Poetrix predikar úti á landi 8. nóvember 2008 06:00 Poetrix uppfræðir krakka í Sandgerði. „Ég er bara að rúnta um landið, rappa fyrir krakkana og borða núðlur. Fokk kreppa!" segir rapparinn Poetrix - Sævar Daniel Kolandavelu - sem er búinn að vera eina viku á vegum úti og á tvær vikur eftir enn. Hann og dj-inn og bítboxarinn Siggi Bahamas, eða NENNIsiggi, gera nú víðreist og troða upp á 32 stöðum á landsbyggðinni. Þar skemmta þeir og reyna að hafa jákvæð áhrif á krakkana. „Skilaboðin sem beinast að unglingum úr öllum áttum skemmtanaiðnaðarins í dag orka vægast sagt tvímælis," segir Poetrix. „Staðlaðar ímyndir um útlit og holdafar sjást í hverju einasta tónlistarmyndbandi, dópneysla er máluð upp sem sjálfsagður hlutur af lífsstíl þeirra sem slá í gegn og jafnvel sem spennandi þáttur í karaktersköpun." Poetrix, sem sjálfur er fyrrverandi fíkill, hefur ekki trú á predikun eða hræðsluáróðri. „Mér finnst líklegra til árangurs að nálgast krakkanna á jafningjagrundvelli og setja fyrirmynd með fordæmi. Með því að segja þeim aðeins frá sjálfum mér og leyfa þeim að fá smá innsýn í það sem að ég er að gera í dag og viðhorf til þess að vera ungur maður í þjóðfélaginu, er ég viss um að ná að skilja eitthvað jákvætt eftir mig." Krakkarnir hafa hingað til tekið vel í heimsóknina og Poetrix er bjartsýnn á æsku landsins. „Maður sér fullt af hæfileikaríkum krökkum. Það eiga sér drauma og markmið en þau verða auðvitað að hafa grundvöll til að láta drauma sína rætast. Krakkar á Íslandi eru gífurlega „fresh", eins og Siggi myndi orða það." Poetrix og Siggi eru á Norðurlandi þessa dagana og munu standa fyrir ýmsum uppákomum á Akureyri um helgina ásamt rappbandinu 32C.-drg Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég er bara að rúnta um landið, rappa fyrir krakkana og borða núðlur. Fokk kreppa!" segir rapparinn Poetrix - Sævar Daniel Kolandavelu - sem er búinn að vera eina viku á vegum úti og á tvær vikur eftir enn. Hann og dj-inn og bítboxarinn Siggi Bahamas, eða NENNIsiggi, gera nú víðreist og troða upp á 32 stöðum á landsbyggðinni. Þar skemmta þeir og reyna að hafa jákvæð áhrif á krakkana. „Skilaboðin sem beinast að unglingum úr öllum áttum skemmtanaiðnaðarins í dag orka vægast sagt tvímælis," segir Poetrix. „Staðlaðar ímyndir um útlit og holdafar sjást í hverju einasta tónlistarmyndbandi, dópneysla er máluð upp sem sjálfsagður hlutur af lífsstíl þeirra sem slá í gegn og jafnvel sem spennandi þáttur í karaktersköpun." Poetrix, sem sjálfur er fyrrverandi fíkill, hefur ekki trú á predikun eða hræðsluáróðri. „Mér finnst líklegra til árangurs að nálgast krakkanna á jafningjagrundvelli og setja fyrirmynd með fordæmi. Með því að segja þeim aðeins frá sjálfum mér og leyfa þeim að fá smá innsýn í það sem að ég er að gera í dag og viðhorf til þess að vera ungur maður í þjóðfélaginu, er ég viss um að ná að skilja eitthvað jákvætt eftir mig." Krakkarnir hafa hingað til tekið vel í heimsóknina og Poetrix er bjartsýnn á æsku landsins. „Maður sér fullt af hæfileikaríkum krökkum. Það eiga sér drauma og markmið en þau verða auðvitað að hafa grundvöll til að láta drauma sína rætast. Krakkar á Íslandi eru gífurlega „fresh", eins og Siggi myndi orða það." Poetrix og Siggi eru á Norðurlandi þessa dagana og munu standa fyrir ýmsum uppákomum á Akureyri um helgina ásamt rappbandinu 32C.-drg
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“