Líkur á hærri stýrivöxtum í Bandaríkjunum 27. ágúst 2008 09:32 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í þungum þönkum. Mynd/AFP Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnipunktum af síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði, sem birtir voru í gær. Ekki liggur þó fyrir hvenær ákvörðun um slíkt mun verða tekin en reiknað er með óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs fram í nóvember. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í byrjun þessa mánaðar að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Í minnipunktunum kemur fram að þótt menn telji nauðsynlegt að auka aðhald í peningamálum eftir snarpa lækkun stýrivaxta þá greini á um verðbólguvæntingar. Verðbólga í Vesturheimi hefur aukist nokkuð samhliða stýrivaxtalækkun síðastliðið árið. Á sama tíma hefur verð á hrávöru verið að lækka síðustu vikurnar eftir að hafa staðið í hæstu hæðum sem reiknað er með að geti dregið úr verðbólgu. Helstu áhættuþættirnir liggja hins vegar í fjármála- og húsnæðisgeiranum en óvíst er hvort lausafjárkreppan sé að renna sitt skeið eða muni halda áfram og jafnvel verða dýpri. Reynist fjármálakreppan dýpri og erfiðari megi reikna með því að aðstæður á húsnæðismarkaði versni frekar, hefur Bloomberg-fréttastofan eftir sérfræðingum í málefnum bandaríska seðlabankans. Fjármálaóstöðugleikinn hefur að sama skapi valdið óvissu í atvinnumálum en tæp hálf milljón Bandaríkjamanna hefur misst vinnuna frá áramótum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnipunktum af síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði, sem birtir voru í gær. Ekki liggur þó fyrir hvenær ákvörðun um slíkt mun verða tekin en reiknað er með óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs fram í nóvember. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í byrjun þessa mánaðar að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Í minnipunktunum kemur fram að þótt menn telji nauðsynlegt að auka aðhald í peningamálum eftir snarpa lækkun stýrivaxta þá greini á um verðbólguvæntingar. Verðbólga í Vesturheimi hefur aukist nokkuð samhliða stýrivaxtalækkun síðastliðið árið. Á sama tíma hefur verð á hrávöru verið að lækka síðustu vikurnar eftir að hafa staðið í hæstu hæðum sem reiknað er með að geti dregið úr verðbólgu. Helstu áhættuþættirnir liggja hins vegar í fjármála- og húsnæðisgeiranum en óvíst er hvort lausafjárkreppan sé að renna sitt skeið eða muni halda áfram og jafnvel verða dýpri. Reynist fjármálakreppan dýpri og erfiðari megi reikna með því að aðstæður á húsnæðismarkaði versni frekar, hefur Bloomberg-fréttastofan eftir sérfræðingum í málefnum bandaríska seðlabankans. Fjármálaóstöðugleikinn hefur að sama skapi valdið óvissu í atvinnumálum en tæp hálf milljón Bandaríkjamanna hefur misst vinnuna frá áramótum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira