur Þröstur áfram og hlær. Hann segir heimsóknina hafa verið ósköp stutta, þeir hafi reyndar búist við því að fá smáskjól frá rigningunni þetta kvöld en fengu það svo sannarlega ekki hjá keppinauti sínum. Þröstur viðurkennir síðan að sama kvöld hafi hann gefið styttuna sína. Reyndar ekki langt því dóttir hans fékk hana til vörslu. „Ég gef alla verðlaunagripi sem ég fæ. Ég hef ekki pláss fyrir þá alla."- fgg
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira