Matt Groening hefur staðfest að það verði gerð önnur mynd um helsta sköpunarverk hans, Simpsons-fjölskylduna alræmdu. Fyrsta myndin, sem hét því frumlega nafni The Simpsons Movie, hlaut afar góðar viðtökur á síðasta ári og rakaði inn 500 milljónum dollara í miðasölu. Groening hefur þó ekki gefið út neinar yfirlýsingar um hvenær framhaldsins verði að vænta.
„Það mun gerast á einhverjum tímapunkti, en ég hef ekki hugmynd um hvenær. Fyrsta myndin tók okkur fjögur ár - aðallega af því að okkur líkar ekki að vinna neitt meira en við gerum nú þegar. Við munum koma að því, ég er viss um það," segir Groening.