Viltu giftast mér, ástin mín? Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 29. desember 2008 00:01 Vinur minn hefur í töluverðan tíma íhugað að biðja sér konu. Ekki þó bara einhverrar kvensniftar, heldur hinnar einu og sönnu. Reyndar hafa þau tvö prufukeyrt hjónalífið í heilan áratug með býsna vel heppnaðri sambúð og uppeldi tveggja barna, svo varla hefur hann að ráði óttast hryggbrot. En framkvæmdina þurfti samt að hugsa í þaula og ekki flana að neinu því þetta eina bónorð ævinnar skyldi vera fullkomið. Af einhverjum ástæðum hafði formleg hjónavígsla lítið borist í tal hjá skötuhjúunum en um hríð hafði heitmeyna grunað af kvenlegu innsæi einhverjar ráðagjörðir. Jafnvel var hún í aðra röndina farin að bíða eftir að unnustinn léti til skarar skríða, til dæmis við rómantíska máltíð á veitingahúsi og hugboð hennar var rétt; dag og nótt smíðaði hann í huganum allskyns flókin plott en lét svo ekki verða af. Fannst þegar á hólminn var komið eitthvað asnalegt að lauma trúlofunarhring í desertinn eða láta bláókunnugt fólk verða vitni að stóru stundinni. Kannski var hann einu sinni eða tvisvar á nippinu með að láta vaða, með hringinn í vasanum og allt. Einhvern veginn var bara aldrei rétti tíminn. Vekjaraklukkan sveik þegar síst skyldi, á aðfangadagsmorgun. Í stað þess að vakna í bítið til að ljúka síðustu verkunum áður en jólin skyllu á, klára tiltekt og skreppa út eftir grænum baunum og gjöfinni sem gleymdist að kaupa, svaf fjölskyldan kirfilega yfir sig. Húsmóðirin - unnustan, altso - hrökk upp með andfælum um miðjan morgun og í æsingi yfir tímahrakinu vakti hún afganginn af fjölskyldunni með miklum látum. Á undraskömmum tíma sviptist heimilið úr ljúfum svefnrofum í dauðans uppnám yfir því að jólin væru ónýt og engar grænar baunir til í kotinu. Stóra barnið flýtti sér að kveikja á sjónvarpinu og stilla á hæsta styrk til að yfirgnæfa gjammið í móður sinni sem úfin á náttkjólnum gaf fyrirskipanir hægri vinstri en litli barnunginn æpti og hrein og vildi fá morgunverðinn framreiddan ekki síðar en strax. Einmitt þá var töfrastundin runnin upp. Með stírurnar í augunum seig biðillinn niður á hnén í sængurvöndulinn á gólfinu og fastnaði sér umbúðalaust hönd unnustunnar við háværan undirleik sjónvarpsins og litla svanga gríssins. Lifi þau hamingjusöm til æviloka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun
Vinur minn hefur í töluverðan tíma íhugað að biðja sér konu. Ekki þó bara einhverrar kvensniftar, heldur hinnar einu og sönnu. Reyndar hafa þau tvö prufukeyrt hjónalífið í heilan áratug með býsna vel heppnaðri sambúð og uppeldi tveggja barna, svo varla hefur hann að ráði óttast hryggbrot. En framkvæmdina þurfti samt að hugsa í þaula og ekki flana að neinu því þetta eina bónorð ævinnar skyldi vera fullkomið. Af einhverjum ástæðum hafði formleg hjónavígsla lítið borist í tal hjá skötuhjúunum en um hríð hafði heitmeyna grunað af kvenlegu innsæi einhverjar ráðagjörðir. Jafnvel var hún í aðra röndina farin að bíða eftir að unnustinn léti til skarar skríða, til dæmis við rómantíska máltíð á veitingahúsi og hugboð hennar var rétt; dag og nótt smíðaði hann í huganum allskyns flókin plott en lét svo ekki verða af. Fannst þegar á hólminn var komið eitthvað asnalegt að lauma trúlofunarhring í desertinn eða láta bláókunnugt fólk verða vitni að stóru stundinni. Kannski var hann einu sinni eða tvisvar á nippinu með að láta vaða, með hringinn í vasanum og allt. Einhvern veginn var bara aldrei rétti tíminn. Vekjaraklukkan sveik þegar síst skyldi, á aðfangadagsmorgun. Í stað þess að vakna í bítið til að ljúka síðustu verkunum áður en jólin skyllu á, klára tiltekt og skreppa út eftir grænum baunum og gjöfinni sem gleymdist að kaupa, svaf fjölskyldan kirfilega yfir sig. Húsmóðirin - unnustan, altso - hrökk upp með andfælum um miðjan morgun og í æsingi yfir tímahrakinu vakti hún afganginn af fjölskyldunni með miklum látum. Á undraskömmum tíma sviptist heimilið úr ljúfum svefnrofum í dauðans uppnám yfir því að jólin væru ónýt og engar grænar baunir til í kotinu. Stóra barnið flýtti sér að kveikja á sjónvarpinu og stilla á hæsta styrk til að yfirgnæfa gjammið í móður sinni sem úfin á náttkjólnum gaf fyrirskipanir hægri vinstri en litli barnunginn æpti og hrein og vildi fá morgunverðinn framreiddan ekki síðar en strax. Einmitt þá var töfrastundin runnin upp. Með stírurnar í augunum seig biðillinn niður á hnén í sængurvöndulinn á gólfinu og fastnaði sér umbúðalaust hönd unnustunnar við háværan undirleik sjónvarpsins og litla svanga gríssins. Lifi þau hamingjusöm til æviloka.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun