McLaren gengst við refsingu Hamilton Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júní 2008 16:30 Lewis Hamilton, ökumaður McLaren. Nordic Photos / Getty Images Framkvæmdarstjóri McLaren-keppnisliðsins í Formúlu 1 sagði að liðið myndi gangast við refsingunni sem Lewis Hamilton fékk eftir keppnina í Kanada um helgina. Hamilton lenti í árekstri við Kimi Raikkönen á akreininni við viðgerðarsvæðið í keppninni í gær sem varð til þess að báðir þurftu að hætta keppni. Hamilton hefur beðist afsökunar á þessu. Þetta varð einnig til þess að Hamilton missti toppsætið í stigakeppni ökumanna en refsing hans er að hann þarf að byrja tíu sætum aftar í upphafi keppninnar í Frakklandi eftir tvær vikur en því sæti sem hann nær í tímatökunni. „Þetta er hörð refsing en sanngjörn," sagði Martin Whitmarsh. „Refsingin er hörð að því leyti að þetta gerir honum mjög erfitt fyrir í Frakklandi. En við höfum ekkert að athuga við ákvörðun dómara keppninnar því hann varð valdur að árekstri sem hefði mátt forðast." Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Framkvæmdarstjóri McLaren-keppnisliðsins í Formúlu 1 sagði að liðið myndi gangast við refsingunni sem Lewis Hamilton fékk eftir keppnina í Kanada um helgina. Hamilton lenti í árekstri við Kimi Raikkönen á akreininni við viðgerðarsvæðið í keppninni í gær sem varð til þess að báðir þurftu að hætta keppni. Hamilton hefur beðist afsökunar á þessu. Þetta varð einnig til þess að Hamilton missti toppsætið í stigakeppni ökumanna en refsing hans er að hann þarf að byrja tíu sætum aftar í upphafi keppninnar í Frakklandi eftir tvær vikur en því sæti sem hann nær í tímatökunni. „Þetta er hörð refsing en sanngjörn," sagði Martin Whitmarsh. „Refsingin er hörð að því leyti að þetta gerir honum mjög erfitt fyrir í Frakklandi. En við höfum ekkert að athuga við ákvörðun dómara keppninnar því hann varð valdur að árekstri sem hefði mátt forðast."
Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira