Schumacher: Hamilton getur slegið metið mitt 27. október 2008 09:33 NordicPhotos/GettyImages Michael Schumacher segist hafa trú á því að Lewis Hamilton geti slegið metið hans yfir fjölda meistaratitla í Formúlu 1. Bretinn ungi getur tryggt sér sinn fyrsta titil í Brasilíukappakstrinum um næstu helgi. Schumacher varnn á sínum tíma sjö meistaratitla sem ökumaður og hinn 39 ára Þjóðverji sat fyrir svörum í þættinum Inside Sport á BBC sem sýndur verður í kvöld. "Já, ég held að Hamilton geti slegið metið mitt, ekki spurning," sagði Schumacher. "Enginn hélt að ég gæti slegið met Juan Manuel Fangio á sínum tíma - ekki einu sinni ég sjálfur." Schumacher segist alveg rólegur yfir því að sjá á eftir meti sínu einn daginn, en fékkst ekki til að segja hvort sér þætti Hamilton besti ökumaðurinn í dag. "Það segir sína sögu hvað Hamilton hefur gert á stuttum tíma og hann náði strax að setja aukna pressu á tvöfaldan meistara Fernando Alonso. Er hann sá besti eða ekki? Er hann betri en Massa eða ekki? Það er ekki alltaf hægt að benda á einn mann og skera úr um það," sagði fyrrum meistarinn. Formúla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Michael Schumacher segist hafa trú á því að Lewis Hamilton geti slegið metið hans yfir fjölda meistaratitla í Formúlu 1. Bretinn ungi getur tryggt sér sinn fyrsta titil í Brasilíukappakstrinum um næstu helgi. Schumacher varnn á sínum tíma sjö meistaratitla sem ökumaður og hinn 39 ára Þjóðverji sat fyrir svörum í þættinum Inside Sport á BBC sem sýndur verður í kvöld. "Já, ég held að Hamilton geti slegið metið mitt, ekki spurning," sagði Schumacher. "Enginn hélt að ég gæti slegið met Juan Manuel Fangio á sínum tíma - ekki einu sinni ég sjálfur." Schumacher segist alveg rólegur yfir því að sjá á eftir meti sínu einn daginn, en fékkst ekki til að segja hvort sér þætti Hamilton besti ökumaðurinn í dag. "Það segir sína sögu hvað Hamilton hefur gert á stuttum tíma og hann náði strax að setja aukna pressu á tvöfaldan meistara Fernando Alonso. Er hann sá besti eða ekki? Er hann betri en Massa eða ekki? Það er ekki alltaf hægt að benda á einn mann og skera úr um það," sagði fyrrum meistarinn.
Formúla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira