Jackie Stewart: Hamilton verður að halda haus 15. október 2008 08:44 Jackie Stewart og Lewis Hamilton ræða málin á mótsstað. Mynd: Getty Images Gamla kempan Jackie Stewart sem varð þrívegis heimsneistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi ekki efni á lfieiri mistökum. Hann hefur lengi verið stuðningsmaður Hamiltons, en segir að hann hafi sýnt það um síðustu helgi að hann er enn óþroskaður sem ökumaður. "Þetta var ekki besta keppni Hamiltons. Þð er gamalt máltæki sem segir; Þú getur ekki unnið keppni í fyrstu beygju. Þú getur bara tapað henni. Það er nákvæmlega það sem gerðist. Hann verður að halda haus í lokamótunum tveimur", sagði Stewart um atburðina á Fuji brautinni. "Hamilton bremsaði of seint í mótinu á Fuji og þvingaði Raikkönen útaf. Hamilton er mjög rólegur í viðtölum, en þegar kemur að keppni, þá er hann ekki alltaf sá yfirvegaðasti. Hann er enn að læra. Hann verður ekki meistari með sama háttalagi og í Japan." "Felipe Massa gerði líka mistök þegar hann reyndi að fara framúr Hamilton í öðrum hring. Hann ók ekki vísvitandi á Hamilton, heldur fór hann framúr sjálfum sér í hita leiksins", sagði Stewart. Stewart mætir á mörg Formúlu 1 mót og vinnur þar kyningarvinnu í samstarfi við Williams liðið og skoska alþjóðabankann RBS. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Gamla kempan Jackie Stewart sem varð þrívegis heimsneistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi ekki efni á lfieiri mistökum. Hann hefur lengi verið stuðningsmaður Hamiltons, en segir að hann hafi sýnt það um síðustu helgi að hann er enn óþroskaður sem ökumaður. "Þetta var ekki besta keppni Hamiltons. Þð er gamalt máltæki sem segir; Þú getur ekki unnið keppni í fyrstu beygju. Þú getur bara tapað henni. Það er nákvæmlega það sem gerðist. Hann verður að halda haus í lokamótunum tveimur", sagði Stewart um atburðina á Fuji brautinni. "Hamilton bremsaði of seint í mótinu á Fuji og þvingaði Raikkönen útaf. Hamilton er mjög rólegur í viðtölum, en þegar kemur að keppni, þá er hann ekki alltaf sá yfirvegaðasti. Hann er enn að læra. Hann verður ekki meistari með sama háttalagi og í Japan." "Felipe Massa gerði líka mistök þegar hann reyndi að fara framúr Hamilton í öðrum hring. Hann ók ekki vísvitandi á Hamilton, heldur fór hann framúr sjálfum sér í hita leiksins", sagði Stewart. Stewart mætir á mörg Formúlu 1 mót og vinnur þar kyningarvinnu í samstarfi við Williams liðið og skoska alþjóðabankann RBS.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira