Ökumenn vilja úrbætur á Singapúr brautinni 26. september 2008 19:17 Ökumenn vilja láta laga ýmsa hluta Singapúr brautarinnar sem keppt verður á um helgina. Mynd: AFP Eftir tvær æfingar á Singapúr Formúlu 1 brautinni í dag, þá eru ökumenn harðir á því að laga þurfi brautina fyrir mótsdag. Ökumenn sátu öryggisfund í dag. ,,Þegar ég labbaði brautina, þá fannst mér lýsingin í lagi, en eftir að hafa ekið hana á 300 km hraða, þá finnst mér hún dimm á köflum", sagði Alonso. Enn er óljóst hvernig verður að aka brautina ef rignir og það er helst áhyggjuefni ökumanna. Í nótt var unnið að breytingum á varnarveggjum við tíundu beygju brautarinnar og ökumenn eru sáttir við þær. Þeir óskuðu eftir þessum breytingum. Lewis Hamilton lét þess getið að brautin væri tvöfalt erfiðari viðureignar líkamlega séð en Mónakó brautin sögufræga. Jarno Trulli segir mishæðir á brautinni þær verstu sem hann hefur kynnst í Formúlu 1. Sjá mátti bílanna skoppa um brautina, þegar hlífðarplötur rákust upp undir bílanna og eldglæringar stóðu afturúr þeim. ,,Við þurfum að breyta uppsetningu bílanna verulega svo þeir rekist ekki niður. En þetta er bara hluti af mótinu", sagði Robert Kubica. Þá skapaðist oftar einu sinni hætta í dag þegar ökumenn voru að aka út á brautina af þjónustusvæði eða inn á það. Líklegt er að útfærslan verði löguð fyrir kappaksturinn, enda um mikið hættuspil að ræða ef það gengur ekki eftir. Það mál er í höndum FIA. Þriðja æfing keppnisliða er á laugardagsmorgun og tímatakan eftir hádegi.Sjá ummæli ökumanna Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Eftir tvær æfingar á Singapúr Formúlu 1 brautinni í dag, þá eru ökumenn harðir á því að laga þurfi brautina fyrir mótsdag. Ökumenn sátu öryggisfund í dag. ,,Þegar ég labbaði brautina, þá fannst mér lýsingin í lagi, en eftir að hafa ekið hana á 300 km hraða, þá finnst mér hún dimm á köflum", sagði Alonso. Enn er óljóst hvernig verður að aka brautina ef rignir og það er helst áhyggjuefni ökumanna. Í nótt var unnið að breytingum á varnarveggjum við tíundu beygju brautarinnar og ökumenn eru sáttir við þær. Þeir óskuðu eftir þessum breytingum. Lewis Hamilton lét þess getið að brautin væri tvöfalt erfiðari viðureignar líkamlega séð en Mónakó brautin sögufræga. Jarno Trulli segir mishæðir á brautinni þær verstu sem hann hefur kynnst í Formúlu 1. Sjá mátti bílanna skoppa um brautina, þegar hlífðarplötur rákust upp undir bílanna og eldglæringar stóðu afturúr þeim. ,,Við þurfum að breyta uppsetningu bílanna verulega svo þeir rekist ekki niður. En þetta er bara hluti af mótinu", sagði Robert Kubica. Þá skapaðist oftar einu sinni hætta í dag þegar ökumenn voru að aka út á brautina af þjónustusvæði eða inn á það. Líklegt er að útfærslan verði löguð fyrir kappaksturinn, enda um mikið hættuspil að ræða ef það gengur ekki eftir. Það mál er í höndum FIA. Þriðja æfing keppnisliða er á laugardagsmorgun og tímatakan eftir hádegi.Sjá ummæli ökumanna
Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira