Kvikmyndaver selt 23. október 2008 09:00 Eitt elsta og frægasta kvikmyndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussolini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria-verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði. Það stóðst fyllilega samanburð við stærstu verin í Kaliforníu. Hundruð kvikmynda voru teknar þar, þeirra á meðal margar þekktar bandarískar kvikmyndir, eins og Ben Hur og margar slíkar. Martin Scorsese tók þar Gangs of New York. Flestar myndir Federico Fellini voru gerðar þar. Vinsældir versins til vinnu stærri verka voru meðal annars skýrðar með hárri verkkunnáttu og ódýru vinnuafli. Nú vill stjórn Berlusconi losa sig við hlut sinn í verinu sem kom til eftir fjárhagsleg vandræði við rekstur þess fyrir fáeinum árum. Á svæðinu eru 22 svið og gríðarlegt landsvæði tilheyrir rekstri þess. Þar er enn framleiðsla í fullum gangi: Spike Lee tók þar Miracle at St Anna og Abel Ferrara Go Go Tales. Ríkisstjórn Berlusconi gengur nú hart fram í endurskipulagningu menningarstarfs í landinu: styrkir til aldinna stofnana og hátíða eru grimmilega endurskoðaðar sem nýrri. Rómar-kvikmyndahátíðin sem sett var á stofn 2006 er nú í hættu að leggjast af. - pbb Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Eitt elsta og frægasta kvikmyndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussolini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria-verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði. Það stóðst fyllilega samanburð við stærstu verin í Kaliforníu. Hundruð kvikmynda voru teknar þar, þeirra á meðal margar þekktar bandarískar kvikmyndir, eins og Ben Hur og margar slíkar. Martin Scorsese tók þar Gangs of New York. Flestar myndir Federico Fellini voru gerðar þar. Vinsældir versins til vinnu stærri verka voru meðal annars skýrðar með hárri verkkunnáttu og ódýru vinnuafli. Nú vill stjórn Berlusconi losa sig við hlut sinn í verinu sem kom til eftir fjárhagsleg vandræði við rekstur þess fyrir fáeinum árum. Á svæðinu eru 22 svið og gríðarlegt landsvæði tilheyrir rekstri þess. Þar er enn framleiðsla í fullum gangi: Spike Lee tók þar Miracle at St Anna og Abel Ferrara Go Go Tales. Ríkisstjórn Berlusconi gengur nú hart fram í endurskipulagningu menningarstarfs í landinu: styrkir til aldinna stofnana og hátíða eru grimmilega endurskoðaðar sem nýrri. Rómar-kvikmyndahátíðin sem sett var á stofn 2006 er nú í hættu að leggjast af. - pbb
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein