Loksins plata frá Skapta Ólafs 23. október 2008 07:00 Skapti Ólafsson man tímana tvenna. mynd/7fn Skapti Ólafsson var í fyrsta árgangi þeirra sem kynnti íslenskri æsku fyrir rokkinu og gaf út vinsæl lög eins og „Allt á floti alls staðar“ og „Syngjum hátt og dönsum“. Nú er fyrsta plata Skapta í „fullri lengd“ loksins komin út og heitir einfaldlega Skapti. „Þetta kemur nú bara til af því að Birgir Baldursson og vinir hans vildu endilega fá gamla manninn til að syngja,“ segir Skapti. „Ég hugsaði nú aldrei svo stórt að þetta yrði plata, enda búinn að vera með hálfgerða minnimáttarkennd. Það varð þó úr að við reyndum og ég er mjög ánægður með útkomuna.“ gammurinn látinn geisa Frá Rósenberg 2005: Eðvarð Lárusson, Þórður Högnason, Skapti og Birgir Baldursson. Fréttablaðið/7fn Innihald plötunnar eru sígild djass- og dægurlög, tvö með nýjum íslenskum textum eftir Þorstein Eggertsson. Þarna er líka Lou Reed-lagið „Perfect Day“, sem Skapti flutti í fyrra í söngleiknum Ást. Það eru 64 ár síðan Skapti byrjaði í bransanum. „Fyrsta giggið var á Þingvöllum 1944,“ segir söngvarinn. „Við strákarnir kunnum tvö og hálft þvergrip en gerðum mikla lukku í tjaldbúðunum. Svo var maður í lúðrasveitum, djassböndum og í rokkinu. Maður eignaðist fjölskyldu og vann í prentverki en var samt alltaf eitthvað í danshljómsveitum. Á tímabili vorum við einkahljómsveit Flugfélagsins og spiluðum mikið í útlöndum.“ Eymundsson dreifir nýju plötunni og Skapti og bandið ætla að spila. „Jú, við reynum að hafa skemmtanir, þótt ekki væri til annars en að bjóða upp á sykurpæklaðar pönnukökur og nokkrar kleinur.“ Skapti varð áttræður í fyrra og man eðlilega tímana tvenna. „Ég er fæddur inn í kreppuna og inn í stóra fjölskyldu og þetta var oft erfitt líf,“ segir hann. „Ég man eftir skömmtunarmiðum og það var oft hörgull á ýmsu. Þá reddaði fólk sér bara, húsmæður skiptust á skömmtunarmiðunum og gúmmítútturnar komu til sögunnar. Ég get svo sem engu spáð um það hvað gerist hjá okkur núna. Ég vona bara að liðið læri loksins að spara.“-drg Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Skapti Ólafsson var í fyrsta árgangi þeirra sem kynnti íslenskri æsku fyrir rokkinu og gaf út vinsæl lög eins og „Allt á floti alls staðar“ og „Syngjum hátt og dönsum“. Nú er fyrsta plata Skapta í „fullri lengd“ loksins komin út og heitir einfaldlega Skapti. „Þetta kemur nú bara til af því að Birgir Baldursson og vinir hans vildu endilega fá gamla manninn til að syngja,“ segir Skapti. „Ég hugsaði nú aldrei svo stórt að þetta yrði plata, enda búinn að vera með hálfgerða minnimáttarkennd. Það varð þó úr að við reyndum og ég er mjög ánægður með útkomuna.“ gammurinn látinn geisa Frá Rósenberg 2005: Eðvarð Lárusson, Þórður Högnason, Skapti og Birgir Baldursson. Fréttablaðið/7fn Innihald plötunnar eru sígild djass- og dægurlög, tvö með nýjum íslenskum textum eftir Þorstein Eggertsson. Þarna er líka Lou Reed-lagið „Perfect Day“, sem Skapti flutti í fyrra í söngleiknum Ást. Það eru 64 ár síðan Skapti byrjaði í bransanum. „Fyrsta giggið var á Þingvöllum 1944,“ segir söngvarinn. „Við strákarnir kunnum tvö og hálft þvergrip en gerðum mikla lukku í tjaldbúðunum. Svo var maður í lúðrasveitum, djassböndum og í rokkinu. Maður eignaðist fjölskyldu og vann í prentverki en var samt alltaf eitthvað í danshljómsveitum. Á tímabili vorum við einkahljómsveit Flugfélagsins og spiluðum mikið í útlöndum.“ Eymundsson dreifir nýju plötunni og Skapti og bandið ætla að spila. „Jú, við reynum að hafa skemmtanir, þótt ekki væri til annars en að bjóða upp á sykurpæklaðar pönnukökur og nokkrar kleinur.“ Skapti varð áttræður í fyrra og man eðlilega tímana tvenna. „Ég er fæddur inn í kreppuna og inn í stóra fjölskyldu og þetta var oft erfitt líf,“ segir hann. „Ég man eftir skömmtunarmiðum og það var oft hörgull á ýmsu. Þá reddaði fólk sér bara, húsmæður skiptust á skömmtunarmiðunum og gúmmítútturnar komu til sögunnar. Ég get svo sem engu spáð um það hvað gerist hjá okkur núna. Ég vona bara að liðið læri loksins að spara.“-drg
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“