Nýtt lag í stað plötu 19. október 2008 06:00 Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem var tekið upp í Danmörku. Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is. Á móti sól hefur hætt við útgáfu nýrrar plötu sem átti að koma út tíunda nóvember. „Við nenntum ekki að klára hana í næturvinnu og það spilar inn í að Magni er að jafna sig eftir aðgerð og verður að þegja í október," segir Heimir. Um magaaðgerð var að ræða vegna bakflæðis. „Raddböndin fá sýrubað á hverjum degi sem þykir ekkert sérstaklega gott," segir hann. Heimir segir að platan komi út annað hvort næsta sumar eða um jólin 2009. „Þetta var dálítið erfið ákvörðun en það þýðir ekkert að vera að horfa í það. Við hefðum auðveldlega getað klárað hana en ég veit að hún hefði ekki verið nógu góð." Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata Á móti sól, sem var eingöngu með frumsömdu efni, kom út og eru aðdáendur sveitarinnar því orðnir langeygir eftir nýju efni. Þangað til geta þeir huggað sig við nýja lagið, auk þess sem annað til viðbótar er væntanlegt í janúar. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is. Á móti sól hefur hætt við útgáfu nýrrar plötu sem átti að koma út tíunda nóvember. „Við nenntum ekki að klára hana í næturvinnu og það spilar inn í að Magni er að jafna sig eftir aðgerð og verður að þegja í október," segir Heimir. Um magaaðgerð var að ræða vegna bakflæðis. „Raddböndin fá sýrubað á hverjum degi sem þykir ekkert sérstaklega gott," segir hann. Heimir segir að platan komi út annað hvort næsta sumar eða um jólin 2009. „Þetta var dálítið erfið ákvörðun en það þýðir ekkert að vera að horfa í það. Við hefðum auðveldlega getað klárað hana en ég veit að hún hefði ekki verið nógu góð." Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata Á móti sól, sem var eingöngu með frumsömdu efni, kom út og eru aðdáendur sveitarinnar því orðnir langeygir eftir nýju efni. Þangað til geta þeir huggað sig við nýja lagið, auk þess sem annað til viðbótar er væntanlegt í janúar.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“