Poetrix predikar úti á landi 8. nóvember 2008 06:00 Poetrix uppfræðir krakka í Sandgerði. „Ég er bara að rúnta um landið, rappa fyrir krakkana og borða núðlur. Fokk kreppa!" segir rapparinn Poetrix - Sævar Daniel Kolandavelu - sem er búinn að vera eina viku á vegum úti og á tvær vikur eftir enn. Hann og dj-inn og bítboxarinn Siggi Bahamas, eða NENNIsiggi, gera nú víðreist og troða upp á 32 stöðum á landsbyggðinni. Þar skemmta þeir og reyna að hafa jákvæð áhrif á krakkana. „Skilaboðin sem beinast að unglingum úr öllum áttum skemmtanaiðnaðarins í dag orka vægast sagt tvímælis," segir Poetrix. „Staðlaðar ímyndir um útlit og holdafar sjást í hverju einasta tónlistarmyndbandi, dópneysla er máluð upp sem sjálfsagður hlutur af lífsstíl þeirra sem slá í gegn og jafnvel sem spennandi þáttur í karaktersköpun." Poetrix, sem sjálfur er fyrrverandi fíkill, hefur ekki trú á predikun eða hræðsluáróðri. „Mér finnst líklegra til árangurs að nálgast krakkanna á jafningjagrundvelli og setja fyrirmynd með fordæmi. Með því að segja þeim aðeins frá sjálfum mér og leyfa þeim að fá smá innsýn í það sem að ég er að gera í dag og viðhorf til þess að vera ungur maður í þjóðfélaginu, er ég viss um að ná að skilja eitthvað jákvætt eftir mig." Krakkarnir hafa hingað til tekið vel í heimsóknina og Poetrix er bjartsýnn á æsku landsins. „Maður sér fullt af hæfileikaríkum krökkum. Það eiga sér drauma og markmið en þau verða auðvitað að hafa grundvöll til að láta drauma sína rætast. Krakkar á Íslandi eru gífurlega „fresh", eins og Siggi myndi orða það." Poetrix og Siggi eru á Norðurlandi þessa dagana og munu standa fyrir ýmsum uppákomum á Akureyri um helgina ásamt rappbandinu 32C.-drg Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég er bara að rúnta um landið, rappa fyrir krakkana og borða núðlur. Fokk kreppa!" segir rapparinn Poetrix - Sævar Daniel Kolandavelu - sem er búinn að vera eina viku á vegum úti og á tvær vikur eftir enn. Hann og dj-inn og bítboxarinn Siggi Bahamas, eða NENNIsiggi, gera nú víðreist og troða upp á 32 stöðum á landsbyggðinni. Þar skemmta þeir og reyna að hafa jákvæð áhrif á krakkana. „Skilaboðin sem beinast að unglingum úr öllum áttum skemmtanaiðnaðarins í dag orka vægast sagt tvímælis," segir Poetrix. „Staðlaðar ímyndir um útlit og holdafar sjást í hverju einasta tónlistarmyndbandi, dópneysla er máluð upp sem sjálfsagður hlutur af lífsstíl þeirra sem slá í gegn og jafnvel sem spennandi þáttur í karaktersköpun." Poetrix, sem sjálfur er fyrrverandi fíkill, hefur ekki trú á predikun eða hræðsluáróðri. „Mér finnst líklegra til árangurs að nálgast krakkanna á jafningjagrundvelli og setja fyrirmynd með fordæmi. Með því að segja þeim aðeins frá sjálfum mér og leyfa þeim að fá smá innsýn í það sem að ég er að gera í dag og viðhorf til þess að vera ungur maður í þjóðfélaginu, er ég viss um að ná að skilja eitthvað jákvætt eftir mig." Krakkarnir hafa hingað til tekið vel í heimsóknina og Poetrix er bjartsýnn á æsku landsins. „Maður sér fullt af hæfileikaríkum krökkum. Það eiga sér drauma og markmið en þau verða auðvitað að hafa grundvöll til að láta drauma sína rætast. Krakkar á Íslandi eru gífurlega „fresh", eins og Siggi myndi orða það." Poetrix og Siggi eru á Norðurlandi þessa dagana og munu standa fyrir ýmsum uppákomum á Akureyri um helgina ásamt rappbandinu 32C.-drg
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira