Klarínetta og orgel í hádeginu 9. júlí 2008 06:00 Einar Jóhannesson og Douglas A. Brotchie Koma fram á hádegistónleikum á morgun og á laugardag. Klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson, einn af þekktustu einleikurum landsins, kemur fram á hádegistónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 12.15 ásamt Douglas A. Brotchie, organista Háteigskirkju. Tónleikarnir eru liður í hádegistónleikaröð tónlistarhátíðarinnar Alþjóðlegs orgelsumars. Þá koma þeir Einar og Douglas einnig fram á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju á laugardag kl. 12. Í Dómkirkjunni leika þeir félagar fyrst fjórar Kirkjusónötur eftir Mozart sem eru útsettar fyrir klarínett og orgel af Yonu Ettlinger. Síðan leika þeir Exultavit Maria sem Jónas Tómasson skrifaði fyrir þá og að lokum leikur Douglas tvo kafla úr orgelverkinu Dýrð Krists sem einnig er eftir Jónas. Á tónleikunum í Hallgrímskirkju leika Einar og Douglas fyrst Concertino eftir ítalska barroktónskáldið Giuseppe Tartini í útsetningu Gordons Jacobs. Þá leika þeir Music when soft voices die eftir John Speight sem hann skrifaði sérstaklega fyrir þá og tónleikunum á laugardaginn lýkur með Hugleiðingu um ummyndum Krists á fjallinu eftir Hafliða Hallgrímsson sem Douglas leikur á Klais-orgelið.- vþ Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson, einn af þekktustu einleikurum landsins, kemur fram á hádegistónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 12.15 ásamt Douglas A. Brotchie, organista Háteigskirkju. Tónleikarnir eru liður í hádegistónleikaröð tónlistarhátíðarinnar Alþjóðlegs orgelsumars. Þá koma þeir Einar og Douglas einnig fram á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju á laugardag kl. 12. Í Dómkirkjunni leika þeir félagar fyrst fjórar Kirkjusónötur eftir Mozart sem eru útsettar fyrir klarínett og orgel af Yonu Ettlinger. Síðan leika þeir Exultavit Maria sem Jónas Tómasson skrifaði fyrir þá og að lokum leikur Douglas tvo kafla úr orgelverkinu Dýrð Krists sem einnig er eftir Jónas. Á tónleikunum í Hallgrímskirkju leika Einar og Douglas fyrst Concertino eftir ítalska barroktónskáldið Giuseppe Tartini í útsetningu Gordons Jacobs. Þá leika þeir Music when soft voices die eftir John Speight sem hann skrifaði sérstaklega fyrir þá og tónleikunum á laugardaginn lýkur með Hugleiðingu um ummyndum Krists á fjallinu eftir Hafliða Hallgrímsson sem Douglas leikur á Klais-orgelið.- vþ
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“