Arnaldur beint á toppinn með Myrká 6. nóvember 2008 03:00 Bók Arnaldar Indriðasonar fór beint á toppinn eftir aðeins fjóra daga í sölu. Væntanlega kemur það engum á óvart að nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, Myrká, skuli hafa hrifsað efsta sæti metsölulista Pennans sem birtur var í gær. Myrká fór í sölu fyrir aðeins fimm dögum og náði því efsta sætinu á fjórum dögum. Það sem gerir árangur Arnaldar enn merkilegri er að salan skuli hafa aukist um átta prósent á milli ára; eitthvað sem menn töldu nánast ógjörning miðað við það æði sem reið yfir þegar Harðskafi kom út. „Þetta er náttúrlega bara fjarstæðukennt," segir kampakátur Egill Jóhannsson hjá Forlaginu, útgefanda Arnaldar, þegar þessar tölur eru bornar undir hann. „Á fjórum dögum fer hann í fyrsta sætið og eykur söluna á milli ára um átta prósent. Þetta fer langt fram úr okkar væntingarvísitölu," heldur Egill áfram. Hann þorir þó ekkert að segja til um framhaldið næstu daga, hvort að bókin haldi þar að segja þessum ótrúlega dampi. En segir söluna vissulega gefa góð fyrirheit um að jólin í ár verði meiri bókajól en undanfarin ár. „Annars er ómögulegt að spá fyrir um þetta. Þetta gefur okkur von um að bókin verði sterkari en undanfarin ár. Ef okkur tekst að halda henni í þessu horfi þá verður það mikill sigur fyrir okkur." Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Væntanlega kemur það engum á óvart að nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, Myrká, skuli hafa hrifsað efsta sæti metsölulista Pennans sem birtur var í gær. Myrká fór í sölu fyrir aðeins fimm dögum og náði því efsta sætinu á fjórum dögum. Það sem gerir árangur Arnaldar enn merkilegri er að salan skuli hafa aukist um átta prósent á milli ára; eitthvað sem menn töldu nánast ógjörning miðað við það æði sem reið yfir þegar Harðskafi kom út. „Þetta er náttúrlega bara fjarstæðukennt," segir kampakátur Egill Jóhannsson hjá Forlaginu, útgefanda Arnaldar, þegar þessar tölur eru bornar undir hann. „Á fjórum dögum fer hann í fyrsta sætið og eykur söluna á milli ára um átta prósent. Þetta fer langt fram úr okkar væntingarvísitölu," heldur Egill áfram. Hann þorir þó ekkert að segja til um framhaldið næstu daga, hvort að bókin haldi þar að segja þessum ótrúlega dampi. En segir söluna vissulega gefa góð fyrirheit um að jólin í ár verði meiri bókajól en undanfarin ár. „Annars er ómögulegt að spá fyrir um þetta. Þetta gefur okkur von um að bókin verði sterkari en undanfarin ár. Ef okkur tekst að halda henni í þessu horfi þá verður það mikill sigur fyrir okkur."
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira