Nú þarf að láta verkin tala Steinunn Stefánsdóttir skrifar 16. september 2008 07:00 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um að taka verði á kynbundnum launamun. Ljóst er að langur vegur er frá því að þetta verkefni ríkisstjórnarinnar sé á einhverjum rekspöl. Þvert á móti kemur í ljós í nýrri launakönnun SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu - að launamunur hefur aukist milli ára. Staðreyndin er sem sagt sú að í febrúar árið 2007 höfðu konur innan SFR 14,3 prósentum lægri laun en karlar innan félagsins. Ári síðar var þessi munur orðinn 17,2 prósent; nærri þremur prósentustigum meiri. Hér er þó bara verið að tala um svokallaðan óútskýrðan launamun eða launamun sem ekki verður skýrður með aldri, vinnutíma, starfsaldri, starfsstétt, menntun og vaktaálagi. Sé hins vegar horft á raunverulegan launamun kynjanna innan stéttarfélagsins SFR er staðreyndin sú að konur hafa 27 prósentum lægri heildarlaun en karlar. Eftirtektarvert er að kynbundinn launamunur félagsmanna í SFR er talsvert meiri en kynbundinn launamunur í stéttarfélaginu VR, en launakannanir þessara félaga eru sambærilegar. Kynbundinn launamunur félagsmanna VR er 12,3 prósent meðan hann er 17,2 prósent hjá félagsmönnum SFR. Kynbundinn launamunur hjá ríkisstarfsmönnunum er sem sagt nærri fimm prósentustigum meiri en hjá starfsmönnum í skrifstofu- og verslunarstörfum á almennum vinnumarkaði. Hjá VR hefur launamunur milli kynja því miður einnig aukist milli ára en munurinn telst þó ekki marktækur því hann nemur þó ekki nema 0,6 prósentustigum, fer úr 11,6 í 12,2 prósent. Þessi niðurstaða getur ekki annað en talist áfellisdómur yfir þeirri launastefnu sem rekin er af íslenska ríkinu. Ljóst er af nýbirtum launakönnunum SFR og VR að fjarri lagi er að launajafnrétti milli kynja ríki. Sé það markmið að launajafnrétti náist, sem gera verður ráð fyrir að sátt ríki um, er ljóst að allir verða að leggja hönd á plóg. Aðilar vinnumarkaðarins hljóta að horfa á launajafnrétti sérstaklega við gerð kjarasamninga, og þá ekki síst samninganefnd ríkisins. Óralangt er í land að hefðbundin kvennastörf séu jafnhátt metin til launa og hefðbundin karlastörf. Þessi staðreynd hlýtur að kalla á viðhorfsbreytingu aðila vinnumarkaðarins. Ábyrgðin er líka í höndum hvers og eins sem að samningum um laun kemur, beggja vegna borðsins. Kannanir hafa sýnt að konur hafa mun minni væntingar um laun en karlar. Þarna þurfa konur greinilega að taka sig taki. Sömuleiðis þeir sem að launasamningum einstaklinga koma fyrir hönd atvinnurekenda. Ljóst er að ríkisstjórnin verður að reka af sér slyðruorðið og láta verkin tala. Ekki verður dregið úr kynbundum launamun með því að lækka laun karla. Ríkisstjórnin hefur einmitt nú tækifæri til að sýna vilja sinn til þess að jafna laun kynjanna í verki með því að semja um umtalsverða launahækkun stéttar sem ekki telur einn einasta karlmann, ljósmæðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um að taka verði á kynbundnum launamun. Ljóst er að langur vegur er frá því að þetta verkefni ríkisstjórnarinnar sé á einhverjum rekspöl. Þvert á móti kemur í ljós í nýrri launakönnun SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu - að launamunur hefur aukist milli ára. Staðreyndin er sem sagt sú að í febrúar árið 2007 höfðu konur innan SFR 14,3 prósentum lægri laun en karlar innan félagsins. Ári síðar var þessi munur orðinn 17,2 prósent; nærri þremur prósentustigum meiri. Hér er þó bara verið að tala um svokallaðan óútskýrðan launamun eða launamun sem ekki verður skýrður með aldri, vinnutíma, starfsaldri, starfsstétt, menntun og vaktaálagi. Sé hins vegar horft á raunverulegan launamun kynjanna innan stéttarfélagsins SFR er staðreyndin sú að konur hafa 27 prósentum lægri heildarlaun en karlar. Eftirtektarvert er að kynbundinn launamunur félagsmanna í SFR er talsvert meiri en kynbundinn launamunur í stéttarfélaginu VR, en launakannanir þessara félaga eru sambærilegar. Kynbundinn launamunur félagsmanna VR er 12,3 prósent meðan hann er 17,2 prósent hjá félagsmönnum SFR. Kynbundinn launamunur hjá ríkisstarfsmönnunum er sem sagt nærri fimm prósentustigum meiri en hjá starfsmönnum í skrifstofu- og verslunarstörfum á almennum vinnumarkaði. Hjá VR hefur launamunur milli kynja því miður einnig aukist milli ára en munurinn telst þó ekki marktækur því hann nemur þó ekki nema 0,6 prósentustigum, fer úr 11,6 í 12,2 prósent. Þessi niðurstaða getur ekki annað en talist áfellisdómur yfir þeirri launastefnu sem rekin er af íslenska ríkinu. Ljóst er af nýbirtum launakönnunum SFR og VR að fjarri lagi er að launajafnrétti milli kynja ríki. Sé það markmið að launajafnrétti náist, sem gera verður ráð fyrir að sátt ríki um, er ljóst að allir verða að leggja hönd á plóg. Aðilar vinnumarkaðarins hljóta að horfa á launajafnrétti sérstaklega við gerð kjarasamninga, og þá ekki síst samninganefnd ríkisins. Óralangt er í land að hefðbundin kvennastörf séu jafnhátt metin til launa og hefðbundin karlastörf. Þessi staðreynd hlýtur að kalla á viðhorfsbreytingu aðila vinnumarkaðarins. Ábyrgðin er líka í höndum hvers og eins sem að samningum um laun kemur, beggja vegna borðsins. Kannanir hafa sýnt að konur hafa mun minni væntingar um laun en karlar. Þarna þurfa konur greinilega að taka sig taki. Sömuleiðis þeir sem að launasamningum einstaklinga koma fyrir hönd atvinnurekenda. Ljóst er að ríkisstjórnin verður að reka af sér slyðruorðið og láta verkin tala. Ekki verður dregið úr kynbundum launamun með því að lækka laun karla. Ríkisstjórnin hefur einmitt nú tækifæri til að sýna vilja sinn til þess að jafna laun kynjanna í verki með því að semja um umtalsverða launahækkun stéttar sem ekki telur einn einasta karlmann, ljósmæðra.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun