Jackie Stewart: Hamilton verður að halda haus 15. október 2008 08:44 Jackie Stewart og Lewis Hamilton ræða málin á mótsstað. Mynd: Getty Images Gamla kempan Jackie Stewart sem varð þrívegis heimsneistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi ekki efni á lfieiri mistökum. Hann hefur lengi verið stuðningsmaður Hamiltons, en segir að hann hafi sýnt það um síðustu helgi að hann er enn óþroskaður sem ökumaður. "Þetta var ekki besta keppni Hamiltons. Þð er gamalt máltæki sem segir; Þú getur ekki unnið keppni í fyrstu beygju. Þú getur bara tapað henni. Það er nákvæmlega það sem gerðist. Hann verður að halda haus í lokamótunum tveimur", sagði Stewart um atburðina á Fuji brautinni. "Hamilton bremsaði of seint í mótinu á Fuji og þvingaði Raikkönen útaf. Hamilton er mjög rólegur í viðtölum, en þegar kemur að keppni, þá er hann ekki alltaf sá yfirvegaðasti. Hann er enn að læra. Hann verður ekki meistari með sama háttalagi og í Japan." "Felipe Massa gerði líka mistök þegar hann reyndi að fara framúr Hamilton í öðrum hring. Hann ók ekki vísvitandi á Hamilton, heldur fór hann framúr sjálfum sér í hita leiksins", sagði Stewart. Stewart mætir á mörg Formúlu 1 mót og vinnur þar kyningarvinnu í samstarfi við Williams liðið og skoska alþjóðabankann RBS. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Gamla kempan Jackie Stewart sem varð þrívegis heimsneistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi ekki efni á lfieiri mistökum. Hann hefur lengi verið stuðningsmaður Hamiltons, en segir að hann hafi sýnt það um síðustu helgi að hann er enn óþroskaður sem ökumaður. "Þetta var ekki besta keppni Hamiltons. Þð er gamalt máltæki sem segir; Þú getur ekki unnið keppni í fyrstu beygju. Þú getur bara tapað henni. Það er nákvæmlega það sem gerðist. Hann verður að halda haus í lokamótunum tveimur", sagði Stewart um atburðina á Fuji brautinni. "Hamilton bremsaði of seint í mótinu á Fuji og þvingaði Raikkönen útaf. Hamilton er mjög rólegur í viðtölum, en þegar kemur að keppni, þá er hann ekki alltaf sá yfirvegaðasti. Hann er enn að læra. Hann verður ekki meistari með sama háttalagi og í Japan." "Felipe Massa gerði líka mistök þegar hann reyndi að fara framúr Hamilton í öðrum hring. Hann ók ekki vísvitandi á Hamilton, heldur fór hann framúr sjálfum sér í hita leiksins", sagði Stewart. Stewart mætir á mörg Formúlu 1 mót og vinnur þar kyningarvinnu í samstarfi við Williams liðið og skoska alþjóðabankann RBS.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira