CCP kann heldur betur að hugsa um fólkið sitt 29. maí 2008 09:51 CCP þótti hæfa þeim anda sem ríkir innan fyrirtækisins að fara í exótíska ferð itl Morocco. „Starfsmannafélagið fór þessa ferð eftir að hafa safnað fyrir henni í um tvö ár," svarar Hólmfríður Eygló A. Gunnarsdóttir starfsmaður hjá CCP þegar Vísir spyr hana út í ferð starfsmanna fyrirtækisins til Marocco í Afríku fyrr á árinu. „Ákveðið var að fara til Marrakech í Morocco, að þessu sinni þar sem það þótti hæfa þeim anda sem ríkir innan fyrirtækisins að fara í exótíska ferð en áður hefur verið farið til London, Barcelona, Búdapest og Madrid." „Heildarfjöldinn í ferðinni var rúmlega 330 manns og þeim flogið inn frá þremur heimsálfum. Ferðin lagðist mjög vel í alla enda ekki á hverjum degi sem starfsmönnum gefst tækifæri á að skoða eins framandi land og Marokkó." Fyrirtækið ræður eingöngu snillinga. „Í dag starfa 347 manns hjá CCP á Íslandi, í Bandaríkjunum og í Kína. Fyrirtækið áætlar að heildarfjöldi starfsmanna verði yfir 400 á þessu ári og hátt í 500 í lok árs 2009," segir Hólmfríður aðspurð um starfsmannafjölda og stefnu. „Ýmis fríðindi eru fyrir starfsmenn CCP á Íslandi og má þar nefna einstaka vinnuaðstöðu, mötuneyti á heimsmælikvarða, nudd á vinnustað, fyrirtækjalækni með fasta viðverutíma á vinnustað, heilsueflingu, sveigjanlegan vinnutíma." „Boðið er upp á fatahreinsun og klippingu á staðnum auk þess sem sérstök félagsmiðstöð era ð byggjast upp, þar sem starfsmenn geta spilað snóker, borðtennis, dart, Playstation eða þythokkí, þegar þeir eru ekki að vinna í tölvuleikjagerð á heimsmælikvarða." Himneskt ekki satt? „Óski starfsmenn eftir því eru bílar þeirra sóttir á vinnustaðinn og þeim keyrt á nærliggjandi verkstæði þar sem skipt er um olíu og dekk á meðan starfsmaðurinn sinnir vinnunni sinni." „Allir starfsmenn fá auk þess kaupréttarsamninga, sem þeir geta svo nýtt sér við kaup á hlutabréfum í fyrirtækinu." "Ég hef verið hérna í tæp 5 ár og mér dettur ekki í hug að fara" segir Hólmfríður. „Starfsmannastefna fyrirtækisins er einföld. Fyrirtækið ræður snillinga." Leikjavísir Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
CCP þótti hæfa þeim anda sem ríkir innan fyrirtækisins að fara í exótíska ferð itl Morocco. „Starfsmannafélagið fór þessa ferð eftir að hafa safnað fyrir henni í um tvö ár," svarar Hólmfríður Eygló A. Gunnarsdóttir starfsmaður hjá CCP þegar Vísir spyr hana út í ferð starfsmanna fyrirtækisins til Marocco í Afríku fyrr á árinu. „Ákveðið var að fara til Marrakech í Morocco, að þessu sinni þar sem það þótti hæfa þeim anda sem ríkir innan fyrirtækisins að fara í exótíska ferð en áður hefur verið farið til London, Barcelona, Búdapest og Madrid." „Heildarfjöldinn í ferðinni var rúmlega 330 manns og þeim flogið inn frá þremur heimsálfum. Ferðin lagðist mjög vel í alla enda ekki á hverjum degi sem starfsmönnum gefst tækifæri á að skoða eins framandi land og Marokkó." Fyrirtækið ræður eingöngu snillinga. „Í dag starfa 347 manns hjá CCP á Íslandi, í Bandaríkjunum og í Kína. Fyrirtækið áætlar að heildarfjöldi starfsmanna verði yfir 400 á þessu ári og hátt í 500 í lok árs 2009," segir Hólmfríður aðspurð um starfsmannafjölda og stefnu. „Ýmis fríðindi eru fyrir starfsmenn CCP á Íslandi og má þar nefna einstaka vinnuaðstöðu, mötuneyti á heimsmælikvarða, nudd á vinnustað, fyrirtækjalækni með fasta viðverutíma á vinnustað, heilsueflingu, sveigjanlegan vinnutíma." „Boðið er upp á fatahreinsun og klippingu á staðnum auk þess sem sérstök félagsmiðstöð era ð byggjast upp, þar sem starfsmenn geta spilað snóker, borðtennis, dart, Playstation eða þythokkí, þegar þeir eru ekki að vinna í tölvuleikjagerð á heimsmælikvarða." Himneskt ekki satt? „Óski starfsmenn eftir því eru bílar þeirra sóttir á vinnustaðinn og þeim keyrt á nærliggjandi verkstæði þar sem skipt er um olíu og dekk á meðan starfsmaðurinn sinnir vinnunni sinni." „Allir starfsmenn fá auk þess kaupréttarsamninga, sem þeir geta svo nýtt sér við kaup á hlutabréfum í fyrirtækinu." "Ég hef verið hérna í tæp 5 ár og mér dettur ekki í hug að fara" segir Hólmfríður. „Starfsmannastefna fyrirtækisins er einföld. Fyrirtækið ræður snillinga."
Leikjavísir Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira