Rokkarinn Tommy Lee hefur lýst því yfir að hann vilji að Johnny Depp leiki sig í kvikmynd byggðri á sögu hljómsveitarinnar Mötley Crue. Ástæðan fyrir að Tommy Lee er svo æstur í að fá Depp í hlutverkið er sú að honum finnst þeir búa yfir sömu persónueinkennum. „Við erum að vinna í myndinni og erum að reyna að finna hentugan leikstjóra, framleiðendur og leikara," sagði Lee.
