Afreksfólk kostar silfur og gull Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2008 06:15 Mikill fjöldi manns lét ekki súld aftra sér frá því að mæta í miðborgina í gær og hylla ólympíufarana. Afrek landsliðsins í handbolta var það sem trekkti helst að, svo og silfurverðlaunin. Þó má ekki gleyma öðrum afrekum. Það er til dæmis mjög góður árangur að setja Íslandsmet, þrátt fyrir að Íslandsmetin hafi ekki dugað til verðlaunasætis. Eins og ríkisstjórnin staðfesti í fyrradag, þegar samþykkt var að veita Handknattleikssambandi Íslands fimmtíu milljónir króna, eru afrek eins og silfurverðlaun á Ólympíuleikum ekki ókeypis. Annars vegar kemur til að dýrt er að taka þátt í stórmótum. Hins vegar kostar það skildinginn að ala upp afreksfólk í íþróttum. Þegar íþróttafólk hefur sýnt hversu efnilegt það er á sínu sviði á það möguleika á styrkjum frá afreksmannasjóðum en það stendur upp á íþróttafélögin að koma sínu íþróttafólki í lið afreksmanna. Á stundu sem þessari verða margir til að minna á þau gömlu sannindi að það að stunda íþróttir hafi forvarnagildi, að efnilegir íþróttamenn sem æfa mikið þurfa að vinna skipulegar í námi sínu, sem hefur áhrif á námsárangurinn. Börn og unglingar hafa því verið hvött til að stunda íþróttir og annað tómstundastarf eftir skóla. Til að styðja við íþrótta- og tómstundastarf hafa nokkur sveitarfélög, líkt og stærsta sveitarfélagið í landinu, Reykjavíkurborg, stutt við slíkt æskulýðsstarf með frístundakortum. Eins og fram hefur komið þarf borgin að endurskoða frístundakortin, því þrátt fyrir að þeim hafi verið vel tekið eru þau minnst notuð af þeim foreldrum sem mest þurfa á þeim að halda - þeim efnaminni. Slík endurskoðun á vel heima með endurskoðun á frístundaheimilum borgarinnar. Nú er árlegt vandamál að ekki fæst nógu margt fólk til að manna frístundaheimilin fyrir börn í 1.-4. bekk og því þurfa foreldrar 1.700 barna að finna önnur úrræði þangað til nægt starfsfólk finnst. Tæplega helmingur barna á þessum aldri var í vistun í frístundaheimilum ÍTR síðasta vor. Foreldrar þeirra barna sem nýttu sér þetta úrræði segjast, í heildina séð, ánægðir með starfsemi frístundaheimilanna en það er tvennt sem dregur úr ánægjunni. Annars vegar er verð þjónustunnar og hins vegar sú aðstaða sem boðið er upp á fyrir frístundaheimilin. Hvort tveggja hlýtur að koma til endurskoðunar ef farið verður í heildarendurskoðun á starfsemi frístundaheimilanna. Með því að endurskoða samhliða frístundaheimili og frístundakort, með því til dæmis að færa íþrótta- og tómstundastarf meira inn í skólana, væri hægt að efla starfsemina með því að víkka út aldursmörkin. Ef frístundastarf á að vera meira en „vistunarúrræði" fyrir yngstu börn grunnskóla eru engin rök fyrir því í raun að frístundastarf ÍTR og skólanna sé takmarkað við 1. til 4. bekk. Gildi íþrótta og tómstundastarfs á alveg jafn mikið við á mið- og unglingastigi grunnskólanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Mikill fjöldi manns lét ekki súld aftra sér frá því að mæta í miðborgina í gær og hylla ólympíufarana. Afrek landsliðsins í handbolta var það sem trekkti helst að, svo og silfurverðlaunin. Þó má ekki gleyma öðrum afrekum. Það er til dæmis mjög góður árangur að setja Íslandsmet, þrátt fyrir að Íslandsmetin hafi ekki dugað til verðlaunasætis. Eins og ríkisstjórnin staðfesti í fyrradag, þegar samþykkt var að veita Handknattleikssambandi Íslands fimmtíu milljónir króna, eru afrek eins og silfurverðlaun á Ólympíuleikum ekki ókeypis. Annars vegar kemur til að dýrt er að taka þátt í stórmótum. Hins vegar kostar það skildinginn að ala upp afreksfólk í íþróttum. Þegar íþróttafólk hefur sýnt hversu efnilegt það er á sínu sviði á það möguleika á styrkjum frá afreksmannasjóðum en það stendur upp á íþróttafélögin að koma sínu íþróttafólki í lið afreksmanna. Á stundu sem þessari verða margir til að minna á þau gömlu sannindi að það að stunda íþróttir hafi forvarnagildi, að efnilegir íþróttamenn sem æfa mikið þurfa að vinna skipulegar í námi sínu, sem hefur áhrif á námsárangurinn. Börn og unglingar hafa því verið hvött til að stunda íþróttir og annað tómstundastarf eftir skóla. Til að styðja við íþrótta- og tómstundastarf hafa nokkur sveitarfélög, líkt og stærsta sveitarfélagið í landinu, Reykjavíkurborg, stutt við slíkt æskulýðsstarf með frístundakortum. Eins og fram hefur komið þarf borgin að endurskoða frístundakortin, því þrátt fyrir að þeim hafi verið vel tekið eru þau minnst notuð af þeim foreldrum sem mest þurfa á þeim að halda - þeim efnaminni. Slík endurskoðun á vel heima með endurskoðun á frístundaheimilum borgarinnar. Nú er árlegt vandamál að ekki fæst nógu margt fólk til að manna frístundaheimilin fyrir börn í 1.-4. bekk og því þurfa foreldrar 1.700 barna að finna önnur úrræði þangað til nægt starfsfólk finnst. Tæplega helmingur barna á þessum aldri var í vistun í frístundaheimilum ÍTR síðasta vor. Foreldrar þeirra barna sem nýttu sér þetta úrræði segjast, í heildina séð, ánægðir með starfsemi frístundaheimilanna en það er tvennt sem dregur úr ánægjunni. Annars vegar er verð þjónustunnar og hins vegar sú aðstaða sem boðið er upp á fyrir frístundaheimilin. Hvort tveggja hlýtur að koma til endurskoðunar ef farið verður í heildarendurskoðun á starfsemi frístundaheimilanna. Með því að endurskoða samhliða frístundaheimili og frístundakort, með því til dæmis að færa íþrótta- og tómstundastarf meira inn í skólana, væri hægt að efla starfsemina með því að víkka út aldursmörkin. Ef frístundastarf á að vera meira en „vistunarúrræði" fyrir yngstu börn grunnskóla eru engin rök fyrir því í raun að frístundastarf ÍTR og skólanna sé takmarkað við 1. til 4. bekk. Gildi íþrótta og tómstundastarfs á alveg jafn mikið við á mið- og unglingastigi grunnskólanna.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun