Vil ekki hugsa til þess hvenær ég skoraði síðast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2008 15:28 Gylfi Einarsson, leikmaður Brann í Noregi. Mynd/Heimasíða Brann Gylfi Einarsson er kominn á fullt skrið í boltanum í nýjan leik með Brann í Noregi eftir fjögur löng og mögur ár í Englandi. Gylfi skoraði eitt marka Brann í 2-1 sigri á Lilleström en það hans fyrsti leikur í byrjunarliði Brann á tímabilinu. Markið má sjá hér en það kemur þegar um þrjár mínútur og 20 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Það má einnig sjá mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar fyrir Vålerenga gegn Viking en það kemur eftir fimm mínútur. Það var ef til vill viðeigandi að markið kom gegn hans gamla liði, Lilleström, þar sem hann lék í fjögur ár við góðan orðstír. Á sínu síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk fyrir Lilleström en hann var í kjölfarið seldur til Leeds á Englandi. Það var árið 2004. Hann byrjaði ágætlega þar og skoraði fljótlega á tímabilinu sitt fyrsta mark fyrir Leeds. Það reyndist þó hans síðasta. Á þeim þremur tímabilum sem hann lék með Leeds lék hann einungis 21 leik en tíð meiðsli settu strik í reikninginn. „Það var mjög sætt að skora um helgina," sagði Gylfi í samtali við Vísi. „Ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvað það er langt síðan ég skoraði í alvöru leik. En það er mjög langt." Hann segir að það hafi vissulega verið léttir að ná loksins að skora. „Þetta er búinn að vera langur tími sem hefur farið í meiðsli og annað rugl. Nú horfir maður bara fram á við." Gylfa líkar vistin vel hjá Brann enda þekkir hann vel til í Noregi. „Þetta er mjög gott félag og ekkert nema gott um það að segja. Byrjunin á tímabilinu hefur verið svolítið slöpp hjá okkur en við erum með breiðan og góðan mannskap og getum vel gert góða hluti." Á morgun mætir Brann liði Tromsö á útivelli í fyrsta leik sjöttu umferðar en Gylfi býst þó við því að byrja á bekknum í þeim leik. „Þjálfarinn sagði mér að hann vill alls ekki missa mig fyrir leikinn gegn Vålerenga þann sextánda mai. Þetta er í raun stærsti leikur ársins og vil ég sjálfur alls ekki missa af honum." „Ég er þegar búinn að fá tvö gul spjöld og ég fer í leikbann ef ég fæ það þriðja. Auk þess spilar Tromsö á gervigrasi sem er ekkert sérstaklega gott fyrir mig. Maður vill auðvitað spila alla leiki en þetta er skynsamleg ákvörðun." Hann segir þó að meiðslin sitji ekki mikið í sér. „Þetta tekur bara tíma enda langt síðan ég spilaði reglulega síðast. Ég finn þó mikinn mun á mér í hverru viku og finn að ég er að nálgast mitt fyrra form." Gylfi var á sínum tíma fastamaður í íslenska landsliðinu og á að baki 24 leiki með A-landsliðinu og eitt mark sem hann skoraði í frægum 2-0 sigri Íslands á Ítalíu. „Ég er rauninni að hugsa einungis um Brann þessa stundina. Ef ég fæ kallið frá landsliðinu þá kemur það bara. Ég hitti Óla (Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara) þegar hann kom til Osló um daginn og spjallaði þá við hann. Það væri vissulega gaman að spila með landsliðinu á nýjan leik en ég er ekkert að spá í því í augnablikinu." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Gylfi Einarsson er kominn á fullt skrið í boltanum í nýjan leik með Brann í Noregi eftir fjögur löng og mögur ár í Englandi. Gylfi skoraði eitt marka Brann í 2-1 sigri á Lilleström en það hans fyrsti leikur í byrjunarliði Brann á tímabilinu. Markið má sjá hér en það kemur þegar um þrjár mínútur og 20 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Það má einnig sjá mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar fyrir Vålerenga gegn Viking en það kemur eftir fimm mínútur. Það var ef til vill viðeigandi að markið kom gegn hans gamla liði, Lilleström, þar sem hann lék í fjögur ár við góðan orðstír. Á sínu síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk fyrir Lilleström en hann var í kjölfarið seldur til Leeds á Englandi. Það var árið 2004. Hann byrjaði ágætlega þar og skoraði fljótlega á tímabilinu sitt fyrsta mark fyrir Leeds. Það reyndist þó hans síðasta. Á þeim þremur tímabilum sem hann lék með Leeds lék hann einungis 21 leik en tíð meiðsli settu strik í reikninginn. „Það var mjög sætt að skora um helgina," sagði Gylfi í samtali við Vísi. „Ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvað það er langt síðan ég skoraði í alvöru leik. En það er mjög langt." Hann segir að það hafi vissulega verið léttir að ná loksins að skora. „Þetta er búinn að vera langur tími sem hefur farið í meiðsli og annað rugl. Nú horfir maður bara fram á við." Gylfa líkar vistin vel hjá Brann enda þekkir hann vel til í Noregi. „Þetta er mjög gott félag og ekkert nema gott um það að segja. Byrjunin á tímabilinu hefur verið svolítið slöpp hjá okkur en við erum með breiðan og góðan mannskap og getum vel gert góða hluti." Á morgun mætir Brann liði Tromsö á útivelli í fyrsta leik sjöttu umferðar en Gylfi býst þó við því að byrja á bekknum í þeim leik. „Þjálfarinn sagði mér að hann vill alls ekki missa mig fyrir leikinn gegn Vålerenga þann sextánda mai. Þetta er í raun stærsti leikur ársins og vil ég sjálfur alls ekki missa af honum." „Ég er þegar búinn að fá tvö gul spjöld og ég fer í leikbann ef ég fæ það þriðja. Auk þess spilar Tromsö á gervigrasi sem er ekkert sérstaklega gott fyrir mig. Maður vill auðvitað spila alla leiki en þetta er skynsamleg ákvörðun." Hann segir þó að meiðslin sitji ekki mikið í sér. „Þetta tekur bara tíma enda langt síðan ég spilaði reglulega síðast. Ég finn þó mikinn mun á mér í hverru viku og finn að ég er að nálgast mitt fyrra form." Gylfi var á sínum tíma fastamaður í íslenska landsliðinu og á að baki 24 leiki með A-landsliðinu og eitt mark sem hann skoraði í frægum 2-0 sigri Íslands á Ítalíu. „Ég er rauninni að hugsa einungis um Brann þessa stundina. Ef ég fæ kallið frá landsliðinu þá kemur það bara. Ég hitti Óla (Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara) þegar hann kom til Osló um daginn og spjallaði þá við hann. Það væri vissulega gaman að spila með landsliðinu á nýjan leik en ég er ekkert að spá í því í augnablikinu."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira