Kvikmyndaver selt 23. október 2008 09:00 Eitt elsta og frægasta kvikmyndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussolini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria-verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði. Það stóðst fyllilega samanburð við stærstu verin í Kaliforníu. Hundruð kvikmynda voru teknar þar, þeirra á meðal margar þekktar bandarískar kvikmyndir, eins og Ben Hur og margar slíkar. Martin Scorsese tók þar Gangs of New York. Flestar myndir Federico Fellini voru gerðar þar. Vinsældir versins til vinnu stærri verka voru meðal annars skýrðar með hárri verkkunnáttu og ódýru vinnuafli. Nú vill stjórn Berlusconi losa sig við hlut sinn í verinu sem kom til eftir fjárhagsleg vandræði við rekstur þess fyrir fáeinum árum. Á svæðinu eru 22 svið og gríðarlegt landsvæði tilheyrir rekstri þess. Þar er enn framleiðsla í fullum gangi: Spike Lee tók þar Miracle at St Anna og Abel Ferrara Go Go Tales. Ríkisstjórn Berlusconi gengur nú hart fram í endurskipulagningu menningarstarfs í landinu: styrkir til aldinna stofnana og hátíða eru grimmilega endurskoðaðar sem nýrri. Rómar-kvikmyndahátíðin sem sett var á stofn 2006 er nú í hættu að leggjast af. - pbb Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Eitt elsta og frægasta kvikmyndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussolini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria-verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði. Það stóðst fyllilega samanburð við stærstu verin í Kaliforníu. Hundruð kvikmynda voru teknar þar, þeirra á meðal margar þekktar bandarískar kvikmyndir, eins og Ben Hur og margar slíkar. Martin Scorsese tók þar Gangs of New York. Flestar myndir Federico Fellini voru gerðar þar. Vinsældir versins til vinnu stærri verka voru meðal annars skýrðar með hárri verkkunnáttu og ódýru vinnuafli. Nú vill stjórn Berlusconi losa sig við hlut sinn í verinu sem kom til eftir fjárhagsleg vandræði við rekstur þess fyrir fáeinum árum. Á svæðinu eru 22 svið og gríðarlegt landsvæði tilheyrir rekstri þess. Þar er enn framleiðsla í fullum gangi: Spike Lee tók þar Miracle at St Anna og Abel Ferrara Go Go Tales. Ríkisstjórn Berlusconi gengur nú hart fram í endurskipulagningu menningarstarfs í landinu: styrkir til aldinna stofnana og hátíða eru grimmilega endurskoðaðar sem nýrri. Rómar-kvikmyndahátíðin sem sett var á stofn 2006 er nú í hættu að leggjast af. - pbb
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira