Síbreytileg og brotakennd 5. september 2008 04:00 Vala Ómarsdóttir í hlutverki sínu sem Maddid. Sviðslistahópurinn Maddid Theatre Company kom til landsins frá Englandi fyrir hálfum mánuði og hefur ferðast um landið með einleikinn Maddid. Nú er komið að lokasýningum hér á landi. Leikkonan Vala Ómarsdóttir stofnaði hópinn fyrir um ári ásamt leikhúsframleiðandanum Mari Rettedal, en síðan þá hafa fleiri listamenn bæst í hópinn. Hópurinn er býsna fjölþjóðlegur; þannig koma þeir listamenn sem standa að sýningunni frá fimm löndum. Sýningin fjallar um stúlkuna Maddid, sem Vala leikur, og tilraunir hennar til að fóta sig í lífinu. Verkið er unnið með svokallaðri „devised"-vinnuaðferð, en í henni er samvinna í forgrunni. „Í byrjun vinnuferlisins gengum við út frá hugmynd um persónuna Maddid," útskýrir Vala. „Við unnum mikla spunavinnu út frá henni og smátt og smátt tók verkið á sig mynd. Verkið er svo í sífelldri þróun; við sýndum það upprunalega á ensku í Lundúnum, en það hefur haft talsverð áhrif á þróun þess að þurfa að snara því yfir á íslensku og staðfæra það fyrir sýningarnar hér. Að auki hafa viðbrögð áhorfenda og aðkoma nýrra listamanna haft áhrif á hvernig verkið breytist. Titilpersóna leikritsins er meðvituð um að hún er unnin með þessari „devised" aðferð og er því nokkuð brotakennd. Við erum í raun dálítið að leika okkur með möguleikana sem það býður upp á." Maddid hefur almennt verið vel tekið hér á landi að sögn Völu. Verkið var sýnt á ArtFart-hátíðinni í síðasta mánuði, svo ferðaðist hópurinn með það til Vestmannaeyja og að lokum verða sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu nú um helgina. Vala segir það hafa verið ánægjulegt að sýna íslenskum áhorfendum verkið. „Sýningin hefur orðið léttari við það að koma hingað til lands og fyndnari held ég. Þegar við höfum sýnt verkið á ensku hefur Maddid, sem er íslensk stúlka, stundum átt erfitt með að tjá sig á því tungumáli og því leikið meira með líkamanum. Hér hefur sýningin þróast í aðra átt þar sem að Maddid kann sama tungumál og áhorfendur, en þar sem hún er „devised" verk og í stöðugri þróun, þá er hún jafnframt pirruð yfir að vera ófullgerð og á erfitt með að tjá sig þar sem ekki er búið að skrifa fyrir hana handrit. Því tekur líkaminn enn stjórnina á stundum með ófyrirsjáanlegum og skondnum afleiðingum. Við stefnum að því að setja sýninguna aftur upp í Lundúnum nú í haust, en þá verður hún orðin talsvert breytt eftir Íslandsförina þar sem að við komum til með að þýða og staðfæra sýninguna eins og hún er orðin núna á íslensku aftur yfir á ensku." Síðustu tvær sýningarnar á þessari forvitnilegu sýningu fara fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Strandgötu 50, í kvöld og annað kvöld kl. 20. Miða á sýningarnar má nálgast á www.midi.is og við innganginn. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sviðslistahópurinn Maddid Theatre Company kom til landsins frá Englandi fyrir hálfum mánuði og hefur ferðast um landið með einleikinn Maddid. Nú er komið að lokasýningum hér á landi. Leikkonan Vala Ómarsdóttir stofnaði hópinn fyrir um ári ásamt leikhúsframleiðandanum Mari Rettedal, en síðan þá hafa fleiri listamenn bæst í hópinn. Hópurinn er býsna fjölþjóðlegur; þannig koma þeir listamenn sem standa að sýningunni frá fimm löndum. Sýningin fjallar um stúlkuna Maddid, sem Vala leikur, og tilraunir hennar til að fóta sig í lífinu. Verkið er unnið með svokallaðri „devised"-vinnuaðferð, en í henni er samvinna í forgrunni. „Í byrjun vinnuferlisins gengum við út frá hugmynd um persónuna Maddid," útskýrir Vala. „Við unnum mikla spunavinnu út frá henni og smátt og smátt tók verkið á sig mynd. Verkið er svo í sífelldri þróun; við sýndum það upprunalega á ensku í Lundúnum, en það hefur haft talsverð áhrif á þróun þess að þurfa að snara því yfir á íslensku og staðfæra það fyrir sýningarnar hér. Að auki hafa viðbrögð áhorfenda og aðkoma nýrra listamanna haft áhrif á hvernig verkið breytist. Titilpersóna leikritsins er meðvituð um að hún er unnin með þessari „devised" aðferð og er því nokkuð brotakennd. Við erum í raun dálítið að leika okkur með möguleikana sem það býður upp á." Maddid hefur almennt verið vel tekið hér á landi að sögn Völu. Verkið var sýnt á ArtFart-hátíðinni í síðasta mánuði, svo ferðaðist hópurinn með það til Vestmannaeyja og að lokum verða sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu nú um helgina. Vala segir það hafa verið ánægjulegt að sýna íslenskum áhorfendum verkið. „Sýningin hefur orðið léttari við það að koma hingað til lands og fyndnari held ég. Þegar við höfum sýnt verkið á ensku hefur Maddid, sem er íslensk stúlka, stundum átt erfitt með að tjá sig á því tungumáli og því leikið meira með líkamanum. Hér hefur sýningin þróast í aðra átt þar sem að Maddid kann sama tungumál og áhorfendur, en þar sem hún er „devised" verk og í stöðugri þróun, þá er hún jafnframt pirruð yfir að vera ófullgerð og á erfitt með að tjá sig þar sem ekki er búið að skrifa fyrir hana handrit. Því tekur líkaminn enn stjórnina á stundum með ófyrirsjáanlegum og skondnum afleiðingum. Við stefnum að því að setja sýninguna aftur upp í Lundúnum nú í haust, en þá verður hún orðin talsvert breytt eftir Íslandsförina þar sem að við komum til með að þýða og staðfæra sýninguna eins og hún er orðin núna á íslensku aftur yfir á ensku." Síðustu tvær sýningarnar á þessari forvitnilegu sýningu fara fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Strandgötu 50, í kvöld og annað kvöld kl. 20. Miða á sýningarnar má nálgast á www.midi.is og við innganginn. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira