Óútgefið verk eftir The Beatles 20. nóvember 2008 04:45 Paul McCartney þreifaði snemma fyrir sér í raftónlist og er enn að. Fjórtán mínútna spunaverk sem Bítlarnir tóku upp við hljóðritun á Penny Lane í janúar 1967 undir stjórn Pauls McCartney veldur nokkrum deilum um þessar mundir í Bretlandi. Paul vill endilega að tilraunaverkið, sem ber heitið Carnival of light, verði gefið út, en það er frjáls spuni unninn áfram með aðferðum raftónskálda. Verkið var samið sérstaklega fyrir raftónlistarhátíð í Roundhouse í London sem neðanjarðarblaðið International Times stóð fyrir. Þar var það flutt í fyrsta og eina sinn. Það kom til álita við útgáfu Anthology-safnsins en Ringo Starr og George Harrison vildu ekki hafa það með, McCartney var í mun að gefa það út, en John Lennon vann ýmis verk af svipuðu tagi næstu árin og kom eitt þeirra, Revolution nr. 9, út á Hvíta albúminu. Í breskum fjölmiðlum er fullyrt að McCartney telji verkið auka hróður sinn sem tónskálds en hann leiddi vinnuna við spunann. Tengist uppljóstrun um tilurð verksins útgáfu þriðja safns tilraunatónlistar sem hann hefur gefið út undir nafninu Fireman. Hann hefur lýst yfir áhuga sínum á að verkið, Carnival of light, verði gefið út og þá er spurt hvort því fylgi einhverjar aðrar áður óútgefnar tökur með hljómsveitinni. - pbb Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fjórtán mínútna spunaverk sem Bítlarnir tóku upp við hljóðritun á Penny Lane í janúar 1967 undir stjórn Pauls McCartney veldur nokkrum deilum um þessar mundir í Bretlandi. Paul vill endilega að tilraunaverkið, sem ber heitið Carnival of light, verði gefið út, en það er frjáls spuni unninn áfram með aðferðum raftónskálda. Verkið var samið sérstaklega fyrir raftónlistarhátíð í Roundhouse í London sem neðanjarðarblaðið International Times stóð fyrir. Þar var það flutt í fyrsta og eina sinn. Það kom til álita við útgáfu Anthology-safnsins en Ringo Starr og George Harrison vildu ekki hafa það með, McCartney var í mun að gefa það út, en John Lennon vann ýmis verk af svipuðu tagi næstu árin og kom eitt þeirra, Revolution nr. 9, út á Hvíta albúminu. Í breskum fjölmiðlum er fullyrt að McCartney telji verkið auka hróður sinn sem tónskálds en hann leiddi vinnuna við spunann. Tengist uppljóstrun um tilurð verksins útgáfu þriðja safns tilraunatónlistar sem hann hefur gefið út undir nafninu Fireman. Hann hefur lýst yfir áhuga sínum á að verkið, Carnival of light, verði gefið út og þá er spurt hvort því fylgi einhverjar aðrar áður óútgefnar tökur með hljómsveitinni. - pbb
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira