Söngkonur í aðalhlutverki 15. október 2008 03:30 Myrra Rós Þrastardóttir er ein þeirra söngkvenna sem skipa Trúbatrixur og munu koma fram á Café Rósenberg dagana 17. og 18. október, samhliða Iceland Airwaves-hátíðinni. „Ég talaði við stelpur sem mig langaði til að sjá spila og við ákváðum að stofna Trúbatrixur sem yrði grundvöllur fyrir okkur allar til að koma okkur á framfæri," segir tónlistarkonan Myrra Rós Þrastardóttir um Trúbatrixur sem samanstanda af þjóðþekktum og upprennandi íslenskum söngkonum. Hópnum var boðið að halda tveggja daga „mini festival" á Café Rósenberg dagana 17. og 18. október samhliða Iceland Airwaves-hátíðinni, eftir að þær héldu vel heppnað tónleikakvöld þar í september. „Það kostar mjög mikið á Airwaves og sumir hafa bara ekki efni á því. Eins og ástandið er í landinu í dag fannst okkur það rosalega vel við hæfi að hafa frítt inn, en við verðum með fjáröflun þar sem fólk getur gefið frjáls framlög ef það langar til," útskýrir Myrra, en auk þjóðþekktra söngkvenna á borð við Lay Low, Dísu, Fabúlu og Ellen Kristjáns verður framinn gjörningur, stiginn magadans og boðið upp á vöfflur og með því. Erlendir aðilar hafa staðfest komu sína og hún segir hátíðina aðeins vera byrjun á fleiri tónleikum hjá Trúbatrixum. „Við bindum okkur ekki eingöngu við Reykjavík. Við ætlum að syngja í Keflavík, það er á döfinni að fara til Þýskalands og svo er stefnan að halda þetta í Ástralíu næsta sumar," segir Myrra að lokum. - ag Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég talaði við stelpur sem mig langaði til að sjá spila og við ákváðum að stofna Trúbatrixur sem yrði grundvöllur fyrir okkur allar til að koma okkur á framfæri," segir tónlistarkonan Myrra Rós Þrastardóttir um Trúbatrixur sem samanstanda af þjóðþekktum og upprennandi íslenskum söngkonum. Hópnum var boðið að halda tveggja daga „mini festival" á Café Rósenberg dagana 17. og 18. október samhliða Iceland Airwaves-hátíðinni, eftir að þær héldu vel heppnað tónleikakvöld þar í september. „Það kostar mjög mikið á Airwaves og sumir hafa bara ekki efni á því. Eins og ástandið er í landinu í dag fannst okkur það rosalega vel við hæfi að hafa frítt inn, en við verðum með fjáröflun þar sem fólk getur gefið frjáls framlög ef það langar til," útskýrir Myrra, en auk þjóðþekktra söngkvenna á borð við Lay Low, Dísu, Fabúlu og Ellen Kristjáns verður framinn gjörningur, stiginn magadans og boðið upp á vöfflur og með því. Erlendir aðilar hafa staðfest komu sína og hún segir hátíðina aðeins vera byrjun á fleiri tónleikum hjá Trúbatrixum. „Við bindum okkur ekki eingöngu við Reykjavík. Við ætlum að syngja í Keflavík, það er á döfinni að fara til Þýskalands og svo er stefnan að halda þetta í Ástralíu næsta sumar," segir Myrra að lokum. - ag
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira