Er eilíft líf í sjónmáli? Atli Steinn Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2008 08:28 Frumur. MYND/Brighamsandwomens.org Náttúrulegt ensím, sem gert getur frumur mannslíkamans ódauðlegar, gæti verið lykillinn að eilífri æsku. Hvern fýsir að lifa að eilífu? söng rokksveitin Queen hér um árið og svarið virðist vera að einhverjir telji það eftirsóknarvert, að minnsta kosti halda vísindamenn við Krabbameinsrannsóknarmiðstöðina í Madrid á Spáni dauðahaldi í þá von og liggja nú yfir aðferðum til að auka magn ensíms sem líkaminn framleiðir sjálfur. Ensím þetta kemur í veg fyrir að frumur deyi drottni sínum með því að viðhalda eins konar varnarhettu sem situr á enda litningakeðju og varnar því að hún byrji að trosna og eyðast. Tæknin er nákvæmlega sú sama og plasthólkurinn á enda skóreima byggir á sem kemur í veg fyrir ótímabært slit þeirra. Það er þetta slit og eyðing litningakeðjunnar sem að lokum styttir frumum okkar aldur og flytur okkur á endanum yfir móðuna miklu. Ef marka má hvað gerist í músum, sem sífellt fórna lífi sínu á rannsóknarstofum í þágu mannkynsins, gæti aukið magn ensímsins telomerase lengt mannsævina um fjölda ára. Þær mýs sem fengu tífalt magn þess lifðu helmingi lengur en aðrar. Þetta finnst einhverjum án efa gott og blessað - en hvað segja lífeyrissjóðirnir? Vísindi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Náttúrulegt ensím, sem gert getur frumur mannslíkamans ódauðlegar, gæti verið lykillinn að eilífri æsku. Hvern fýsir að lifa að eilífu? söng rokksveitin Queen hér um árið og svarið virðist vera að einhverjir telji það eftirsóknarvert, að minnsta kosti halda vísindamenn við Krabbameinsrannsóknarmiðstöðina í Madrid á Spáni dauðahaldi í þá von og liggja nú yfir aðferðum til að auka magn ensíms sem líkaminn framleiðir sjálfur. Ensím þetta kemur í veg fyrir að frumur deyi drottni sínum með því að viðhalda eins konar varnarhettu sem situr á enda litningakeðju og varnar því að hún byrji að trosna og eyðast. Tæknin er nákvæmlega sú sama og plasthólkurinn á enda skóreima byggir á sem kemur í veg fyrir ótímabært slit þeirra. Það er þetta slit og eyðing litningakeðjunnar sem að lokum styttir frumum okkar aldur og flytur okkur á endanum yfir móðuna miklu. Ef marka má hvað gerist í músum, sem sífellt fórna lífi sínu á rannsóknarstofum í þágu mannkynsins, gæti aukið magn ensímsins telomerase lengt mannsævina um fjölda ára. Þær mýs sem fengu tífalt magn þess lifðu helmingi lengur en aðrar. Þetta finnst einhverjum án efa gott og blessað - en hvað segja lífeyrissjóðirnir?
Vísindi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira